No translated content text
Menningar- og ferðamálaráð
Ár 2014, mánudaginn 8. desember, var haldinn 225. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13:34. Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman formaður, Þórgnýr Thoroddsen, Dóra Magnúsdóttir, Stefán Benediktsson, Ingvar Jónsson, Júlíus Vífill Ingvarsson og Marta Guðjónsdóttir. Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna: Elín Oddný Sigurðardóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind Ólafsdóttir, Signý Pálsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist
1. Lagt fram erindi safnstjóra listasafns Reykjavíkur dags. 24. nóvember 2014 þar sem lagt er til að Huginn Þór Arason taki sæti í innkaupanefnd Listasafns Reykjavíkur frá og með 1. janúar 2015. Í samræmi við samþykkt Listasafn Reykjavíkur tekur safnstjóri sæti í innkaupanefnd. Jafnframt var lagt fram bréf SÍM dags. 24. nóvember 2014 þar sem lagt er til að Ingibjörg Jónsdóttir taki sæti í innkaupanefnd Listasafns Reykjavíkur. Frestað frá 224. fundi. (RMF13090005) Samþykkt.
2. Guðbrandur Benediktsson safnstjóri Borgarsögusafns kynnir stöðu stefnumótunarvinnu og drög að leiðarljósi, hlutverki og markmiðum Borgarsögusafns Reykjavíkur. (RMF14070005)
3. Rúnar Gunnarsson deildarstjóri á Umhverfis- og skipulagssviði, og Stefanía Sigfúsdóttir og Heba Hertervig hjá VA arkitektum kynna niðurstöður hönnunarsamkeppni í Úlfarsárdal. (RMF13110009)
4. Ársreikningur Leikfélags Reykjavíkur ses. fyrir leikárið 2013-2014 lagður fram til kynningar. (RMF05060023) Trúnaðarmál.
Menningar- og ferðamálaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Menningar- og ferðamálaráð minnir vinsamlegast á mikilvægi þess að gjöld og styrkir vegna húsnæðis- og búnaðarframlags borgarinnar í Borgarleikhúsi verði sýnilegir í næsta ársreikningi Leikfélags Reykjavíkur fyrir leikárið 2014-2015.
- kl. 15:09 víkur Jóna Hlíf Halldórsdóttir af fundinum.
5. Lagt fram yfirlit yfir styrki sem var skilað á árinu 2014.
6. Lagt fram erindi SÍM um endurnýjun samstarfssamnings um Mugg – tengslasjóð fyrir myndlistarmenn til þriggja ára dags. 29. september 2014.
Lögð fram svohljóðandi tillaga:
Gerður verði að nýju samstarfssamningur um Mugg – tengslasjóð fyrir myndlistarmenn sbr. aðgerðaráætlun menningarstefnu varðandi listir: ,,Aukning framlags til langtímasamninga við samstarfsaðila í menningarlífinu til að efla fagmennsku og styrkja rekstrargrundvöll þeirra.“ Árlegt framlag Reykjavíkurborgar til Muggs verði 2 m.kr. og nýttar verði 800 þús.kr. af afgangi styrkjafjár árið 2014 til að fjármagna hækkun samningsins fyrsta árið. Gildistími samningsins verði til þriggja ára með hefðbundnum fyrirvara vegna samþykktar fjárhagsáætlunar hvers árs.
Með tillögunni fylgdi greinargerð. (RMF13010013)
Samþykkt.
- kl. 15:18 tekur Jóna Hlíf Halldórsdóttir sæti á fundinum á ný.
7. Lögð fram drög að samningi um Reykjavík Loftbrú 2015-2016. Drög að samningi samþykkt hvað framlag Reykjavíkurborgar varðar með fyrirvara um samþykkt annarra aðila samningsins.
Samþykkt að Eva Einarsdóttir varaborgarfulltrúi taki sæti fulltrúa Reykjavíkurborgar í stjórn Reykjavík Loftbrú. Fulltrúi Reykjavíkurborgar er jafnframt formaður stjórnar.
8. Rætt um þátttöku Reykjavíkurborgar í Ísland allt árið – samstarfsverkefni í markaðsmálum á árinu 2015. (RMF13010021)
- kl. 15:34 víkur Marta Guðjónsdóttir af fundinum.
9. Lagt fram erindi af samráðsvefnum Betri Reykjavík í flokknum ferðamál sem tekið var af vefnum 28. nóvember 2014 um tví- eða þrívítt kort af Íslandi í kvarðanum 1:5000. (RMF14010021)
Menningar- og ferðamálaráð tekur ekki undir tillöguna og ekki er talin ástæða til að taka hana til frekari skoðunar. Bent er á Íslandskort sem er almenningi til sýnis í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur.
10. Lagt fram erindi af samráðsvefnum Betri Reykjavík í flokknum menning og listir sem tekið var af vefnum. 28. nóvember 2014 um smábókasöfn. (RMF14010021)
Tillögunni er vísað til Borgarbókasafns Reykjavíkur og Reykjavíkur Bókmenntaborgar.
Menningar- og ferðamálaráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Menningar- og ferðamálaráð óskar Grafarvogsbúum og öðrum Reykvíkingum hjartanlega til hamingju nýtt og glæsilegt bókasafn í Spönginni.
Fundi slitið kl. 15:43
Elsa Hrafnhildur Yeoman
Þórgnýr Thoroddsen Dóra Magnúsdóttir
Stefán Benediktsson Ingvar Jónsson
Júlíus Vífill Ingvarsson