No translated content text
Menningar- og ferðamálaráð
Reykjavíkurborgar
Ár 2011, mánudaginn 12. september, var haldinn 150. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Hörpu og hófst hann kl. 13:07. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Harpa Elísa Þórsdóttir, Stefán Benediktsson, Eva Baldursdóttir, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Áslaug Friðriksdóttir. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Hrafnhildur Sigurðardóttir. Af hálfu starfsmanna: Signý Pálsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Sigurður Nordal framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands kynnti starfsemi hljómsveitarinnar, komandi starfsár og rekstur. Auk þess sátu fundinn undir þessum lið Margrét Kristín Blöndal fulltrúi Reykjavíkurborgar í stjórn Sinfóníunnar, Margrét Ragnarsdóttir markaðsstjóri Sinfóníunnar og Arna Kristín Einarsdóttir tónlistarstjóri Sinfóníunnar.
2. Lagðar fram 23 umsóknir um skyndistyrki til afgreiðslu á fundi menningar- og ferðamálaráðs 26. september n.k. ásamt yfirlitum og umsögnum sem trúnaðarmál. Samþykkt að vísa umsókn Tónskáldafélags Íslands vegna Norrænna músíkdaga til borgarráðs. (RMF11010001)
- Kl. 14:12 kom Kolbrún Halldórsdóttir á fundinn.
- Lagt fram minnisblað forstöðumanns Höfuðborgarstofu dags. 5. september þar sem óskað er eftir leyfi til að skila inn um umsókn Höfuðborgarstofu til IFEA um að verða Festival City. Sif Gunnarsdóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu kom á fundinn. (RMF111090004)
Samþykkt.
3. Lagt fram erindi Kára Sturlusonar dags. 10. ágúst 2011 um afnot af Klambratúni sumarið 2012 vegna tónlistarviðburðar. Auk þess lögð fram umsögn forstöðumanns Höfuðborgarstofu dags. 7. september 2011. Forstöðumanni Höfuðborgarstofu falið að afla frekari upplýsinga um viðburðinn áður en afstaða verður tekin til málsins. (RMF11080007)
4. Lagt fram erindi Ernst Backman dags. 1. september 2011 um Sögusafn Reykjavíkur í Öskjuhlíð. Erindinu er vísað til skipulagsráðs. (RMF11090002)
5. Lagðar fram gildandi verklagsreglur um fagráð og faghóp um úthlutun styrkja og samninga menningar- og ferðamálaráðs samþykktar á fundi ráðsins dags. 13. desember 2010. Auk þess lagðar fram gildandi verklagsreglur um skyndistyrki árið 2011 samþykktar á sama fundi. Samþykktar voru eftirtaldar sérstakar áherslur vegna styrkveitinga ráðsins 2012: Auk helstu áherslupunkta í menningarstefnu Reykjavíkurborgar hefur menningar- og ferðamálaráð sérstaklega í huga:
• Reykjavík sem bókmenntaborg – borg orðsins
• Börn og menningaruppeldi
• Samstarf eininga/stofnana/listgreina/listamanna að nýsköpunarverkefnum
• Fjölmenningarleg verkefni (RMF06060009)
6. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að viðræður verði hafnar um sameiningu eða samstarf Ljósmyndasafns Íslands og Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Málið sé rýnt út frá fjárhagslegum og faglegum ávinningi og minnisblað um málið liggi fyrir í lok októbermánaðar.
Frestað.
Fundi slitið kl. 15:08
Einar Örn Benediktsson
Harpa Elísa Þórsdóttir Stefán Benediktsson
Eva Baldursdóttir Áslaug Friðriksdóttir
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir