Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Reykjavíkurborgar

Ár 2012, mánudaginn 17. desember var haldinn 179. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 15.41. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Eva Baldursdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Áslaug Friðriksdóttir og Davíð Stefánsson. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind Ólafsdóttir, Signý Pálsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Styrkir 2013. Lögð fram greinargerð fagnefndar um styrki 2013 dags. 17. desember 2012. Sólrún Sumarliðadóttir formaður fagnefndar kynnti. Trúnaðarmál. Undirbúningur og umræður í tengslum við styrkveitingar 2013.

- Kl. 16.50 vék Davíð Stefánsson af fundi.

2. Lagðar fram umsóknir um skyndistyrki sem bárust fyrir 1. desember sl. ásamt yfirliti. Jafnframt lagt fram erindi Mozart hópsins dags. 27. nóvember 2012. Samþykkt að styrkja eftirfarandi verkefni: Arnar Eggert Thoroddsen v. greinasafns kr. 150.000.- , Bedroom Community co. Hildur Maral Hamíðsdóttir v. Architecture of Loss kr. 100.000.-, Borgar Magnason v. þátttöku Reykjavík Sinfonia í The Wasp Factory kr. 250.000.-, Icelandic Cinema Online co. Sunna Jóna kr. 200.000.-, Jóna Hlíf Halldórsdóttir v. myndlistarsýningar í Kling og Bang kr. 200.000.-, Soðið svið co. Salka Guðmundsdóttir kr. 150.000.-, Þorgrímur Gestsson v. dagskrá um Ásmund Sveinsson myndhöggvara kr. 250.000.-, No Borders co. Haukur Hilmarsson v. The Spirit of Hip Hop kr. 400.000. Auk þess Mozart hópur co. Laufey Sigurðardóttir v. tónleika á afmælisdegi Mozarts 2013 kr. 300.000.-

3. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 19. nóvember sl. þar sem óskað er eftir umsögn menningar- og ferðamálaráðs um styrkumsókn til borgarráðs um Götugleði 2013. Jafnframt lögð fram umsögn forstöðumanns Höfuðborgarstofu dags. 3. desember 2012.

Menningar- og ferðamálaráð óskaði bókað:

Menningar- og ferðamálaráð sér marga kosti við hugmynd um Götugleði á Jónsmessu sumarið 2013. Götugleðin gæti verið skemmtilegur og litríkur borgarviðburður yfir Jónsmessuna þegar sólin rís sem hæst og borgin iðar af lífi. Hins vegar vill Menningar- og ferðamálaráð leggja áherslu á að samkvæmt styrkjareglum Reykjavíkurborgar er auglýst fyrir 1. september ár hvert eftir styrkumsóknum vegna komandi árs og við það miðað að frestur til að skila inn umsóknum sé einn mánuður. Ákveðinn ferill er síðan fyrir meðferð umsóknanna. Gæta þarf jafnræðis umsækjenda og ekki nema í sérstökum tilfellum sem gerð er undantekning frá reglunni.Með hliðsjón af reglum Reykjavíkurborgar um styrki og verklagsreglum menningar- og ferðamálaráðs sem ráðið hefur sett sér er ekki talið að aðstæður séu þess eðlis hvað Götulist á Jónsmessunótt varðar að víka eigi frá meginreglunni um að sótt sé um slíka styrki fyrir 1. október ár hvert.

4. Lögð fram drög að þríhliða samningi milli mennta- og menningarmálaráðuneytis og Reykjavíkurborgar við Listahátíð í Reykjavík sem frestað var á 178. fundi 10. desember sl. Frestað.
Fundi slitið kl. 17.00
Einar Örn Benediktsson

Eva Baldursdóttir Marta Guðjónsdóttir
Áslaug Friðriksdóttir