Menningar- og ferðamálaráð
Ár 2011, mánudaginn 29. ágúst, var haldinn 149. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Borgarleikhúsinu og hófst hann kl. 13.15. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Harpa Elísa Þórsdóttir, Stefán Benediktsson, Ósk Vilhjálmsdóttir og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Hrafnhildur Sigurðardóttir og Kolbrún Halldórsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri kynnti komandi starfsár og rekstur leikhússins.
- Kl. 13:27 kom Áslaug Friðriksdóttir á fundinn.
- Kl. 13:56 kom Davíð Stefánsson á fundinn.
2. Lögð fram skýrsla verkefnastjóra viðburða dags. 26. ágúst 2011 um framkvæmd Menningarnætur 2011 sem Sif Gunnarsdóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu kynnti. (RMF11010022)
- Kl. 14:50 vék Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir af fundi.
3. Bókmenntaborgin Reykjavík. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra dags. 26. ágúst 2011 um upphaf fyrsta bókmenntaársins í Reykjavík og samstarf við bókmenntahátíð. Auk þess lagt fram fréttabréf skapandi borga UNESCO júlí 2011 og upplýsingaskjal um netverk skapandi borga UNESCO. Kristín Viðarsdóttir og Úlfhildur Dagsdóttir verkefnastjórar kynntu fyrstu tillögur að bókmenntamerkingum í borginni. (RMF11080008)
- Kl. 15:03 viku Kolbrún Halldórsdóttir og Ósk Vilhjálmsdóttir af fundi.
4. Lagt fram erindi safnstjóra Listasafns Reykjavíkur dags. 26. ágúst 2011 um tilnefningu Shauna Laurel Jones í innkaupanefnd Listasafns Reykjavíkur stað Margrétar Elísabetar Ólafsdóttur. Auk þess lögð fram umsögn sviðsstjóra dags. 29. ágúst 2011. Samþykkt. (RMF11080018)
5. Breytingar á þjónustu Borgarbókasafns Reykjavíkur. Lagt fram minnisblað Erlu Kristínar Jónasdóttur safnstjóra dags. 12. ágúst 2011 um breyttan afgreiðslutíma í Borgarbókasafni frá 1. september 2011. Auk þess lagt fram minnisblað Erlu Kristínar dags. 17. ágúst 2011 um nýja lagabreytingu við lög um almenningsbókasöfn er tekur til gjaldtöku safnanna. (RMF11080016) (RMF11010014)
Fundi slitið kl. 15.09
Einar Örn Benediktsson
Harpa Elísa Þórsdóttir Stefán Benediktsson
Áslaug Friðriksdóttir Davíð Stefánsson