Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Reykjavíkurborgar

Ár 2012, mánudaginn 8. október var haldinn 174. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Borgarleikhúsinu og hófst hann kl. 13.38. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Margrét Kristín Blöndal, Stefán Benediktsson, Marta Guðjónsdóttir, Áslaug Friðriksdóttir og Davíð Stefánsson. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Hrafnhildur Sigurðardóttir og Kolbrún Halldórsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind Ólafsdóttir, Signý Pálsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram drög að breyttri starfs- og fjárhagsáætlun 2013. (RMF12010007)

- Kl. 13.43 kom Eva Baldursdóttir á fundinn.

2. Lögð fram 7 mánaða staða MOF sem frestað var frá 173. fundi.

3. Lagt fram bréf BÍL dags. 20. september 2012 með tilnefningu 15 manns í faghóp BÍL vegna styrkja 2013 sem frestað var á 173. fundi. Samþykkt að ráðgefandi faghóp um styrki 2013 skipi Randver Þorláksson leikari, Lárus Ýmir Óskarsson leikstjóri, Ólöf Nordal myndlistarmaður, Gunnar Hrafnsson tónlistarmaður og Sólrún Sumarliðadóttir tónlistarmaður og menningarfræðingur sem verði formaður. (RMF12080003)

- Kl. 15.52 vék Hrafnhildur Sigurðardóttir af fundi.

4. Lögð fram umsókn SÍM dags. 1. september 2012 um þriggja ára samstarfssamning vegna Muggs tengslasjóðs sem frestað var frá 173. fundi. Samþykkt að framlengja núgildandi samning við SÍM um eitt ár með óbreyttu framlagi. (RMF05090006)

- Kl. 15.55 tók Hrafnhildur Sigurðardóttir aftur sæti á fundinum.

5. Lagt fram minnisblað Þorkels Jónssonar Mannvirkjaskrifstofu dags. 28. september 2012 um stöðuna á framkvæmdum við Tjarnarbíó. (RMF06010003)

6. Lögð fram umsögn forstöðumanns Höfuðborgarstofu um 128. þingmál á 141. löggjafarþingi Alþingis um skipan ferðamála. (RMF12090006)

7. Lögð fram ósk stjórnar Barnamenningarhátíðar 2013 um að Sigfríður Björnsdóttir deildarstjóri listfræðslu á Skóla- og frístundasviði verði skipuð í stjórn hátíðarinnar til viðbótar við þá sem skipaðir voru á 173. fundi. Samþykkt. (RMF12090004)

- Kl. 15.11 vék Margrét Kristín Blöndal af fundi.

8. Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri og Þorsteinn S. Ásmundsson framkvæmdastjóri kynntu rekstur og starfsemi Borgarleikhússins.

9. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og formaður lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:

Borgarbókasafn Reykjavíkur stendur fyrir fundaröð um kosningar til stjórnlagaþings. Fulltrúi SANS fer ásamt fulltrúa úr stjórnlagaráðinu yfir málin og svara spurningum. Á fundinum er ekki fulltrúi þeirra sem talað hafa fyrir því að tillögur stjórnlagaráðsins verði ekki teknar til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Áríðandi er að jafnræðis sé gætt þegar slíkir fundir eru skipulagðir af opinberum aðilum. Óskað er því eftir skýringum Borgarbókasafnsins á þessari útfærslu.
Fundi slitið kl. 15.20
Einar Örn Benediktsson
Stefán Benediktsson Eva Baldursdóttir
Marta Guðjónsdóttir Áslaug Friðriksdóttir
Davíð Stefánsson