Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2011, mánudaginn 19. desember, var haldinn 157. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Iðnó og hófst hann kl. 16.08. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Harpa Elísa Þórsdóttir, Stefán Benediktsson, Eva Baldursdóttir, Áslaug Friðriksdóttir, Magnús Þór Gylfason og Davíð Stefánsson. Áheyrnarfulltrúi SAF: Þórir Garðarsson. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind Ólafsdóttir, Signý Pálsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram 10 mánaða staða Menningar- og ferðamálasviðs. (RMF1108004)

2. Lagður fram tölvupóstur frá iðnaðarráðuneyti dags. 28. nóvember 2011 þar sem óskað er eftir tilnefningu fulltrúa Reykjavíkurborgar í stjórn verkefnisins Ísland allt árið.
Lögð fram sú tillaga að fulltrúar Reykjavíkurborgar verði Svanhildur Konráðsdóttir sviðsstjóri Menningar- og ferðamálasviðs aðalfulltrúi og Sif Gunnarsdóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu verði varafulltrúi.
Samþykkt. (RMF11070001)

3. Lögð fram drög að atvinnustefnu Reykjavíkurborgar sem lögð var fram í borgarráði 2. desember 2011 þar sem óskað var eftir um umsögn frá hagsmunaaðilum. Jafnframt lögð fram umsögn meirihluta og fulltrúa Vinstri grænna dags. 19. desember 2011. (RMF11120003)
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu bókað:
Atvinnustefna Reykjavíkur er undarlegt mál. Hvergi var tekin formleg ákvörðun um að hefja gerð stefnunnar og óljóst hvernig hún var unnin. Ekkert samráð var haft við fulltrúa minnihlutans sem hafa ekki fengið nein tækifæri til að koma að gerð stefnunnar og því um afar ólýðræðisleg vinnubrögð að ræða. Með engu móti er því hægt að taka undir það að stefnan verði samþykkt án frekari úrvinnslu. Þá verður að gera athugasemd við að umsögn sviðsins skuli ekki hafa verið aðgengileg ásamt öðrum fundargögnum fyrir fund eins og reglur um fundarsköp gera ráð fyrir.
4. Lögð fram að nýju tillaga um gerð samstarfssamninga til 3ja ára við rekstaraðila eftirfarandi hátíða í kjölfar samþykktar borgarstjórnar þ. 6. desember 2011 um Borgarhátíðarsjóð: Alþjóðleg kvikmyndahátíð – RIFF, Blúshátíð í Reykjavík, Bókmenntahátíð í Reykjavík, Hönnunarmars, Iceland Airwaves, Jazzhátíð í Reykjavík, Myrkir músíkdagar og Food and Fun.
Samþykkt með fimm atkvæðum, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá. (RMF11110010)

5. Lögð fram tillaga um að stjórn Vetarhátíðar 2012 skipi Logi Sigurfinnsson ÍTR, Pálmi Freyr Randversson Umhverfis- og samgöngusviði, Kristín R. Vilhjálmsdóttir og Sif Gunnarsdóttir Menningar- og ferðamálasviði og Ingi Thor Jónsson Ráðhúsi.
Tillögunni fylgdi greinargerð.
Samþykkt.

6. Lögð fram svohljóðandi tillaga:

Í samræmi við áherslur í drögum að atvinnustefnu og ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar er hér með lagt til við borgarráð að skipaður verði starfshópur um framtíð Lauganna í Reykjavík.
Tillögunni fylgdi greinargerð.
Samþykkt.

7. Sólrún Sumarliðadóttir formaður faghóps um styrki 2012 lagði fram og kynnti tillögur hópsins um styrkveitingar menningar- og ferðamálaráðs 2012. Jafnramt lagt fram að nýju yfirlit yfir allar styrkumsóknir 2012. Trúnaðarmál.
Frestað. (RMF11070005)

- Kl. 17.59 viku Eva Baldursdóttir og Áslaug Friðriksdóttir af fundi.

8. Skyndistyrkir desember 2011 – til afgreiðslu. Lögð fram tillaga um að styrkja eftirtalin verkefni: Davíð Þorsteinsson v. ljósmynda með mannlífsmyndum úr miðborginni 1983 - 1997 kr. 240.000, Hrafnhildur Arnardóttir v. móttöku Prins Eugen Medaljen kr. 100.000, Artíma félag nemanda í listfræði við HÍ v. starfsemi gallerís listnema kr. 100.000, Kvenfélagið Garpur v. leiklestrarraðar á nýjum, breskum verkum kr. 200.000, Óperarctic félagið v. Herra Pottur og ungfrú Lok kr. 400.000. Auk þess Mozarthópurinn v. árlegra Mozarttónleika á fæðingardegi tónskáldsins 27. janúar kr. 570.000 og Vesturport v. starfsemi kr. 500.000. Samtals kr. 2.110.000.
Samþykkt með fjórum atkvæðum, fulltrúi Sjálfstæðisflokks Magnús Þór Gylfason sat hjá. (RMF11010001)

- Kl. 18.02 komu Eva Baldursdóttir og Áslaug Friðriksdóttir aftur á fundinn.

9. Næstu afgreiðslufundir menningar- og ferðamálaráðs verða 16. og 30. janúar 2012.

Fundi slitið kl. 18.05
Einar Örn Benediktsson
Eva Baldursdóttir Stefán Benediktsson
Áslaug Friðriksdóttir Harpa Elísa Þórsdóttir
Magnús Þór Gylfason Davíð Stefánsson