Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2012, mánudaginn 26. mars, var haldinn 164. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherbergi ráðsins Vesturgötu 1 og hófst hann kl. 13.10. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Harpa Elísa Þórsdóttir, Eva Baldursdóttir, Stefán Benediktsson, Áslaug Friðriksdóttir og Jón Karl Ólafsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind Ólafsdóttir, Signý Pálsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Óskar Dýrmundur Ólafsson hverfisstjóri Breiðholts kynnti tilraunaverkefni um bætta þjónustu í Breiðholti.

2. Lagt fram ársuppgjör Menningar- og ferðamálasviðs 2011 ásamt greinargerð, skorkorti og innkaupayfirliti október – desember ásamt yfirliti yfir listaverkainnkaup Listasafns Reykjavíkur 2011 og embættisafgreiðslum borgarminjavarðar október - desember 2011.

- kl. 14.00 kom Kolbrún Halldórsdóttir á fundinn.
Menningar- og ferðamálaráð óskaði bókað:
Menningar- og ferðamálaráð þakkar stjórnendum og starfsmönnum sviðsins fyrir vel unnin störf á liðnu ári sem endurspeglast í glæsilegu ársuppgjöri sviðsins.

3. Lagt fram minnisblað verkefnastjóra dags. 23. mars 2012 um framvindu og næstu skref hjá Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO.

4. Lagt fram að nýju erindi dags. 23. febrúar 2012 frá Orra Frey Finnbogasyni og Þorsteini Davíðssyni um að efla metnaðarfulla götulist með aðgerðaráætlun, aðstöðu og kennslu sem frestað var á 163. fundi.
Vísað til meðferðar formanns og sviðsstjóra.

5. Lagðir fram umræðupunktar frá Bandalagi íslenskra listamanna BÍL vegna samráðsfundar BÍL og borgarstjóra sem haldinn verður í Höfða 29. mars 2012.

6. Samþykkt að formaður fari til London á Tech City London ráðstefnu um nýsköpun og fjárfestingar 28. – 29. mars 2012.

Fundi slitið kl. 14.50

Einar Örn Benediktsson
Harpa Elísa Þórsdóttir Stefán Benediktsson
Eva Baldursdóttir Áslaug Friðriksdóttir
Jón Karl Ólafsson