Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2017, mánudaginn 11. september var haldinn 288. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.33. Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Þórgnýr Thoroddsen, Margrét Norðdahl, Stefán Benediktsson, Marta Guðjónsdóttir og Þorgerður Agla Magnúsdóttir. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Birna Hafstein. Af hálfu starfsmanna: Arna Schram, Signý Pálsdóttir, Huld Ingimarsdóttir, Auður Halldórsdóttir og Inga María Leifsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 8. september 2017, um kosningu sjö fulltrúa í menningar- og ferðamálaráð og sjö til vara á fundi borgarstjórnar 5. september sl. Formaður var kjörinn Elsa Hrafnhildur Yeoman. Jafnframt var tilkynnt um áheyrnarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina og varamann hans. (RMF14060015)

Lagt er til að Þórgnýr Thoroddsen verði varaformaður menningar- og ferðamálaráðs.

Samþykkt.

- Kl. 13.37 tekur Herdís Anna Þorvaldsdóttir sæti á fundinum.

2. Sviðsstjóri kynnir tillögur að skiptingu á fjárhagsramma sviðsins og drög að starfsáætlun 2018. Samþykkt að vísa drögum að starfs- og fjárhagsáætlun 2018 til borgarráðs. (RMF17030006)

- Kl. 13.40 tekur Trausti Harðarson sæti á fundinum.

3. Lögð fram tillaga um að stjórn Barnamenningarhátíðar 2018 skipi fjórir fulltrúar frá menningar- og ferðamálasviði, fjórir fulltrúar frá skóla- og frístundasviði og tveir fulltrúar frá Reykjavíkurráði ungmenna. Lagt er til að fulltrúar menningar- og ferðamálasviðs verði Harpa Rut Hilmarsdóttir, formaður og faglegur stjórnandi, Þorbjörg Karlsdóttir, Borgarbókasafni Reykjavíkur, Jón Páll Björnsson, Borgarsögusafni Reykjavíkur, og Markús Þór Andrésson, Listasafni Reykjavíkur, fulltrúar skóla- og frístundasviðs verði Sigfríður Björnsdóttir, deildarstjóri listfræðslu, Soffía Þorsteinsdóttir, leikskólastjóri Sæborgar, Jóhannes Guðlaugsson, framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Ársels og Guðrún Erna Þórhallsdóttir, aðstoðarskólastjóri í Árbæjarskóla og fulltrúar Reykjavíkurráðs ungmenna verði Ebba Kristín Yngvadóttir, ungmennaráði Grafarvogs og Arndís María Ólafsdóttir, ungmennaráði Vesturbæjar. (RMF17080005)

Samþykkt.

Menningar- og ferðamálaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Menningar og ferðamálaráð þakkar Signýju Pálsdóttur fyrir vel unnin störf sem formaður stjórnar Barnamenningarhátíðar síðustu fimm ár.

4. Fram fer kynning á niðurstöðum könnunar um viðhorf til ferðamanna á Höfuðborgarsvæðinu 2017.

Þóra Ásgeirsdóttur framkvæmdastjóri Maskínu og Áshildur Bragadóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu taka sæti á fundinum undir þessum lið.

5. Lögð fram umsögn ráðgefandi fagaðila, dags. 31. ágúst 2017, um seinni úthlutun styrkja ársins fyrir sérstaklega myndríka miðlun/útgáfu tengda sögu og menningu í Reykjavík

Samþykkt að styrkja stofnun Vigdísar Finnbogadóttur að upphæð 1.000.000 kr.  vegna birtingu mynda á vef um ævi Vigdísar og störf og í Veröld – Húsi Vigdísar  og Listasafn Reykjavíkur að upphæð 123.000 vegna myndríkrar útgáfu á bók um listamanninn Ásmund Sveinsson. (RMF17030004)

6. Lögð fram skipan í ráðgefandi faghóp um styrki menningar- og ferðamálaráðs 2018. (RMF17080004)

Samþykkt.

Trúnaðarmál þar til úthlutun styrkja hefur verið gerð opinber.

Áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúi vill benda á að á þeim lista sem lagður er fram hér sem tillaga að ráðgefandi faghóp um styrkveitingar menningar- og ferðamálaráðs 2018 eru nánast allir fagaðilarnir búsettir utan Reykjavíkur. Það er trúlega eðlilegra að Reykvíkingar séu þeir sem eru að meta, ákveða og úthluti reykvísku styrktarfé sem nýta á til að stuðla að list og menningarstarfssemi í Reykjavík.

7. Lagt fram svar skrifstofu menningar- og ferðamálasviðs, dags. 4. september 2017, við fyrirspurn fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um úthlutun styrkja og dreifingu um hverfi borgarinnar sbr. 13. lið fundargerðar borgarráðs frá 28. ágúst 2017. (RMF17080009)

Áheyrnarfulltrúi Framsóknar og leggur fram svohljóðandi bókun:

Samkvæmt þessu má áætla að nánast allt fé sem veitt var til styrkja lista og menningarstarfs 2017 fór til verkefna sem birtast og unnin eru í miðborginni og ekkert fé fór til lista og menningarstarfs í úthverfum borgarinnar. Skilaboðin sem fylgja svo hér í texta er að íbúar úthverfa borgarinnar hafa kosti á því að sækja sér menninguna í miðborgina ef þeir vilja. Nauðsynlegt er að hluti af styrktarfé fari til að styðja við lista- og menningarstarf í úthverfum borgarinnar einnig, ekki bara miðborgarinnar. Hverfi eins og Grafarholt og Úlfarsárdalur, Árbær, Grafarvogur, Breiðholt og fleiri úthverfi þurfa að njóta menningar og listastarfssemi inn í sínum hverfum einnig. List og menning á auðvitað að berast út í úthverfin, ekki eiga þau skilaboð að koma frá borgarstjórnendum að íbúar úthverfa verði að sækja alla upplifun á list og menningu til miðborgarinnar.

8. Lögð fram tillaga dags. 8. september 2017 að nýjum verklagsreglum um styrki menningar- og ferðamálaráðs og áherslur ráðsins árið 2018.

Samþykkt. (RMF17080004)

- Kl. 15.40 víkur Birna Hafstein af fundinum.

- Kl. 15.43 víkur Stefán Benediktsson af fundinum.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í leggja fram svohljóðandi tillögu:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina leggja til að einn fulltrúi minnihluta og einn fulltrúi meirihluta hafi aðkomu sem áheyrnarfulltrúar að þeim hópi sem fjallar um árlegar styrkveitingar ráðsins enda er hér um mikla fjármuni til úthlutunar ræða.

Frestað.

9. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

Menningar- og ferðamálaráð leitar til borgarráðs að setja aukið fjárframlag í styrktarsjóð til útdeilingar og fjárhagsáætlunar 2018 þannig að hægt sé að setja upp nýjan, viðbótar styrktarpott til lista og menningar starfssemi borgarinnar og yrði úthlutað úr þeim potti á miðju ári 2018. Með því móti yrði komið til móts við óskir reykvískra listamanna og annarra sem stuðla að list og menningarstarfssemi í Reykjavík og óskir þeirra um tækifæri til aðgangs að tveimur stórum styrktarúthlutunum á ári og þar sem vel viðrar í fjárhagslegu árferði borgarinnar er hægt að setja meira fé í þennan mikilvæga málaflokk.

Frestað.

Fundið slitið kl. 16.09

Elsa Hrafnhildur Yeoman

Þórgnýr Thoroddsen Margrét Norðdahl

Herdís Anna Þorvaldsdóttir Marta Guðjónsdóttir