Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2011, mánudaginn 20. júní, var haldinn 147. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1 og hófst hann kl. 13.08. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Eva Benediktsdóttir, Harpa Elísa Þórsdóttir, Áslaug Friðriksdóttir og Þór Steinarsson. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Hrafnhildur Sigurðardóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Skýrsla um endurgerð Aðalbjargar RE 5. Guðbrandur Benediktsson frá Minjasafni Reykjavíkur kynnti. Frestað. (RMF08110009)

- Kl. 13.26 kom Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir á fundinn.

2. Skrifstofustjóri menningarmála kynnti yfirlit frá Menningar- og ferðamálasviði til starfshóps um Börnin í borginni frá maí 2011. Jafnframt var kynnt framhald á samstarfi fjögurra sviða um barnamenningu. (RMF08110002)

3. Málefni Iðnó og framhald rekstrar. Menningar- og ferðamálaráð felur sviðsstjóra að framlengja samning tímabundið við núverandi rekstaraðila og jafnframt að hefja undirbúning að auglýsingu vegna framtíðarstarfsemi í Iðnó. (RMF05100009)

- Kl. 14.04 kom Kolbrún Halldórsdóttir á fundinn.

4. Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttir verkefnisstjóri barnamenningar kynnti samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, UNICEF og Umboðsmanns barna um Stjórnlög unga fólksins og skýrslu um niðurstöður þings ungmennaráða um stjórnarskrána sem haldið var í Iðnó 16. apríl s.l.

5. Lagt fram til kynningar minnisblað sviðsstjóra dags. 20. júní 2011 með óskalista Menningar- og ferðamálasviðs vegna 3-5 ára áætlunar um stofnframkvæmdir.

6. Skipan starfshóps Menningar- og ferðamálasviðs og Menntasviðs um samstarf/samlegð skólabókasafna og almenningsbókasafna.
Lögð fram svohljóðandi tillaga:
Lagt er til að settur verði á fót starfshópur tveggja sviða, Menntasviðs og Menningar- og ferðamálasviðs. Hlutverk starfshópsins verði að finna og útfæra tækifæri til samstarfs og/eða samrekstrar skólabókasafna og Borgarbókasafns Reykjavíkur með það að markmiði að leita aukinnar hagræðingar og bættrar þjónustu við skólanemendur og aðra borgarbúa. Sviðsstjórar beggja sviða verði ábyrgðarmenn hópsins en Borgarbókasafn Reykjavíkur og Menntasvið tilnefni tvo fulltrúa hvor.
Jafnframt lögð fram drög að erindisbréfi vinnuhópsins.
Samþykkt.

7. Lögð fram til kynningar ályktun aðalfundar Sambands íslenskra myndlistarmanna dags. 1. júní 2011 um uppsögn á húsnæði sambandsins að Hafnarstræti 16. (RMF11060002)

8. Lögð fram til kynningar vefgreiningaryfirlit frá stofnunum Menningar- og ferðamálasviðs.

Fundi slitið kl. 15.01

Einar Örn Benediktsson
Harpa Elísa Þórsdóttir Eva Benediktsdóttir
Áslaug Friðriksdóttir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
Þór Steinarsson