Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2011, mánudaginn 15. ágúst, var haldinn 148. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1 og hófst hann kl. 13.10. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Eva Baldursdóttir, Stefán Benediktsson og Þór Steinarsson. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Hrafnhildur Sigurðardóttir og Kolbrún Halldórsdóttir. Áheyrnarfulltrúi SAF: Þórir Garðarsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram 6 mánaða uppgjör Menningar- og ferðamálasviðs ásamt greinargerð, skorkorti Menningar- og ferðamálasviðs, yfirliti yfir innkaup á Menningar- og ferðamálasviði yfir 1 milljón á tímabilinu apríl - júní, yfirliti yfir listaverkainnkaup Listasafns Reykjavíkur á tímabilinu janúar - júní og embættisafgreiðslum borgarminjavarðar á tímabilinu apríl - júní. (RMF11080004)

2. Starfs- og fjárhagsáætlun 2012. Lagt fram minnisblað fjármálaskrifstofu dags. 9. ágúst 2011 um undirbúning fjárhagsáætlunar 2012 og fimm ára áætlunar 2012 – 2016. Auk þess lagðar fram leikreglur fjárhagsáætlunar 2012 dags. 5. júlí 2011 frá fjármálaskrifstofu samþykktar í borgarráði 7. júlí 2011. Auk þess lagt fram yfirlit yfir skuldbindingar Menningar- og ferðamálasviðs vegna fjárhagsáætlunar 2012 – 2016, sem fjallað var um og forgangsraðað. Trúnaðarmál. Samþykkt að halda starfsdag ráðsins 22. ágúst kl. 12– 17 á Kjarvalsstöðum. (RMF11080003)

3. Auður Rán Þorgeirsdóttir verkefnastjóri viðburða hjá Höfuðborgarstofu kynnti dagskrá Menningarnætur 2011 sem haldin verður 20. ágúst n.k. (RMF11010022)

- Kl. 14:00 kom Harpa Elísa Þórsdóttir á fundinn.

- Kl. 14:19 kom Jarþrúður Ásmundsdóttir á fundinn.

4. Bókmenntaborg UNESCO. Lagt fram bréf frá UNESCO dags. 2. ágúst 2011 þar sem fram kemur að Reykjavíkurborg hafi verið valin bókmenntaborg UNESCO. Auk þess lagt fram minnisblað sviðsstjóra um sama efni lagt fyrir borgarráð 11. ágúst 2011 og samþykkt borgarráðs dags. 11. ágúst 2011 um þátttöku Reykjavíkurborgar í kynningarviðburði í Frankfurt. Formaður menningar- og ferðamálaráðs og sviðsstjóri munu taka þátt í kynningunni.
Menningar- og ferðamálaráð óskaði bókað:
Menningar- og ferðamálaráð þakkar stýrihópi og verkefnisstjórum sem unnu að gerð umsóknar Reykjavíkurborgar um að gerast bókmenntaborg UNESCO kærlega fyrir vel unnin störf.
(RMF09040012)

5. Staðan í samningagerð um þjónustu í Viðey. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra rekstrar og fjármála þar sem greint var frá samningsferli og helstu niðurstöðum. Samþykkt að fela skrifstofu Menningar- og ferðamálasviðs að ljúka samningum á þeim forsendum sem tilgreindar eru í minnisblaði. Samningurinn kemur aftur til formlegrar afgreiðslu ráðsins. (RMF11010021)

- Kl. 14:47 vék Jarþrúður Ásmundsdóttir af fundi.

6. Drög að lokaskýrslu verkefnisins Inspired by Iceland lögð fram til kynningar. Umræða um áframhaldandi samstarf í markaðssetningu ferðaþjónustu utan háannar – verkefnið Ísland allt árið – sem er í undirbúningi og önnur verkefni sem unnið er að í tengslum við ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar. (RMF10050001)

Fundi slitið kl. 15.00

Einar Örn Benediktsson
Harpa Elísa Þórsdóttir Eva Baldursdóttir
Þór Steinarsson Stefán Benediktsson