Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2014, mánudaginn 24. nóvember var haldinn 224. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13:32. Viðstaddir, Þórgnýr Thoroddsen varaformaður, Kristján Freyr Halldórsson, Stefán Benediktsson, Börkur Gunnarsson, Marta Guðjónsdóttir og Magnús Arnar Sigurðarson. Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna: Þorgerður Agla Magnúsdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind Ólafsdóttir, Signý Pálsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist

1. Lögð fram 9 mánaða staða menningar- og ferðamálasviðs ásamt greinargerð, skorkorti, embættisafgreiðslum Borgarsögusafns Reykjavíkur frá 1. júlí til 30. september, listaverkainnkaup Listasafns Reykjavíkur 1. janúar til 30. september og yfirliti yfir almenn innkaup yfir 1.000.000 kr. frá janúar til september á menningar- og ferðamálasviði. Trúnaðarmál.

- Kl. 13:39 tekur Dóra Magnúsdóttir sæti á fundinum.

2. Pálína Magnúsdóttir borgarbókavörður kynnir drög að stefnu, drög að nýju skipuriti og drög að nýrri samþykkt Borgarbókasafns Reykjavíkur. 

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir drög að skipuriti og stefnu safnsins. 

Drögum að nýrri samþykkt fyrir Borgarbókasafn Reykjavíkur vísað til borgarráðs.

3. Skipun í innkaupanefnd Listasafns Reykjavíkur. Frestað.

- Kl. 14:31 víkur Dóra Magnúsdóttir af fundinum. 

4. Guðmundur Ingi Þorvaldsson framkvæmdastjóri Tjarnarbíós kynnir starfsemi sviðslistamiðstöðvarinnar í húsakynnum hennar. 

- Kl. 15:27 víkur Marta Guðjónsdóttir af fundinum. 

- Kl. 15:40 víkur Börkur Gunnarsson af fundinum.

Fundi slitið kl. 15:47

Þórgnýr Thoroddsen

Kristján Freyr Halldórsson Stefán Benediktsson

Magnús Arnar Sigurðarson