No translated content text
Menningar- og ferðamálaráð
Ár 2011, mánudaginn 3. október, var haldinn 152. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti – Vesturgata 1 og hófst hann kl. 13.18. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Harpa Elísa Þórsdóttir, Eva Baldursdóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Áslaug Friðriksdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Starfs- og fjárhagsáætlun 2012. Lögð fram tillaga borgarráðs dags. 20. september 2011 um rammaúthlutun og forsendur fjárhagsáætlunar 2012 dags. 19. september 2011. Sviðsstjóri kynnti áherslur og drög að forsendum, forgangsröðun og tímaáætlun Menningar- og ferðamálasviðs fyrir starfs- og fjárhagsáætlun 2012.
Samþykkt að sviðsstjóra Menningar- og ferðamálasviðs verði falið að koma með tillögu að skiptingu ramma sviðsins ásamt drögum að starfs- og fjárhagsætlun 2012 sem lögð verður fram á næsta fundi ráðsins.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í menningar- og ferðamálaráði telja að þau gögn sem liggja fyrir og tengjast ramma sviðsins og þær forsendur sem byggt er á séu óljósar. Strax er ljóst að enn vantar talsvert fjármagn inn í tillögu borgarstjóra ef markmiðið að ,,rammaúthlutun gerir ráð fyrir óbreyttum fjárhagsramma frá árinu 2011#GL og skilaboðin eru í besta falli óskýr. Nú fer í hönd mikil vinna sviða sem felur í sér að greina hagræðingu eða gjaldskrárhækkanir með afar óskýrum forsendum sem hefði vel verið hægt að vinna miklu betur og gera um leið næstu verkefni markvissari.
Fundi slitið kl. 14.53
Einar Örn Benediktsson
Harpa Elísa Þórsdóttir Eva Baldursdóttir
Kristín Soffía Jónsdóttir Áslaug Friðriksdóttir
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Davíð Stefánsson