Menningar- og ferðamálaráð
Ár 2014, mánudaginn 10. nóvember, var haldinn 223. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13:32. Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman formaður, Þórgnýr Thoroddsen, Dóra Magnúsdóttir, Stefán Benediktsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Börkur Gunnarsson og Ingvar Jónsson. Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna: Elín Oddný Sigurðardóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Berglind Ólafsdóttir, Signý Pálsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist
1. Lögð fram drög að starfs- og fjárhagsáætlun 2015 og greinargerð. Jafnframt lögð fram drög að nýju skipuriti Menningar- og ferðamálasviðs. Samþykkt að vísa drögum að skipuriti til borgarráðs. (RMF14060001)
2. Samþykkt að skipa Elsu Hrafnhildi Yeoman, Unndór Egil Jónsson og Börk Gunnarsson í stjórn Ásmundarsafns. (RMF1411004)
3. Fundafyrirkomulag menningar- og ferðamálaráðs í desember rætt. Samþykkt að halda seinni fund ráðsins í desember þ. 18. desember og að stefnt verðir að því að afgreiða styrki menningar- og ferðamálaráðs á fyrra fundi ráðsins í janúar 2015.
4. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra menningamála dags. 3. nóvember 2014 um sérstakt framlag til verkefna á sviði barnamenningar og listuppeldis í kjölfar nýrrar menningarstefnu og aðgerðaráætlunar hennar. (RMF13050006)
Samþykkt að 4. m.kr. verði varið á árinu 2014 til 7 verkefna skv. minnisblaðinu og samþykkt ráðsins þ. 6. 6. 2014.
5. Lögð fram svohljóðandi tillaga:
Menningar- og ferðamálaráð leggur til að settur verði á fót stýrihópur um endurskoðun á aðgerðaáætlun Ferðamálastefnu Reykjavíkur. Er tillagan í samræmi við meginmarkmið tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá því í júní á þessu ári um endurskoðun Ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar. Stýrihópurinn skal skipaður fimm fulltrúum, sviðsstjóra Menningar- og ferðamálasviðs, forstöðumanni Höfuðborgarstofu, fulltrúa frá Umhverfis- og skipulagssviði, fulltrúa frá SAF og frá Ferðamálasamtökum höfuðborgarsvæðisins. Stýrihópurinn skal kalla til samráðs kjörna fulltrúa, fulltrúa íbúa og breiðan hóp hagsmuna- og samstarfsaðila. Stýrihópurinn skal kynna menningar- og ferðamálaráði reglulega framvindu vinnunnar og skal skila tillögum sínum í síðasta lagi í maí 2015.
Með tillögunni fylgdi greinargerð. (RMF14070001) Samþykkt.
6. Lagt fram minnisblað safnstjóra Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 6. nóvember 2014 um Reykhóla á Árbæjarsafni ásamt fylgigögnum. Guðbrandur Benediktsson safnstjóri Borgarsögusafns tekur sæti á fundinum undir þessum lið. (RMF14100007)
- kl. 14:25 víkur Stefán Benediktsson af fundinum.
7. Lögð fram greinargerð safnstjóra Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 8. nóvember 2014 um handritasýningu í tengslum við Landnámssýninguna í Aðalstræti. Guðbrandur Benediktsson safnstjóri Borgarsögusafns tekur sæti á fundinum undir þessum lið. (RMF14020009)
8. Lagt fram erindi frá samráðsvefnum Betri Reykjavík úr flokknum ýmislegt dags. 30. september 2014 um skýrt ljósmerki um alla borg kl. 00:00 á gamlárskvöld.
(RMF14010002)
Ekki er fallist á hugmyndina.
- kl. 15:13 víkur Júlíus Vífill Ingvarsson af fundinum.
9. Rúnar Gunnarsson deildarstjóri á skrifstofu skipulags, bygginga og borgarhönnunar og Kristjón Jónsson byggingartæknifræðingur á Umhverfis- og skipulagssviði kynna framkvæmdasamkeppni um byggingu nýs ferjuhúss fyrir Viðeyjarferju á Skarfabakka og biðskýlis við bryggju í Viðey.
Fundi slitið kl. 15:34
Fundargerð verður undirrituð á næsta fundi ráðsins sökum tæknilegra örðugleika.