Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ

Ár 2010, mánudaginn 25. október, var haldinn 131. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1 og hófst hann kl. 13.09. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Eva Baldursdóttir, Harpa Elísa Þórsdóttir, Stefán Benediktsson, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Áslaug Friðriksdóttir og Davíð Stefánsson. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind Ólafsdóttir, Signý Pálsdóttir og Hildur Sif Arnardóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Svanhildur Konráðsdóttir sviðsstjóri kynnti fjárhagsramma Menningar- og ferðamálasviðs 2011. Trúnaðarmál.

2. Lagður fram breyttur samstarfssamningur við Menningarfélagið Tjarnarbíó um rekstur ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt með fyrirvara um samþykkt borgarráðs. (RMF06010003)

3. Skipun dómnefndar fyrir Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2011. Frestað á 130. fundi.
Samþykkt að skipa Davíð Stefánsson formann og Braga Ólafsson auk Ingibjargar Haraldsdóttur sem tilnefnd er af Rithöfundasambandi Íslands. (RMF10100002)

4. Lagt fram minnisblað verkefnastjóra Viðeyjar dags. 18. þ.m. vegna ályktunar Viðeyingafélagsins dags. 29.08.sl. sem var frestað á 130. fundi 11. þ.m. Auk þess var lagt fram minnisblað Minjasafns Reykjavíkur dags. 12.08. sl. Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir verkefnastjóri Viðeyjar mætti á fundinn. (RMF08090007)

5. Lögð fram umsögn borgarminjavarðar vegna erindis Örlygs Hálfdánarsonar um örnefni í borgarlandinu dags. 22.8.2010 sem vísað var til borgarminjavarðar til umsagnar á 130. fundi 11. þ.m.
Ráðið beinir þeim tilmælum til skipulagsráðs að það endurskoði skipun í nafnanefnd síðan 2001og óskar jafnframt eftir því að fulltrúi frá Minjasafni Reykjavíkur taki sæti í nefndinni. (RMF10080013).

6. Skipun fimm aðila úr fimmtán tilnefningum sem BÍL lagði fram á 130. fundi 11. þ.m. í faghóp um styrki menningar- og ferðamálaráðs árið 2011, skv. verklagsreglum ráðsins
Lagt til að eftirtaldir skipi faghópinn: Eirún Sigurðardóttir, myndlistarkona, Gunnar Hrafnsson, tónlistarmaður, Hrafnhildur Hagalín, leikskáld, Ragnar Bragason, leikstjóri, Sólrún Sumarliðadóttir, menningarfræðingur og tónlistarmaður.
Samþykkt.

7. Skipun þriggja fulltrúa í stjórn Ásmundarsafns, skv. samþykkt fyrir listasafn Reykjavíkur. Frestað.

Fundi slitið kl. 14.15

Einar Örn Benediktsson

Eva Baldursdóttir Harpa Elísa Þórsdóttir
Stefán Benediktsson Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
Áslaug Friðriksdóttir Davíð Stefánsson