No translated content text
Menningar- og ferðamálaráð
Ár 2011, mánudaginn 14. nóvember, var haldinn 154. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti – Vesturgötu 1 og hófst hann kl. 13.15. Viðstaddir: Stefán Benediktsson varaformaður, Harpa Elísa Þórsdóttir, Eva Baldursdóttir, Áslaug Friðriksdóttir og Davíð Stefánsson. Áheyrnarfulltrúi SAF: Þórir Garðarsson. Af hálfu starfsmanna: Signý Pálsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram að nýju til umsagnar tillaga Húsafriðunarnefndar til mennta- og menningarmálaráðuneytis um friðun innra byrðis Gunnarshúss að Dyngjuvegi 8. Ráðið tekur undir tillögu nefndarinnar um friðun innra byrðis en leggur til að við þessa setningu í bókun nefndarinnar: ,,Stefnt skal að því að færa þá hluti sem breytt hefur verið, til upprunalegt horfs“ verði bætt, ,,eftir því sem við verði komið vegna notkunar hússins.“ (RMF11030006)
2. Skipan 3ja manna dómnefndar um Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2012. Lagður fram tölvupóstur dags. 27. október 2011 frá framkvæmdastjóra Rithöfundasambands Íslands þar sem fram kemur að Ingibjörg Haraldsdóttir verði fulltrúi RSÍ í dómnefnd. Lögð fram sú tillaga að Davíð Stefánsson og Bragi Ólafsson verði áfram fulltrúar menningar- og ferðamálaráðs. Samþykkt. (RMF11100006)
3. Lögð fram drög að samningi um þjónustu í Viðey. Trúnaðarmál. Samþykkt. (RMF11010021)
4. Lögð fram sem trúnaðarmál viðbótargögn dags. 4. nóvember vegna erindis Kára Sturlusonar um tónlistarviðburð á Klambratúni sumarið 2012. Jafnframt lagður fram tölvupóstur frá íbúa í nágrenni Klambratúns dags. 16. september sl. Samþykkt að vísa erindinu til Umhverfis- og samgöngusviðs að höfðu samráði við umsækjanda. (RMF11080007)
5. Lögð fram að nýju til kynningar drög að starfs- og fjárhagsáætlun 2012 sem lögð voru fyrir borgarráð 12. nóvember sl. (RMF11080003)
6. Lögð fram til kynningar áfangaskýrsla starfshóps um samtarf/samlegð almennings- og skólabókasafna frá október 2011. (RMF11060008)
7. Skrifstofustjóri skrifstofu Menningar- og ferðamálasviðs kynnti samráðsvefinn Betri Reykjavík og hugmyndir um verklag við meðferð erinda frá vefnum. (RMF11110001)
- Kl. 14:50 vék Davíð Stefánsson af fundi.
8. Betri Reykjavík – Setja upp aðstöðu fyrir unga vegglistamenn. Lögð fram hugmynd úr flokknum menning og listir á Betri Reykjavík dags. 31. október 2011 um hvernig hægt er að ná til ungra krotara með því að bjóða þeim vinnustofur þar sem reyndir vegglistamenn kenna réttu handtökin, uppfræða þá um kostnað við hreinsun veggjakrots, útvega aðstöðu þar sem slíkt athæfi væri leyfilegt og fá þá til samstarfs um að mála og lagfæra skemmdir vegna veggjakrots. Frestað. (RMF11110001)
9. Betri Reykjavík – Matarmarkað á hafnarbakkann. Lögð fram hugmynd úr flokknum menning og listir á Betri Reykjavík dags. 31. október 2011 um matarmarkað í Brim húsinu að hafnarbakkanum sem tengjast myndi útimarkaði frá Kolaportinu á sumrin. Frestað. (RMF11110001)
10. Betri Reykjavík – Endurvekja Laugaveg sem verslunargötu með ferðamenn í huga. Lögð fram hugmynd úr flokknum ferðamál á Betri Reykjavík dags. 31. október 2011 um að endurvekja Laugaveg sem verslunargötu með hágæða verslun og þjónustu með ferðamenn í huga. Frestað. (RMF11110001)
11. Betri Reykjavík – Bjóðum hljómsveitum að troða upp á Lækjartorgi á laugardögum. Lögð fram hugmynd úr flokknum menning og listir á Betri Reykjavík dags. 31. október 2011 um að gera Lækjartorg skemmtilegt og vistlegt með því að bjóða hljómsveitum að troða upp á Lækjartorgi á laugardögum. Frestað. (RMF11110001)
12. Lagt fram þakkarbréf frá Sambandi íslenskra myndlistarmanna dags. 7. nóvember 2011 vegna Hafnarstrætis 16. (RMF11060002)
Fundi slitið kl. 16.12
Stefán Benediktsson
Eva Baldursdóttir Harpa Elísa Þórsdóttir
Áslaug Friðriksdóttir