Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Reykjavíkurborgar

Ár 2011, mánudaginn 24. janúar, var haldinn 138. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1 og hófst hann kl. 13:11. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson, Harpa Elísa Þórsdóttir, Eva Baldursdóttir, Stefán Benediktsson, Jón Karl Ólafsson, Þór Steinarsson og Áslaug Friðriksdóttir. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir. Áheyrnarfulltrúi SAF: Þórir Garðarsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Eftirlit með framkvæmd styrktra verkefna 2010. Lögð fram til kynningar greinargerð verkefnisstjóra á skrifstofu menningarmála. 87 greinargerðir af 91 töldust fullnægjandi, en ekki varð af framkvæmd fjögurra styrkta verkefna. Þurfa því viðkomandi styrkhafar að endurgreiða styrkina, samtals að upphæð 1.650.000 kr. RMF10100007

2. Lagðar voru fram að nýju tillögur faghóps að styrkveitingum menningar- og ferðamálaráðs árið 2011 ásamt greinargerð.

Eftirtaldar tillögur voru samþykktar:

Tónlistarhópurinn Caput verði útnefndur Tónlistarhópur Reykjavíkur og hljóti 2 m. kr. styrk.

Aðrir styrkir:
5 m.kr. Heilmili kvikmyndanna – Bíó Paradís
4.4 m.kr. Nýlistasafnið.
2.5 m.kr. Norrænir músíkdagar.
2.2 m.kr. Möguleikhúsið.
2 m.kr. Vesturport/Evrópa kvikmyndir.
1.8 m.kr. Jazzhátíð í Reykjavík.
1.7 m.kr. Nýsköpunarsjóður tónlistar – Musica Nova.
1.5 m.kr. Havarí, Kammersveit Reykjavíkur, Kling og Bang gallerí, Listasafn Sigurjóns Ólafssonar og Stórsveit Reykjavíkur.
1.4 m.kr. Lókal leiklistarhátíð.
1.2 m.kr Reykjavík Dance Festival.
1 m.kr. Gallerí Ágúst, Shalala ehf.
800 þús. kr. Tónskáldafélag Íslands vegna Myrkra músíkdaga.
700 þús. kr. Myndhöggvarafélagið í Reykjavík, Óperartic félagið, Pars Pro Toto, Sveinbjörg Þórhallsdóttir og Steinunn Ketilsdóttir.
500 þús. kr. Blúshátíð í Reykjavík, Ég og vinir mínir, Herbergi 408, List án landamæra, Múlinn – Jazzklúbbur, Stuttmyndahátíðin Ljósvakaljóð.
400 þús. kr. Camerartica, Elektra Ensemble, Hljómsveitin Jagúar, Innipúki tónlistarhátíð, Íslensk grafík, Íslenska hreyfiþróunarsamsteypan, Kammermúsíkklúbburinn, Kviss búmm bang, Lab Loki, Listasafn ASÍ, Listvinafélag Hallgrímskirkju, Lúðrasveit Reykjavíkur, Lúðrasveitin Svanur, Menningarfélagið, Reykjavík Fashion Festival, Sviðslistahópurinn 16 elskendur, Tangófélagið, Aldrei óstelandi.
350 þús. kr. Voces Thules.
300 þús. kr. Halaleikhópurinn, Hugleikur, Íslenski sönglistahópurinn, Kvikmyndafélag Íslands/ Stuttmyndadagar, Listafélag Langholtskirkju, Lífsmynd kvikmyndagerð, Nordic Affect, PBB ehf, Samúel Jón Samúelsson, Tónleikasyrpan 15:15, Tinna Þorsteinsdóttir, Vala Ómarsdóttir.
250 þús. kr. Handverk og hönnun.
200 þús. kr. Art Centrum, Félag íslenskra tónlistarmanna, Kammerhópurinn Adapter, Raflistafélag Íslands, Samband íslenskra myndlistarmanna, S.L.Á.T.U.R, Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, Útúrdúr/Þrívídd, Froskur útgáfa.
150 þús. kr. Blikandi stjörnur, Hnúkaþeyr, IBBY á Íslandi, Vox Feminae kvennakór.
100 þús. kr. Annað svið, Balladon ehf, Gamlir fóstbræður, Kórskóli Langholtskirkju, Leikfélagið Snúður og Snælda, Restingmind Concerts, Stúlknakór Reykjavíkur, Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Þórunn Elín Pétursdóttir, Nýlókórinn, Blásarasveit Reykjavíkur.

Að auki var samþykkt að Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar hljóti 500.000 kr. styrk.
Samtals voru þá samþykktir 85 styrkir að heildarupphæð kr. 55.7 m.kr.

