Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2017, mánudaginn 14. ágúst var haldinn 286. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl.13:30 Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Þórgnýr Thoroddsen, Margrét Norðdahl, Marta Guðjónsdóttir og Magnús Arnar Sigurðarson. Áheyrnarfulltrúi vinstri grænna: Þorgerður Agla Magnúsdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir. Áheyrnarfulltrúi SAF: Rannveig Grétarsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Arna Schram, Huld Ingimarsdóttir, Signý Pálsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Fram fer kynning á Menningarnótt 2017. (RMF17010004).

Áshildur Bragadóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

- Kl. 13:41 tekur Börkur Gunnarsson sæti á fundinum.

2. Fram fer kynning á skýrslu starfshóps um heima- og íbúðargistingu í Reykjavík dags. júní 2017.

Helga Björk Laxdal formaður starfshópsins tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

- Kl. 14:10 tekur Stefán Benediktsson sæti á fundinum.

3. Fram fer kynning á starfsemi Nýló í Marshallhúsinu. Lagt fram erindi Nýlistasafnsins  um samstarfssamning til þriggja ára dags. 10. ágúst 2017 ásamt fylgigögnum. (RMF15120007)

Þorgerður Ólafsdóttir, Kolbrún Ýr Einarsdóttir og Elín Þórhallsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

4. Fram fer kynning á starfsemi Kling og Bang í Marshallhúsinu. Lagt fram erindi Kling og Bang um samstarfssamning til þriggja ára, dags. 10. ágúst 2017, ásamt fylgigögnum. (RMF15120007)

Elísabet Brynhildardóttir og Sirra Sigrún Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

5. Fram fer kynning á árshlutauppgjöri menningar- og ferðamálasviðs fyrir janúar-júní 2017. (RMF17050011)

6. Lagt fram erindi Listahátíðar í Reykjavík um endurnýjun samnings ásamt skýrslu um stefnu Listahátíðar 2017-2020. (RMF16120013)

7. Lagt fram bréf fjármálastjóra til sviðsstjóra, dags. 6. júlí sl., vegna breytinga á styrkjahandbók Reykjavíkurborgar. Einnig lögð fram drög að endurskoðuðum verklagsreglum vegna styrkveitinga menningar- og ferðamálaráðs 2018.

Frestað.

8. Fram fer kynning á menningarhátíðinni La Mercé sem haldin verður í Barselóna 22.-25. september 2017. (RMF17010013)

Frestað.

9. Fram fer kynning á samþykkt borgarráðs á forgangsröðun vegna bráðaviðgerða á útilistaverkum í eigu Reykjavíkurborgar. (RMF17060003).

Frestað.

10. Fram fer umræða um 60 ára afmæli Árbæjarsafns. Menningar- og ferðamálaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Menningar- og ferðamálaráð óskar Árbæjarsafni til hamingju með 60 ára afmælið og metnaðarfulla afmælisdagskrá.

Fundið slitið kl. 16:08

Elsa Hrafnhildur Yeoman

Þórgnýr Thoroddsen Margrét Norðdahl

Stefán Benediktsson Marta Guðjónsdóttir

Börkur Gunnarsson Magnús Arnar Sigurðarson