No translated content text
Menningar- og ferðamálaráð
Ár 2014, mánudaginn 25. ágúst, var haldinn 218. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13:31. Viðstödd voru: Elsa Hrafnhildur Yeoman formaður, Þórgnýr Thoroddsen, Dóra Magnúsdóttir, Stefán Benediktsson, Börkur Gunnarsson, Marta Guðjónsdóttir og Magnús Arnar Sigurðarson. Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna: Elín Oddný Sigurðardóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Berglind Ólafsdóttir, Signý Pálsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram sex mánaða uppgjör MOF ásamt greinargerð (trúnaðarmál), skorkorti, yfirliti um listaverkakaup Listasafns Reykjavíkur 1. janúar til 31. júní og embættisafgreiðslum borgarminjavarðar og Borgarsögusafns 1. apríl til 30. júní. Skrifstofustjóri fjármála og rekstrar gerir grein fyrir málinu. (RMF14080009)
2. Herdís Sólborg Haraldsdóttir, verkefnisstjóri kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar (KFS) Reykjavíkurborgar og kynnir innleiðingaráætlun stýrihóps um KFS. Einar Ólafsson teymisstjóri starfshóps um KFS á Menningar- og ferðamálasviði kynnir verkefni MOF. (RMF13030013)
3. Fjárhagsáætlun 2015-2019. Lögð fram rammaúthlutun sem samþykkt var í borgarráði dags. 21. ágúst 2014 og bréf fjármálaskrifstofu dags. 18. júlí 2014 um forsendur fjárhagsáætlunar 2015, langtímaáætlana og sviðsmynda. Sviðsstjóra falið að vinna tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun 2015. Samþykkt að halda starfsdag ráðsins 1. september kl. 13:30-17:00 í Ráðhúsi Reykjavíkur. (RMF14010019)
4. Anna Margrét Jóhannesdóttir staðgengill innri endurskoðanda, Atli Þór Þorvaldsson sérfræðingur og Sigrún Lilja Sigmarsdóttir sérfræðingur í upplýsingatæknimálum hjá innri endurskoðun (IE) kynna vinnuskýrslu IE um skráningar safngripa og innra eftirlit hjá Menningar- og ferðamálasviði. Trúnaðarmál. (RMF13120001)
Hafþór Yngvason safnstjóri Listasafns Reykjavíkur og Guðbrandur Benediktsson forstöðumaður Borgarsögusafns sitja fundinn undir þessum lið.
5. Undirbúningur styrkjaúthlutunar 2015. (RMF14080008) Frestað
Menningar- og ferðamálaráð samþykkir svohljóðandi bókun:
Menningar- og ferðamálaráð lýsir yfir ánægju sinni með vel heppnaða hátíð og þakkar starfsfólki Höfuðborgarstofu fyrir afar vel unnin störf við undirbúning og framkvæmd Menningarnætur 2014. Einnig þakkar ráðið öllum þeim listamönnum, borgarbúum og gestum sem tóku þátt. Öryggisráð Menningarnætur fær sérstakar þakkir.
Fundi slitið kl. 16:07
Elsa Hrafnhildur Yeoman m.e.h.
Þórgnýr Thoroddsen m.e.h. Börkur Gunnarsson m.e.h.
Dóra Magnúsdóttir m.e.h. Marta Guðjónsdóttir
Stefán Benediktsson Magnús Arnar Sigurðarson