Menningar- og ferðamálaráð
s Reykjavíkurborgar
Ár 2017, mánudaginn 13. mars, var haldinn 278. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.32. Viðstödd: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Þórgnýr Thoroddsen, Margrét Norðdahl, Stefán Benediktsson, Börkur Gunnarsson, Marta Guðjónsdóttir og Magnús Arnar Sigurðarson. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Birna Hafstein. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Huld Ingimarsdóttir, Signý Pálsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 9. mars 2017, um að Marta Guðjónsdóttir taki sæti Áslaugar Maríu Friðriksdóttur í menningar- og ferðamálaráði. (RMF14060015)
2. Lagt fram bréf fjármálaskrifstofu, dags. 20. febrúar 2017, með tíma- og verkáætlun vegna undirbúnings og vinnslu fjárhagsáætlunar fyrir árin 2018-2022. (RMF17030006)
3. Lagt fram erindisbréf starfshóps um fjölmenningarstefnu menningar- og ferðamálasviðs, dags. 6. mars 2017. (RMF17020009)
4. Lögð fram tillaga matsnefndar vegna leigu á Iðnó, dags. 8. mars 2017. (RMF16110003)
Samþykkt að ganga til samninga við Þóri Bergsson og René Boonekamp.
5. Fram fer kynning á niðurstöðum kannana meðal erlendra ferðamanna 2016 og væntanlega viðhorfskönnun meðal íbúa á höfuðborgarsvæðinu til erlendra ferðamanna og ferðaþjónustu.
Áshildur Bragadóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu, Berghildur Erla Bernharðsdóttir verkefnastjóri og Heiðdís Einarsdóttir verkefnastjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.
6. Fram fer lokayfirferð á áður kynntum drögum að aðgerðaráætlun ferðamálastefnu. (RMF14110011)
Áshildur Bragadóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu, Berghildur Erla Bernharðsdóttir verkefnastjóri og Heiðdís Einarsdóttir verkefnastjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fundi slitið kl. 16.52
Elsa Hrafnhildur Yeoman
Þórgnýr Thoroddsen Margrét Norðdahl
Marta Guðjónsdóttir Börkur Gunnarsson
Stefán Benediktsson Magnús Arnar Sigurðarson