Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Reykjavíkurborgar

Ár 2014, fimmtudaginn 18. desember var haldinn 226. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Borgarskjalasafni Reykjavíkur og hófst hann kl. 15:37. Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman formaður, Þórgnýr Thoroddsen, Dóra Magnúsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Marta Guðjónsdóttir og Magnús Arnar Sigurðarson. Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna: Þorgerður Agla Magnúsdóttir.  Áheyrnarfulltrúi BÍL: Jóna Hlíf Halldórsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind Ólafsdóttir, Signý Pálsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

1. Lögð fram 10 mánaða staða Menningar- og ferðamálasviðs. Trúnaðarmál. 

- Kl. 16:00 kemur Stefán Benediktsson á fundinn. 

2. Katrín Hall, Magnea S. Matthíasdóttir, Bragi Valdimar Skúlason, Hörður Lárusson og Ólöf Nordal sem skipa faghóp um styrki  menningar- og ferðamálráðs 2015 komu á fundinn. Fram fer umræða um tillögur faghóps um styrkveitingar ráðsins 2105. (RMF14080008)

3. Lagður fram til staðfestingar undirritaður samstarfssamningur við SÍM um Mugg-tengslasjóð fyrir listamenn til þriggja ára dags. 15. desember 2014. (RMF14120006) Samþykkt. 

4. Lagður fram til kynningar undirritaður samningur um Reykjavík Loftbrú 2015-2017 dags. 12. desember 2014.

5. Skipan starfshóps um varðveislu menningarminja við Grímsstaðarvör. Frestað.

6. Samþykkt að skipa Hafþór Yngvason safnstjóra Listasafns Reykjavíkur, Guðbrand Benediktsson safnstjóra Borgarsögusafns og Pálínu Magnúsdóttur borgarbókavörð í faghóp til að fara yfir umsóknir um skyndistyrki á árinu 2015. 

Fundi slitið kl. 16:50

Elsa Hrafnhildur Yeoman e.u.

Þórgnýr Thoroddsen e.u. Dóra Magnúsdóttir e.u. 

Stefán Benediktsson e.u. Júlíus Vífill Ingvarsson e.u. 

Marta Guðjónsdóttir e.u. Magnús Arnar Sigurðarson e.u.