3. Samþykkt var svohljóðandi tillaga að framlagi ráðsins til samstarfssamninga árið 2011:

Main Course v. Food and Fun kr. 900.000
Alþjóðleg kvikmyndahátíð - RIFF kr. 7.500.000
Útón v. Iceland Airwaves kr. 6.000.000
Íslensk tónverkamiðstöð kr. 1.000.000
Samtals kr. 15.400.000

4. Lögð var fram til kynningar samþykkt borgarráðs þ. 13. janúar 2011 um að fólk sem nýtur fjárhagsaðstoðar frá Reykjavíkurborg fái áframhaldandi endurgjaldslausan aðgang að sundstöðum borgarinnar og frítt bókasafnskort út árið 2011. RMF11010019

5. Lagt var fram til kynningar erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga til mennta- og menningarráðuneytisins dags. 12. janúar 2011 þar sem sambandið fer þess á leit við ráðuneytið að það beiti sér fyrir lagabreytingu til að eyða vafa um gjaldtökuheimild í gildandi lögum um almenningsbókasöfn. Frumvarpsdrög verði unni fljótt og vel þannig að leggja megi málið fyrir yfirstandandi löggjafaþing með samþykkt ráðherra og ríkisstjórnar. RMF11010014

6. Forstöðumaður Höfuðborgarstofu kynnti Safnanótt 2011 sem verður haldin þ. 11. febrúar n.k. Hún lagði jafnframt til að heitið Vetrarhátíð í Reykjavík yrði aftur tekið upp þó umfang hennar hafi minnkað. Hlutar Vetrarhátíðar 2011 yrðu þá Safnanótt á föstudegi, Heimsdagur barna á laugardegi og Kærleikar á sunnudegi. Samþykkt. RMF11010020

7. Drög að samningi Höfuðborgarstofu og Og fjarskipta ehf um flugeldasýningu á Menningarnótt árin 2011, 2012 og 2013 lögð fram og samþykkt.

Sjálfstæðismenn lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Menningar- og ferðamálaráð leggur til að skoðað verði hvernig og eftir hvaða leiðum einkaaðilar geti komið að menningarviðburðum eða verkefnum.
Frestað. RMF11010022

8. Sviðsstjóri kynnti samningsmarkmið og drög að lágmarkskröfum vegna þjónustukaupa tengdum Viðey. Samþykkt og vísað til borgarráðs með ósk um heimild til að gera samning til allt að 5 ára. RMF11010021

9. Lagt var fram til kynningar bréf Orkuveitu Reykjavíkur dags. 16.12. 2010 um hagræðingaraðgerðir í rekstri OR sem tengjast menningar- og ferðamálum. RMF10120011

10. Lagt var fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur dags. 14. 01. 2010 þar sem óskað er eftir viðræðum við Reykjavíkurborg um hvernig rekstri minjasafns orkuveitunnar verði best fyrirkomið og þá með aðkomu Reykjavíkurborgar.

Borgarminjaverði og sviðsstjóra er falið að ræða við Orkuveitu Reykjavíkur um samstarfið og annað sem snýr að menningar- og ferðamálum.

Fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs lagði fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi VG á fundi menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar lýsir vonbrigðum yfir þeirri afstöðu sem fram kemur í bréfi Orkuveitu Reykjavíkur til Menningar- og ferðamálasviðs dags. 14. jan. 2011. Þar segir að Orkuveitan telji ,,að það sér ekki hlutverk sitt að eiga og reka minjasafn”. Minnt er á að ákvörðunin um að hefja kerfisbundna söfnun sögulegra minja var tekin af stjórn Rafmagnsveitu Reykjavíkur árið 1969 og formlegur safnrekstur hófst á núverandi stað árið 1990. Allan þennan tíma hefur stjórn Rafmagnsveitunnar (og síðar Orkuveitunnar) talið það á sínu verksviði að standa vörð um sína eigin sögulegu arfleifð. Þáttur ýmissa fyrirtækja og stofnana er stór í tækni-, félags- og menningarsögu þjóðarinnar. Fyrirtæki sem vilja bera samfélagslega ábyrgð verða að vera meðvituð um ábyrgð sína í þessu efni. Það eru því vonbrigði ef núverandi stjórn fyrirtækisins hefur ákveðið að hverfa frá fyrri stefnu og væri fróðlegt að heyra rökstuðning hennar fyrir því. Á sama hátt voru það vonbrigði þegar Orkuveitan ákvað sl. haust að hætta að líta á það sem hlutverk sitt að styðja við raungreinakennslu barna og unglinga með því að hætta rekstri Rafheima. Góð sátt hafði fram að þessu verið um þá starfsemi meðal allra stjórnmálaafla í borginni og má í því sambandi minna á stefnuskrá Samfylkingarinnar fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar, þar sem sérstaklega var tiltekið í kaflanum um menntamál að hvetja skyldi stofnanir og fyrirtæki til að koma upp fræðslustarfsemi í anda Rafheima.
Vilji stjórn Orkuveitunnar ekki endurskoða afstöðu sína, liggur hins vegar beint við að leita leiða til að bjarga þeim sögu- og menningarverðmætum sem á minjasafninu liggja. Í því sambandi telur Vinstrihreyfingin-grænt framboð rétt að horfa til þess fordæmis sem sett var þegar Síminn hætti rekstri fjarskiptasafns síns fyrir nokkrum misserum. Við þá yfirfærslu lét Síminn af hendi sjálft safnhúsið vestur á Melum, að undangengnum gagngerum endurbótum og viðhaldi. Að auki gerði fyrirtækið rekstrarsamning við Þjóðminjasafnið til nokkurra ára sem fól í sér fjárframlög og veitti myndarlega aðstoð við skráningarvinnu. Er Orkuveitan eindregið hvött til að horfa til þessarar fyrirmyndar, treysti fyrirtækið sér ekki sjálft til að standa undir samfélagslegri ábyrgð sinni á þessu sviði.

