Menningar- og ferðamálaráð
MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ
Ár 2010, mánudaginn 28. júní, var haldinn 125. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn á Kjarvalsstöðum og hófst hann kl. 13.05. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Harpa Elísa Þórsdóttir, Eva Baldursdóttir, Stefán Benediktsson, Jón Karl Ólafsson og Davíð Stefánsson. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Hildur Sif Arnardóttir sem ritaði fundargerð. Að auki eftirtaldir varafulltrúar menningar- og ferðamálaráðs: Gaukur Úlfarsson, Höskuldur Sæmundsson, Hildur Hjörvar, Jarþrúður Ásmundsdóttir og Þór Steinarsson. Gestir fundarins: Guðbrandur Benediktsson deildarstjóri Minjasafns Reykjavíkur, Sif Gunnarsdóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu, Guðrún Dís Jónatansdóttir framkvæmdastjóri Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs, Erla Kristín Jónasdóttir safnstjóri aðalsafns Borgarbókasafns, María Karen Sigurðardóttir safnstjóri Ljósmyndasafns Reykjavíkur, Hafþór Yngvarsson safnstjóri Listasafns Reykjavíkur og Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir verkefnastjóri Viðeyjar.
Þetta gerðist:
1. Einar Örn Benediktsson formaður menningar- og ferðamálaráðs kynnti nýskipað ráð skv. bréfi skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 16. júní sl. þar sem tilkynnt er að á fundi borgarstjórnar 15. júní þ.m. hafi eftirtaldir aðilar verið kosnir í menningar- og ferðamálaráð til fjögurra ára: Einar Örn Benediktsson formaður, Harpa Elísa Þórsdóttir, Eva Baldursdóttir, Stefán Benediktsson, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Áslaug María Friðriksdóttir og Davíð Stefánsson. Til vara: Gaukur Úlfarsson, Hugleikur Dagsson, Höskuldur Sæmundsson, Hildur Hjörvar, Jón Karl Ólafsson, Jarþrúður Ásmundsdóttir og Þór Steinarsson.
2. Kynning á starfsemi Menningar- og ferðamálasviðs:
Svanhildur Konráðsdóttir sviðsstjóri kynnti skipulagningu, rekstur og helstu verkefni Menningar- og ferðamálasviðs.
Erla Kristín Jónasdóttir safnstjóri aðalsafns kynnti Borgarbókasafn Reykjavíkur.
Sif Gunnarsdóttir forstöðumaður kynnti Höfuðborgarstofu.
Hafþór Yngvason safnstjóri kynnti Listasafn Reykjavíkur.
María Karen Sigurðardóttir safnstjóri kynnti Ljósmyndasafn Reykjavíkur.
- kl 14.10 mætti Áslaug Friðriksdóttir á fundinn.
Guðrún Dís Jónatansdóttir framkvæmdastjóri kynnti Menningarmiðstöðina Gerðuberg.
Guðbrandur Benediktsson deildarstjóri kynnti Minjasafn Reykjavíkur.
Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir verkefnastjóri kynnti Viðey.
3. Lagt fram erindi Sigrúnar Guðjónsdóttur (Rúnu) myndlistarmanns og Gísla Halldórssonar arkitekts til Framkvæmda- og eignasviðs ódags. um að vegglistaverk þeirra verði sett upp á framhlið Laugardalshallar. Hafþór Yngvarsson kynnti fyrirhugaða staðsetningu.
Samþykkt. (RMF09110013).
4. Kristín Viðarsdóttir og Auður Rán Þorgeirsdóttir verkefnastjórar kynntu drög að umsókn Reykjavíkurborgar til UNESCO um að Reykjavík verði ein af bókmenntaborgum UNESCO.
Menningar- og ferðamálaráð óskaði bókað:
Menningar- og ferðamálaráð þakkar verkefnisstjórum og stýrihópi um umsókn Reykjavíkurborgar um titilinn Bókmenntaborg UNESCO fyrir einstaklega góða vinnu og fagnar þeirri vel unnu umsókn sem nú liggur fyrir. Íslenskar bókmenntir og Reykjavík sem höfuðborg Íslands hefur mikið fram að færa í alþjóðlegu samhengi og titillinn yrði sannarlega mikilvæg lyftistöng fyrir bókmenntalíf og bókmenntaást fólks á öllum aldri í Reykjavík. Í umsókninni er gert ráð fyrir að Reykjavíkurborg - í samstarfi við aðra lykilaðila - muni standa að eflingu bókmenningar í borginni m.a. með því að koma á fót miðstöð bókmenntanna, gera bókmenningu sýnilega í borginni, sinna alþjóðlegu samstarfi á vettvangi Creative Cities Network, og efla enn frekar lestrar- og bókmenntaháhuga grunnskólanemenda í borginni.
