Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ

Ár 2010, mánudaginn 9. ágúst, var haldinn 126. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1 og hófst hann kl. 13:08. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Harpa Þórsdóttir, Eva Baldursdóttir, Stefán Benediktsson, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Áslaug Friðriksdóttir. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Hildur Sif Arnardóttir sem ritaði fundargerð. Auk þess sat fundinn Hugleikur Dagsson.

Þetta gerðist:

1. Berglind Ólafsdóttir skrifstofustjóri fjármála- og rekstrar og Svanhildur Konráðsdóttir sviðsstjóri kynntu fimm mánaða stöðu rekstrar Menningar- og ferðamálasviðs.

2. Lögð fram samþykkt borgarráðs frá 20. maí sl.um tímasetningar og verklag vegna starfs- og fjárhagsáætlanagerðar 2011. (RMF10080005)

3. Sif Gunnarsdóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu og Ómar Einarsson sviðsstjóri ÍTR og formaður verkefnastjórnar Menningarnætur kynntu Menningarnótt 21. ágúst 2010.

- Kl. 13.30 mætti Davíð Stefánsson á fundinn.

4. Lögð fram tillaga úr borgarráði frá 24. júní sl. um að fela menningar- og ferðamálaráði í samvinnu við mannréttindaskrifstofu að hefja undirbúning að kvennakvöldi í Reykjavík. Í ljósi annars undirbúnings sem þegar er farinn af stað í tilefni kvennafrídagsins telur menningar- og ferðamálaráð að ekki sé ástæða til að ráðið standi fyrir sérstöku kvennakvöldi að sinni. (RMF10060017)

5. Lagðar fram siðareglur fyrir kjörna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg auk reglna um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum borgarfulltrúa og trúnaðarstörfum utan borgarstjórnar dags. 29. október 2009. Fyrrnefndar reglur voru undirritaðar af þeim fulltrúum sem ekki höfðu gert það áður. (RMF09100016)

6. Formaður lagði til að Stefán Benediktsson yrði kjörinn varaformaður ráðsins. Samþykkt.

7. Lögð fram drög dags. 12. júlí sl. að samningi um rekstur Tjarnarbíós. Drögin voru samþykkt með breytingum. (RMF06010003)

8. Lögð fram skýrsla Arnfríðar Valdimarsdóttur „Menningar uppeldi“ dags. 1. júní sl. um afrakstur samstarfsverkefnis MOF, ÍTR og Mennta- og leikskólasviðs. Samþykkt var að vísa framhaldi á samstarfinu til starfs- og fjárhagsáætlunargerðar. (RMF09100011)

9. Lögð fram styrkumsókn Stefáns Inga Hermannssonar vegna prentunar nafnspjalda fyrir kynningu á heimasíðu fyrir erlenda ferðamenn um íslenskt handverk. Menningar- og ferðamálasvið sér sér ekki fært að verða við erindinu. (RMF09120005)

10. Lögð fram styrkumsókn Guðmundar Inga Þorvaldssonar fyrir Fimbulvetur ehf. til að flytja til landsins sýninguna/rannsóknarverkefnið Interjections (Upphrópanir). Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 100.000,- (RMF09120005)

11. Lögð fram styrkumsókn Myndlistarskólans í Reykjavík vegna tillagna að myndskreytingu á JL- húsið. Einnig var óskað eftir fulltrúa í dómnefnd. Samþykkt var að styrkja verkefnið um kr. 500.000,- Samþykkt að skipa Hugleik Dagsson í dómnefnd af hálfu Reykjavíkurborgar. (RMF09120005)

12. Lögð fram styrkumsókn Samtaka um Danshús til að opna danshús og vinnustofur að Skúlagötu 28. Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 1.000.000,- (RMF09120005)

13. Lögð fram styrkumsókn Kristjáns Frímanns Kristjánssonar f.h. Hljómplötuklúbbsins Íslensk ónlist vegna viðburðar 23. ágúst 2010 sem haldinn verður í tilefni þess að hundrað ár eru liðin frá útkomu fyrstu íslensku hljómplötunnar. Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 150.000,- (RMF09120005)

14. Lögð fram styrkumsókn SÍM vegna Dags myndlistar 2010. Frestað. (RMF09120005)

15. Lögð fram styrkumsókn Völu Þórsdóttur og Agniesku Nowak vegna útgáfu barnabókar ÞANKAGANGA á íslensku og pólsku. Frestað. (RMF09120005)

16. Lögð fram styrkumsókn FESTISVALL um listsýningu í Hjartargarðinum á Menningarnótt 21. ágúst 2010. Verkefnið nýtur þegar stuðnings Menningarnætur. (RMF09120005)

Fundi slitið kl. 14:54

Einar Örn Benediktsson
Harpa Þórsdóttir Eva Baldursdóttir
Stefán Benediktsson Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
Áslaug Friðriksdóttir Davíð Stefánsson