Fulltrúi Samfylkingar lagði fram svohljóðandi bókun:
Í framhaldi af tveimur bréfum sem bárust Menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar, annars vegar þann 16. desember 2010 um hagræðingaraðgerðir í rekstri tengdum menningar- og ferðamálum og hins vegar 14. janúar 2011 um mögulegt samstarf um rekstur Minjasafns Orkuveitu Reykjavíkur, óskar ráðið eftir því að Orkuveitan kynni með frekari hætti afstöðu sína til menningarmála og aðkomu sína að þeim á komandi rekstrarárum. Sérstaklega er óskað eftir afstöðu Orkuveitunnar, um hvort ákvörðun um slíkan niðurskurð til menningarmála, sem raun ber vitni, sé tekin til framtíðar. Slíkar upplýsingar eru nauðsynlegar svo að ráðið geti tekið afstöðu til áðurnefndra mála. Þess er óskað að samskipti sviðsins og Orkuveitunnar, verði á forræði og með milligöngu sviðstjóra. RMF10120011

11. Lagt var fram til umsagnar erindi borgarráðs til menningar- og ferðamálaráðs um fornleifar í miðborg Reykjavíkur. Ráðið samþykkti svohljóðandi umsögn:
Borgarráð hefur óskað umsagnar menningar- og ferðamálaráðs um Stefnumörkun um fornleifarannsóknir og miðlun fornleifa í miðbæ Reykjavíkur, sem unnin var af vinnuhópi mennta- og menningarmálaráðherra. Þar er lagt til að bæjarstæði hins forna Reykjavíkurbæjar, þar sem er að finna minjar um elstu byggð í landinu, verði skilgreint sem eitt rannsóknarsvæði og að komið verði á verði á þriggja manna stjórn ásamt fagráði sem vinni að því að efla fornleifarannsóknir og miðlun um forleifar í miðborginni. Fornleifarannsóknir sem þegar hafa farið fram þar hafa leitt í ljós merkar minjar um fyrstu byggð í borginni. Menningar- og ferðamálaráð tekur undir þau megin sjónarmið sem koma fram í stefnumörkuninni. Reykjavíkurborg hefur staðið fyrir fornleifarannsóknum í miðborginni og gerð sýningar um landnám í Reykjavík. Fornleifauppgröftur sem staðið hefur undanfarin ár á lóðum Alþingis hefur aukið við þekkingu um upphaf byggðar í borginni. Það er brýnt að Alþingi ljúki rannsóknum á lóðum sínum og að stefnt verði að því að þar verði einnig sýning sem geri sögu elstu byggðar í Reykjavík enn frekari skil. Slíkt minjasvæði í miðborg Reykjavíkur getur orðið sterkt aðdráttarafl jafnt fyrir borgarbúa sem gesti þeirra og myndi efla það mikla menningarstarf sem þegar er í miðborginni. Í Stefnumörkun um fornleifarannsóknir og miðlun fornleifa í miðbæ Reykjavíkur er lagt til að komið verði á samstarfsvettvangi ríkis, borgar og Alþingis til að vinna að því að efla fornleifarannsóknir og miðlun um fornleifar í miðborginni. Menningar- og ferðamálaráð mælir með því að Reykjavíkurborg taki þátt í því að koma á fót stjórn og fagráði fyrir fornleifarannsóknir í miðborginni, í samræmi við þau markmið sem lýst er í stefnumörkuninni. Með því að taka þátt í því mun Reykjavíkurborg hafa tækifæri til að móta með hvaða hætti verður staðið að frekari rannsóknum og miðlun um sögu elstu byggðar í Reykjavík án þess að því fylgi einhverjar frekari skuldbindingar en þegar er kveðið á um í lögum er snerta fornleifavernd. RMF10120007.

12. Lagt var fram boðsbréf frá Tórshavnar kommuna dags. 14. janúar 2011 um ráðstefnu menningarmálanefnda höfuðborga Norðurlanda sem haldin verður í Þórshöfn 24-27 maí 2011. Samþykkt að meirihluti og minnihluti myndu senda sinn fulltrúa hvor á ráðstefnuna, ásamt skrifstofustjóra menningarmála. RMF0950002.

13. Sviðsstjóri kynnti framhald verkefnisins Inspired by Iceland hjá Íslandsstofu.
Frestað.

Fundi slitið kl. 14:56

Einar Örn Benediktsson
Harpa Elísa Þórsdóttir Eva Baldursdóttir
Stefán Benediktsson Jón Karl Ólafsson
Þór Steinarsson Áslaug Friðriksdóttir