Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Reykjavíkurborgar

Ár 2012, mánudaginn 10. september var haldinn 172. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.36. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Gaukur Úlfarsson, Eva Baldursdóttir, Stefán Benediktsson, Marta Guðjónsdóttir og Áslaug Friðriksdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Hrafnhildur Sigurðardóttir og Kolbrún Halldórsdóttir. Áheyrnarfulltrúi SAF: Þórir Garðarsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind Ólafsdóttir, Signý Pálsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:
1. Pálína Magnúsdóttir sem tók við starfi borgarbókavarðar 1. september sl. kom á fundinn og kynnti sig. (RMF12050002)

2. Lögð fram skilagrein starfshóps um rekstur og þjónustu almenningsbókasafna og skólasafna í Reykjavík frá september 2012. Erla Kristín Jónasdóttir safnstjóri og Guðrún Edda Bentsdóttir Skóla- og frístundasviði kynntu. (RMF11060008)

- kl. 14.30 vék Gaukur Úlfarsson af fundi.

3. Kristín R. Vilhjálmsdóttir verkefnastjóri kynnti fjölmenningarstarf Borgarbókasafns Reykjavíkur. (RMF06110013)

4. Lögð fram tillaga að nýjum verklagsreglum um styrki menningar- og ferðamálaráðs og áherslur ráðsins 2013. Frestað. Samþykkt að óska eftir að BÍL tilnefni í 15 einstaklinga sem ráðið mun velja úr fimm ráðgefandi aðila yfir styrkumsóknir 2013. (RMF0606009)

5. Lagt fram minnisblað frá Höfuðborgarstofu um lögverndun i-merkisins og rekstur upplýsingamiðstöðva dags. 6. september 2012. Sif Gunnarsdóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu kynnti. Samþykkt að fá ferðamálastjóra á næsta fund.

6. Lögð fram að nýju tillaga safnstjóra Listasafns Reykjavíkur dags. 13. júní 2012

að nýrri staðsetningu fyrir Svörtu keiluna – minnisvarða um borgaralega óhlýðni eftir Santiago Sierra á hellulögðu torgi á horni Kirkjustrætis og Thorvaldsenstrætis. Jafnframt lagt fram afrit af bréfi forsætisnefndar Alþingis dags. 3. september 2012 til borgarstjóra um tillöguna þar sem forsætisnefnd segist ekki geta fallið á hana og óskar eftir að verkið verði fjarlægt fyrir þingsetningu 11. september 2012. Fram kom að orðið hafi verið við þeirri ósk nefndarinnar. Samþykkt með þremur atkvæðum að leggja til við borgarráð að samþykkja tillögu safnstjóra Listasafns Reykjavíkur dags. 13. júní 2012, tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins voru móti. (RMF12030001)

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Fyrir liggur að forsætisnefnd Alþingis fellst ekki á tillögur um staðsetningu Svörtu keilunnar og fer fram á það að listaverkið skuli fjarlægt af Austurvelli. Ráðið samþykkti tvívegis að fá umsögn Alþingis um staðsetningu verksins sem hefur nú í annað sinn mótmælt henni harðlega. Sýndarsamráðið sem meirihlutinn er orðinn þekktur fyrir virðist því orðin pólitísk stefna hans. Ljóst er að mikið ósætti ríkir um staðsetningu verksins og því telja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í ráðinu að falla eigi frá öllum hugmyndum um að koma verkinu fyrir við Austurvöll.

7. Lögð fram tillaga um að stjórn Vetrarhátíðar 2013

skipi Sif Gunnarsdóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu, Kristín R. Vilhjálmsdóttir verkefnastjóri, Menningar- og ferðamálasviði, Pálmi Freyr Randversson sérfræðingur, Umhverfis- og samgöngusviði, Ingi Thor Jónsson verkefnastjóri viðburða, skrifstofu borgarstjóra og Logi Sigurfinnsson forstöðumaður Laugardalslaugar, Íþrótta- og tómstundasviði. Samþykkt. (RMF12090001)

8. Lagðar fram 13 umsóknir um skyndistyrki sem skilað var 1. september 2012 ásamt yfirliti. (RMF11120008)
Fundi slitið kl. 15.30

Einar Örn Benediktsson
Eva Baldursdóttir Stefán Benediktsson
Marta Guðjónsdóttir Áslaug Friðriksdóttir