No translated content text
Menningar- og ferðamálaráð
Ár 2012, mánudaginn 25. júní, var haldinn 169. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn á Kjarvalsstöðum og hófst hann kl. 13.15. Viðstaddir: Stefán Benediktsson varaformaður, Guðrún Jóna Jónsdóttir, Margrét Kristín Blöndal, Marta Guðjónsdóttir, Áslaug Friðriksdóttir og Þór Steinarsson. Fulltrúi BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjórnar dags. 6. júní 2012 um að Margrét Kristín Blöndal taki sæti Hörpu Elísu Þórsdóttur fulltrúa Besta flokksins og að Marta Guðjónsdóttir taki sæti Magnúsar Þórs Gylfasonar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í menningar- og ferðamálaráði frá og með 5. júní 2012.
2. Lögð fram 4 mánaða staða Menningar- og ferðamálasviðs.
- Kl. 13.22 kom Gaukur Úlfarsson á fundinn.
- Kl. 13.38 kom Þórir Garðarsson áheyrnarfulltrúi SAF á fundinn.
3. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra dags. 22. júní 2012 um ráðningu borgarbókavarðar. Tillaga ráðgjafanefndar um að ráða Pálínu Magnúsdóttur bæjarbókavörð á Seltjarnarnesi sem nýjan borgarbókavörð samþykkt.
Menningar- og ferðamálaráð óskaði bókað:
Menningar- og ferðamálaráð þakkar Erlu Kristínu Jónasdóttur starfandi borgarbókaverði fyrir afar vel unnin störf og að hafa leitt Borgarbókasafn Reykjavíkur farsællega sl. 12 mánuði.
- Kl. 13.59 vék Kolbrún Halldórsdóttir af fundi.
4. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra menningarmála dags. 19. júní 2012 með tillögu um afgreiðslu á útleigu á Iðnó. Lagt er til að Menningar- og ferðamálasvið framlengi núgildandi samning við Iðnó ehf sem rekið hefur Iðnó undanfarin 11 ár og að nýtt samningstímabil hefjist þann 1. september 2012 sbr. ákvæði auglýsingar. Samþykkt með fimm atkvæðum, fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá.
5. Lagt fram til kynningar bréf skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjórnar dags. 14. júní 2012 þar sem fram kemur að borgarráð samþykkir að Reykjavíkurborg færi Rithöfundasambandi Íslands Gunnarshús til eignar.
6. Lögð fram hugmynd undir flokknum ferðamál af samráðsvefnum Betri Reykjavík dags. 30. maí 2012 um berserkjahlaup víkinga niður Skólavörðustíg.
Afgreiðsla menningar- og ferðamálaráðs:
Reykjavíkurborg stendur fyrir fjölmörgum viðburðum allt árið um kring sem m.a. er hægt að nálgast á www.reykjavik.is/vidburdir. Reykjavíkurborg mun ekki standa fyrir viðburði af því tagi sem hér er nefndur - en hverjum og einum er frjálst að standa fyrir uppákomum og viðburðum í borginni svo framarlega sem öll tilskilin leyfi til viðburðahalds eru til staðar. Höfuðborgarstofa er ráðgefandi varðandi viðburðahald í Reykjavík.
7. Lögð fram hugmynd af samráðsvefnum Betri Reykjavík undir flokknum menningarmál dags. 30. maí 2012 um að koma upp menningarhúsi fyrir börn.
Afgreiðsla menningar- og ferðamálaráðs:
Reykjavíkurborg hefur í gegnum tíðina sinnt margvíslegum verkefnum tengdum barnamenningu og listuppeldi. Allar menningarstofnanir borgarinnar sinna öflugri fræðslu og viðburðum fyrir börn, opið öllum og ókeypis. Það má því segja að þær séu allar barnamenningarhús. Auk þess má benda á að Menningarmiðstöðin Gerðuberg hefur sérstaklega lagt áherslu á barnamenningu í sinni starfsemi. Eitt af meginmarkmiðum Gerðubergs er að leggja rækt við listrænt og skapandi starf með og fyrir börn og vekja athygli á árangri þeirrar starfsemi. Reykjavíkurborg hefur haldið sérstaka barnamenningarhátíð árin 2010 og 2012, þar sem rekin voru sérstök barnamenningarhús í tengslum við hátíðirnar; í fyrra skiptið að Fríkirkjuvegi 11 og seinna skiptið í Iðnó. Jafnframt er starfandi sérstakur verkefnisstjóri á vettvangi barnamenningar sem hefur það hlutverk að tengja saman skóla, frístundir og menningarstarf í þágu barna. Reykjavíkurborg sinnir því barnamenningu af metnaði og alúð en hefur ekki í hyggju að opna sérstakt barnamenningarhús í nánustu framtíð.
8. Kl. 14.15 hófust kynningar á áherslum stofnana Menningar- og ferðamálasviðs og miðlægrar starfsemi fyrir árið 2013.
Erla Kristín Jónasdóttir starfandi borgarbókvörður kynnti áherslur Borgarbókasafns Reykjavíkur 2013.
- Kl. 14.:30 vék Gaukur Úlfarsson af fundi.
Sif Gunnarsdóttir forstöðumaður kynnti áherslur Höfuðborgarstofu 2013.
Hafþór Yngvason safnstjóri kynnti áherslur Listasafns Reykjavíkur 2013.
Svanhildur Konráðsdóttir sviðsstjóri kynnti áherslur Ljósmyndasafns Reykjavíkur 2013 í fjarveru forstöðumanns.
Guðrún Dís Jónatansdóttir forstöðmaður kynnti áherslur Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs 2013.
Guðný Gerður Gunnarsdóttir borgarminjavörður kynnti áherslur Minjasafns Reykjavíkur 2013.
Berglind Ólafsdóttir skrifstofustjóri fjármála og rekstar kynnti áherslur Viðeyjar 2013.
Svanhildur Konráðsdóttir sviðsstjóri kynnti áherslur Reykjavík Bókmenntaborgar UNESCO 2013.
Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttir verkefnastjóri barnamenningar kynnti áherslur í barnamenningu 2013.
- Kl. 15.54 vék Guðrún Jóna Jónsdóttir af fundi.
- Kl. 16.02 viku Margrét Kristín Blöndal og Þór Steinarsson af fundi.
9. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks:
Fulltúar sjálfstæðismanna óska eftir upplýsingum um hversu mikið Reykjavíkurborg hefur styrkt í heildina Bíó Paradís og eins hvort standi til að styrkja bíóið til framtíðar.
Fundi slitið kl. 16.15
Stefán Benediktsson
Áslaug Friðriksdóttir Marta Guðjónsdóttir