No translated content text
Menningar- og ferðamálaráð
Reykjavíkurborgar
Ár 2012, mánudaginn 26. nóvember var haldinn 177. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.40. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Margrét Kristín Blöndal, Eva Baldursdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Áslaug Friðriksdóttir og Davíð Stefánsson. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Berglind Ólafsdóttir, Signý Pálsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram 9 mánaða staða Menningar- og ferðamálasviðs ásamt greinargerð, skorkorti, yfirliti yfir almenn innkaup frá júlí til september á Menningar- og ferðamálasviði yfir 1.000.000.-, yfirliti yfir listaverkakaup Listasafns Reykjavíkur 1. janúar til 30. september og embættisafgreiðslum borgarminjavarðar 1. júlí – 30. september. Trúnaðarmál. (RMF012060006)
2. Skipan dómnefndar Tómasar Guðmundssonar 2013 – frestað frá 176. fundi. Samþykkt að dómnefndina skipi Davíð Stefánsson og verði formaður, Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir og Sigurbjörg Þrastardóttir tilnefnd af Rithöfundasambandi Íslands. (RMF11100006)
3. Skipan stjórnar Kjarvalsstofu í París 2013 – 2015. Lagðar fram reglur um afnot listamanna af Kjarvalsstofu – staðfestar í borgarráði 10. mars 1987 og yfirliti yfir skipaðar stjórnir frá 2003. Samþykkt að leggja til við borgarráð að af hálfu Reykjavíkurborgar sitji Stefán Jónsson og Steinunn Sigurðardóttir í stjórn Kjarvalsstofu. Mennta- og menningarmálaráðuneyti tilefnir einn fulltrúa. (RMF12110005)
- Kl. 14.11 kom Gaukur Úlfarsson á fundinn og Margrét Kristín Blöndal vék af fundi.
- Kl. 14.21 kom Stefán Benediktsson á fundinn.
4. Sif Gunnarsdóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu kynnti helstu þætti í starfsemi Höfuðborgarstofu 2012 og Jólaborgina 2012.
5. Guðný Gerður Gunnarsdóttir borgarminjavörður kynnti ný lög um söfn og menningarminjar sem taka gildi 1. janúar 2013. (RMF12060009)
- Kl. 15.15 vék Eva Baldursdóttir af fundi.
6. Guðný Gerður Gunnarsdóttir borgarminjavörður sagði frá áætlunum Eignasjóðs um að gera upp og taka í notkun hús í Nauthólsvík sem teljast til herminja. Lagður fram tölvupóstur borgarminjavarðar frá 31. október 2012 og minnisblað borgarminjavarðar dags. 7. júní 2010 sem lagt var fyrir menningar- og ferðamálaráð á 124. fundi 1. júní 2010. Borgarminjaverði falið að leita upplýsinga hjá Eignasjóði um hvaða hugmyndir eru uppi um notkun húsanna. (RMF10060005)
7. Næsti fundur menningar- og ferðamálaráðs er 10. desember nk. á hefðbundnum fundartíma. Aukafundur er 17. desember kl. 16.
Fundi slitið kl. 15.25
Einar Örn Benediktsson
Gaukur Úlfarsson Eva Baldursdóttir
Stefán Benediktsson Marta Guðjónsdóttir
Áslaug Friðriksdóttir Davíð Stefánsson