Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2012, mánudaginn 27. febrúar, var haldinn 161. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherbergi ráðsins Vesturgötu 1 og hófst hann kl. 13.11. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Harpa Elísa Þórsdóttir, Eva Baldursdóttir, Áslaug Friðriksdóttir og Davíð Stefánsson. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagðar fram að nýju til afgreiðslu 39 umsóknir um skyndistyrki auk tveggja umsókna sem bárust sviðinu ekki í styrkjaferli v. 2012.
Samþykkt að styrkja eftirfarandi verkefni: Félag íslenskra samtímaljósmyndara v. Ljósmyndadaga í Reykjavík kr. 300.000, Félag um leikvallaskýli kr. 200.000, Kvikmyndafélag Íslands v. Stuttmyndadaga í Reykjavík 2012 kr. 300.000, Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir – Lay Low kr. 300.000 og Töfralampinn v. kvikmyndafræðslu fyrir börn og unglinga kr. 350.000.

- kl. 13.16 mætti Magnús Þór Gylfason á fundinn.

2. Endurskoðun Menningarstefnu Reykjavíkurborgar 2009 – 2012.
Samþykkt að skipa stýrihóp um endurskoðun stefnunnar og aðgerðaáætlun. Í stýrihópnum sitji Einar Örn Benediktsson formaður, Stefán Benediktsson, Davíð Stefánsson, Signý Pálsdóttir og Svanhildur Konráðsdóttir.

3. Umræður um áætlun 2013, forgangsröðun og áherslur.

4. Lögð fram drög að auglýsingu á rekstri í Iðnó auk lýsingar fyrir bjóðendur 2012. Samþykkt.

5. Lögð fram hugmynd úr flokknum menningarmál af vefnum Betri Reykjavík dags. 31. janúar 2012 um að Kjarvalsstaðir verði öflug menningarmiðstöð með lengdum opnunartíma og frekari viðburðum á kvöldin. °
Afgreiðsla ráðs:
Hér er góð hugmynd á ferðinni, sem vissulega ber að skoða. Hugmyndir um að útvíkka hlutverk Kjarvalsstaða og efla starfsemi hússins með fjölbreytilegri dagskrá á kvöldin er í fullkomnu samræmi við stefnu Listasafns Reykjavíkur, sem býður upp á um 100 viðburði á ári. Því miður hefur safnið þurft að skera kvölddagskrá sína mikið niður vegna kostnaðar og því eru flestir viðburðirnir á reglulegum opnunartíma safnsins. Þó má benda á að frá janúar–apríl 2012 eru fernir kvöldtónleikar á dagskrá á Kjarvalsstöðum.
Að skipuleggja menningarviðburði sem slíka útheimtir bæði undirbúning og kostnað. Eins og staðan er í dag er ekki er hægt að bæta meiri vinnu á verkefnastjóra viðburðadagskrár safnsins og því þyrfti að ráða aðstoðarmann í hlutastarf. Safnið þyrfti minnst einn starfsmann í gæslu og æskilegt væri að hafa alla vega annan sýningarsalinn opinn, sem krefðist annars gæslumanns, auk kostnaðar við laun til listamanna, kynningarmál o.s.frv. Ætla má að árlegur kostnaður yrði á bilinu kr. 6 - 7.5 milljónir. Því miður er þetta ekki inni á áætlun Listasafns Reykjavíkur fyrir árið 2012.

- kl. 14.35 vék Eva Baldursdóttir af fundi.

6. Lögð fram hugmynd úr flokknum ferðamál af vefnum Betri Reykjavík dags. 31. janúar 2012 um að byggja matsölustað í Hljómskálagarðinum eða miðbænum sem býður ferðamönnum að kynnast sögu okkar, mat og menningu.
Afgreiðsla ráðs:
Gildandi deiliskipulag fyrir Hljómskálagarð gerir ekki ráð fyrir uppbyggingu af þessum toga þótt oft hafi verið ræddar hugmyndir um kaffihús sem myndi bæta þjónustu við gesti garðsins. Aðili sem hefur áhuga á að reisa og reka matsölustað getur sótt um lóð hjá Skipulags- og byggingarsviði og síðar rekstrarleyfi fyrir veitingastað hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu.

Fundi slitið kl. 14.57

Einar Örn Benediktsson

Áslaug Friðriksdóttir Harpa Elísa Þórsdóttir
Magnús Þór Gylfason Davíð Stefánsson