Menningar- og ferðamálaráð
Reykjavíkurborgar
Ár 2012, mánudaginn 12. nóvember var haldinn 176. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.35. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Margrét Kristín Blöndal, Stefán Benediktsson, Eva Baldursdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Áslaug Friðriksdóttir og Davíð Stefánsson. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Hrafnhildur Sigurðardóttir og Kolbrún Halldórsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Aðalskipulag Reykjavíkur 2012-2030 - drög til kynningar og umræðu. Haraldur Sigurðsson, Umhverfis- og skipulagssviði kynnti. Lagt fram bréf Umhverfis- og skipulagssviðs dags. 14. september 2012 um Aðalskipulag Reykjavíkur 2010 – 2030, drög að tillögu til kynningar og umræðu. Jafnframt lagt fram bréf Umhverfis- og skipulagssviðs dags. 3. október 2012 með skjölunum miðborgarstefna og borgarbúskapur og bréf frá sama aðila dags. 19. október 2012 með skjalinu borgarvernd. Jafnframt lagt fram bréf Umhverfis- og skipulagssviðs dags 26. október 2012 með skjölunum Veitur, grunnkerfi, Kaupmaðurinn á horninu og Hæðir húsa. (RMF12090005)
2. Hafþór Yngvason safnstjóri Listasafns Reykjavíkur kynnti tillögu um listaverk/leiktæki við Kjarvalsstaði eftir Guðjón Ketilsson sem valin var af dómnefnd vegna hugmyndar af samráðsvefnum Betri hverfi um gerð leiktækis við Kjarvalsstaði. Verkefnið er á forræði hverfisráðs miðborgar og Hlíða. (RMF12110001)
3. Lögð fram samningsmarkmið vegna endurnýjaðs samnings við Leikfélag Reykjavíkur. Trúnaðarmál. Samþykkt að vísa til borgarráðs með áorðnum breytingum. (RMF05060023)
4. Lagðar fram niðurstöður tilraunaverkefnis Menningar- og ferðamálasviðs í kynjaðri fjárhags- og starfsáætlunargerð: Styrkveitingar menningar- og ferðamálaráðs 2007 – 2011. Skrifstofustjóri menningarmála kynnti. (RMF12020009)
5. Skipan í dómnefnd fyrir Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2013. Frestað.
- kl. 15:26 vék Margrét Kristín Blöndal af fundi.
6. Lagt fram yfirlit yfir helstu styrkhafa í styrkjaúthlutun menningar- og ferðamálaráðs undanfarin ár sem svar við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks um styrkjamál sl. 10 ár sem lögð var fram á 175. fundi. (RMF12080002)
7. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra menningarmála og sviðsstjóra dags. 8. nóvember 2012 vegna fyrirspurnar fulltrúa Sjálfstæðisflokks um tillögu að aðkomu einkaaðila að menningarviðburðum eða verkefnum sem lögð var fram á 175. fundi.
Menningar- og ferðamálaráð óskaði bókað:
Samþykkt að vinna að því að vekja betur athygli á tækifærum einkaaðila til að koma að menningarstarfi og viðburðum. (RMF12080002)
8. Sviðsstjóri sagði frá ráðningu nýs forstöðumanns Höfuðborgarstofu, Einars Bárðarsonar, þann 5. nóvember sl.
Menningar- og ferðamálaráðs óskaði bókað:
Menningar- og ferðamálaráð býður nýjan forstöðumann Höfuðborgarstofu, sem tekur til starfa um áramót, velkominn og óskar honum velfarnaðar í starfi.
9. Lögð fram hugmynd af samráðsvefnum Betri Reykjavík dags. 28. september 2012 úr flokknum ferðamál. Merkja Listasafn í Hafnarhúsi betur.
Afgreiðsla menningar- og ferðamálaráðs:
Hugmyndinni var vísað til Listasafns Reykjavíkur sem þakkar fyrir góða ábendingu sem safnið mun skoða alvarlega og reyna að bregðast við fljótt og vel.
(RMF12020001)
Fundi slitið kl. 15.56
Einar Örn Benediktsson
Stefán Benediktsson Eva Baldursdóttir
Marta Guðjónsdóttir Áslaug Friðriksdóttir
Davíð Stefánsson