No translated content text
Menningar- og ferðamálaráð
Ár 2014, mánudaginn 26. maí var haldinn 214. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13:43. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Diljá Ámundadóttir, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Áslaug María Friðriksdóttir og Davíð Stefánsson. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Erla Þórarinsdóttir. Áheyrnarfulltrúi SAF: Þórir Garðarsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Hafþór Yngvason safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, Sigrún Hrólfsdóttir og Eirún Sigurðardóttir úr Gjörningaklúbbnum kynntu tillögu að nafni á höggmyndagarði sem helgaður er formæðrum íslenskar höggmyndalistar í Hljómskálagarðinum. Trúnaðarmál fram að opnun garðsins 19. júní 2014. Frestað frá 213. fundi. (RMF131000059)
2. Lagt fram sem trúnaðarmál þriggja mánaða uppgjör Menningar- og ferðamálasviðs ásamt fylgiskjölum.
3. Lögð fram styrkumsókn Einherja víkingafélags Reykjavíkur dags. 13. janúar 2014 vegna Ingólfshátíðar árin 2014-2018 ásamt umsögn forstöðumanns Höfuðborgarstofu dags. 17. febrúar 2014. Samþykkt að veita Einherjum styrk að fjárhæð 300.000 kr vegna Ingólfshátíðar 2014. (RMF14010016)
- Kl. 14:08 taka Kristín Soffía Jónsdóttir og Guðni Rúnar Jónasson sæti á fundinum.
4. Guðbrandur Benediktsson verðandi safnstjóri kynnti stöðu á undirbúningi og stofnun nýs sameinaðs borgarsafns sem tekur til starfa 1. júní 2014. (RMF13120009)
5. Einar Bárðarson forstöðumaður Höfuðborgarstofu kynnti tillögu að nýju vörumerki fyrir Reykjavík sem áfangastað. Trúnaðarmál. (RM14050009)
6. Ræddar aðgerðir í Menningarstefnu 2014. (RMF13050006)
7. Lögð fram greinargerð um Barnamenningarhátíð 2014. (RMF13090014)
8. Erindi frá Eggerti Þór Bernharðssyni. Ósk um styrk vegna ljósmynda í útgáfu bókar um Reykjavík. (RMF14010016) Frestað.
9. Fundur menningarmálanefnda Norðurlandanna í Kaupmannahöfn 2014 2.-4. júní. Enginn kjörinn fulltrúi fer á fundinn. (RMF14020003)
10. Lögð fram hugmynd af samráðsvefnum Betri Reykjavík dags. 31. mars 2014 úr flokknum menning og listir Lúðrasveit fyrir unglinga í menntaskóla. (RMF14010002)
Afgreiðsla menningar- og ferðamálaráðs:
Grunnskólar í Reykjavík eru reknir af Reykjavíkurborg. Framhaldsskólastigið tilheyrir hins vegar ríkinu, svo leita mætti til mennta- og menningarráðuneytisins um svör. Stuðningur Reykjavíkurborgar við lúðrasveitir er tvíþættur. Í fyrsta lagi rekur Reykjavíkurborg fjórar skólahljómsveitir. Þær starfa í Vesturbæ - Miðbæ, Austurbæ, Árbæ - Breiðholti og Grafarvogi. Meginmarkmið skólahljómsveitanna er að jafna tækifæri nemenda til tónlistarnáms og stuðla að hæfni þeirra til að flytja og skapa tónlist, svo og að njóta hennar. Á fimmta hundrað nemenda stunda nám í skólahljómsveitunum og koma þeir á hverjum vetri fram við fjölmörg tækifæri sem tengjast skólastarfinu og viðburðum í þeirra hverfum. Skólahljómsveitirnar eru á verksviði Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Í öðru lagi hefur hefur menningar- og ferðamálaráð styrkt þrjár lúðrasveitir um árabil: Lúðrasveit verkalýðsins, Lúðrasveit Reykjavíkur og Lúðrasveitina Svan. Innan þessara sveita eru hljóðfæraleikarar á framhaldsskólaaldri og fara margir úr skólalúðrasveitunum yfir í þessar þrjár. Styrkirnir eru veittir á grundvelli umsókna um styrki sem Reykjavíkurborg auglýsir að hausti ár hvert vegna komandi starfsárs. Vart verður annað séð en að þeir sem hafi áhuga á að stofna sérstaka lúðrasveit við menntaskólana í Reykjavík geti gert það að eigin frumkvæði eins og önnur listafélög sem stofnuð hafa verið og blómstra í skólunum.
Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í menningar- og ferðamálaráði:
Mikilvægt er að menningar- og ferðamálaráð standi vörð um tónlistarnám í borginni. Svo virðist hins vegar meirihlutinn í borginni ekki gera. Samkvæmt upplýsingum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins er Reykjavík eina sveitarfélagið sem lagt hefur þann skilning í samkomulag ríkis og sveitarfélaga um eflingu tónlistarnáms sem undirritað var árið 2011 að með því hafi ríkið tekið á sig ábyrgð á tónlistarnámi nemenda í mið- og framhaldsnámi í söng og framhaldsnámi í hljóðfæraleik. Einnig að Reykjavíkurborg sé líka eina sveitarfélagið sem hætti að greiða tónlistarskólum kennslukostnað fyrir þennan hluta námsins. Í lögum er kveðið á um skyldu sveitarfélaga til fjárhagslegs stuðning við tónlistarskóla og þau lög hafa engum breytingum tekið frá því 2011. Aukinn stuðningur ríkisins átti fyrst og fremst að koma til móts við það að borgin hætti að greiða fyrir nemendur annarra sveitarfélaga haustið 2003 en ekki til móts við annan kostnað sem borginni ber að greiða.
Menningar- og ferðamálaráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Menningar og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar mótmælir enn án ný minnkun griðasvæðis hvala í Faxaflóa og minnir á að gríðarmiklir hagsmunir íslenskrar ferðaþjónustu eru að veði. Hvalaskoðun er mikilvæg fyrir ferðaþjónustu höfuðborgarinnar og er í samræmi við Ferðamálastefnu Reykjavíkur 2011-2020. Fulltrúar ráðsins skora á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að endurskoða ákvörðun stjórnvalda um stækkun griðasvæðis sem samþykkt var á haustdögum 2011.
Fundi slitið kl. 15:45
Einar Örn Benediktsson m.e.h
Diljá Ámundadóttir m.e.h Kristín Soffía Jónsdóttir m.e.h
Guðni Rúnar Jónasson m.e.h Áslaug María Friðriksdóttir m.e.h
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir m.e.h Davíð Stefánsson m.e.h