No translated content text
Menningar- og ferðamálaráð
Ár 2012, mánudaginn 30. apríl, var haldinn 166. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherbergi ráðsins Vesturgötu 1 og hófst hann kl. 13.07. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Harpa Elísa Þórsdóttir, Stefán Benediktsson og Davíð Stefánsson. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Ásmundur Ásmundsson. Áheyrnarfulltrúi SAF: Þórir Garðarsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind Ólafsdóttir, Sif Gunnarsdóttir og Signý Pálsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Ísland allt árið - Árangur og framtíðarsýn. Einar Karl Haraldsson formaður stjórnar Íslands allt árið og Inga Hlín Pálsdóttir forstöðumaður markaðssóknar Íslandsstofu kynntu.
- Kl. 13.16 kom Magnús Þór Gylfason á fundinn
- Kl. 13.24 kom Eva Baldursdóttir á fundinn
- Kl. 13.40 kom Gaukur Úlfarsson á fundinn
- Kl. 13.40 kom Áslaug Friðriksdóttir á fundinn
- Kl. 13.40 vék Einar Örn Benediktsson af fundi og Stefán Benediktsson tók við fundarstjórn
2. Farþegar skemmtiferðaskipa í Reykjavík. Ágúst Ágústsson markaðsstjóri Faxaflóahafna kynnti og Sif Gunnarsdóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu kynnti bæklinginn Reykjavík On Your Own.
3. Barnamenningarhátíð. Skýrsla verkefnisstjórnar lögð fram. Sif Gunnarsdóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu kynnti hátíðina. Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttir kynnti sérstaklega ævintýrahöll barnanna í Iðnó
Ráðið samþykkti svohljóðandi bókun:
Menningar – og ferðamálaráð þakkar stjórn Barnamenningar-hátíðar og starfsmönnum Höfuðborgarstofu fyrir vinnuframlag sitt við hátíðina í ár. Hátíðin í ár tókst með ágætum, skipulag þótti til fyrirmyndar og er það samróma álit ráðsins að án óeigingjarns framlags starfsmanna borgarinnar við hátíðina hefði hún ekki hlotið þær frábæru viðtökur gesta og einróma lof sem raun bar vitni.
4. Iðnó. Lagt fram minnisblað sem trúnaðarmál með yfirliti yfir þau tvö tilboð sem bárust leigu á Iðnó undir menningarstarf og annað sem styrkir rekstur hússins. Matsnefnd verður falið að fara nánar yfir tilboðin og ræða við tilboðshafa.
5. Anna Torfadóttir hefur óskað eftir að láta af störfum sem borgarbókavörður þann 1. september n.k. Samþykkt að auglýsa starfið í maí sem menningar- og ferðamálaráð mun ráða í að tillögu sviðsstjóra skv. samþykktum ráðsins. Skipa þarf fagnefnd til að annast ráðninguna sem fyrst.
Menningar- og ferðamálaráð samþykkti svohljóðandi bókun:
Í tilefni starfsloka Önnu Torfadóttur, borgarbókavarðar, vill menningar- og ferðmálaráð f.h. Reykjavíkurborgar þakka henni fyrir einstaklega gott og ánægjulegt samstarf á liðunum árum. Anna hefur átt langan og farsælan feril sem nú spannar 34 ár á vettvangi Reykjavíkurborgar. Síðastliðin 14 ár hefur Anna verið í fararbroddi sem vinsæll og öflugur stjórnandi Borgarbókasafns Reykjavíkur og skilar nú af sér blómlegri menningarstofnun, sem einkennist af metnaðarfullri starfsemi og góðum rekstri. Önnu er óskað alls velfarnaðar á þessum tímamótum.
6. Samþykkt tillaga um Borgarlistamann Reykjavíkur 2012. Trúnaðarmál fram að útnefningu 17. júní.
7. Ósk leikhópsins Ég og vinir mínir um að nota veittan styrk 2012 í rannsóknir vegna verkefnis sem sett verður upp á næsta ári.
Frestað.
8. Samningur við Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík.
Frestað.
9. Betri Reykjavík – Hönnunarsafn Íslands í miðborgina.
Frestað.
10. Betri Reykjavík – Betri körfuboltavöll í bakkana í Breiðholti.
Frestað.
Fundi slitið kl. 15.15
Stefán Benediktsson
Harpa Elísa Þórsdóttir Gaukur Úlfarsson
Eva Baldursdóttir Áslaug Friðriksdóttir
Magnús Þór Gylfason Davíð Stefánsson