Menningar- og ferðamálaráð samþykkir umsóknina fyrir sína hönd og vísar henni til umfjöllunar borgarráðs. (RMF09040012).
5. Lögð fram tillaga borgarráðs dags. 16.06.2010 um að setja af stað þróunarverkefni til að hvetja til menningarstarfsemi á leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum. Veittur verði menningarfáni sem viðurkenning fyrir framúrskarandi árangur. Menningar- og ferðamálasviði er falin útfærsla á verkefninu.
Menningar- og ferðamálaráð lagði fram eftirfarandi tillögu:
Menningar- og ferðamálaráð skipar verkefnisstjórn til að útfæra tillögur um hvernig nota megi Menningarfána sem hvatningu til menningarstarfs í grunnskólum, leikskólum og á frístundaheimilum í Reykjavík. Fyrir hönd Menningar- og ferðamálasviðs eru skipuð Signý Pálsdóttir skrifstofustjóri menningarmála, Guðbrandur Benediktsson deildarstjóri á Minjasafni Reykjavíkur og Guðrún Dís Jónatansdóttir framkvæmdastjóri Gerðubergs.
Óskað er eftir tilnefningum um fulltrúa frá Menntasviði, Leikskólasviði, ÍTR og Bandalagi íslenskra listamanna.
Formaður verkefnisstjórnarinnar verður Signý Pálsdóttir.
Fræðslufulltrúar menningarstofnana Reykjavíkurborgar og listgreinakennarar í grunn- og leikskólum Reykjavíkur verða bakland verkefnisstjórnarinnar og henni til ráðgjafar.
Tillagan var samþykkt. (RMF10060010).
6. Lagt var fram erindi Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík dags. 26.06.2010 um höggmyndagarð við Nýlendugötu.
Erindinu var vísað áfram til skoðunar til sviðsstjóra Menningar- og ferðamálasviðs.
7. Tjarnarbíó. Lagt var fram minnisblað skrifstofustjóra menningarmála til menningar- og ferðamálaráðs dags. 24.06.2010 um endurgerð á Tjarnarbíói.
Menningar- og ferðamálaráð lagði fram eftirfarandi tillögu:
Menningar- og ferðamálaráð leggur ríka áherslu á að endurgerð Tjarnarbíós verði lokið sem allra fyrst þannig að ekki dragist lengur að hefja þá fjölbreyttu menningarstarfsemi, sem stendur til að reka í húsinu. Endurgerð þessa sögufræga húss hefur dregist úr hömlu á sama tíma og mikill fjöldi innlendra og erlendra listamanna bíður í ofvæni eftir að fá að nýta aðstöðuna til viðburða og hátíða á sviði leiklistar, tónlistar, kvikmynda, dans, ofl. Samkvæmt mati Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar þarf að veita 40 m.kr. til viðbótar á þessu ári til þess að ljúka megi framkvæmdinni við endurgerð hússins sem og að fjármagna lágmarks búnaðarkaup fyrir rekstur. Menningar- og ferðamálaráð telur að opnun og rekstur Tjarnarbíós feli bæði í sér atvinnusköpun á breiðum grunni og mikinn menningarauka fyrir Reykjavík. Menningar- og ferðamálaráð leggur því mikla áherslu á að borgarráð samþykki þá fjárveitingu sem þarf til að ljúka verkinu sem fyrst og koma húsinu í rekstur.
Tillagan var samþykkt.
8. Lagt var til að Gaukur Úlfarsson yrði skipaður fulltrúi Reykjavíkurborgar í sjóðsstjórn Reykjavík Loftbrúar.
Tillagan var samþykkt.
9. Lagt var til að eftirtaldir aðilar yrðu skipaði í stýrihóp um stefnumótun í ferðamálum: Einar Örn Benediktsson, Stefán Benediktsson, Áslaug Friðriksdóttir, Sif Gunnarsdóttir og Svanhildur Konráðsdóttir.
Tillagan var samþykkt.
10. Lagt var til að eftirtaldir aðilar yrðu skipaðir í starfshóp um menningarminjar í Grímsstaðarvör: Harpa Elísa Þórsdóttir, Eva Baldursdóttir og Kjartan Magnússon. Tillagan var samþykkt.
11. Formaður lagði til að reglulegir fundir ráðsins yrðu haldnir 2. og 4. mánudag hvers mánaðar kl. 13 – 15. Að auki verði undirbúningsfundir haldnir 1. og 3 mánudag hvers mánaðar á sama tíma og það nýmæli tekið upp að minnihluta ráðsins er boðið að taka þátt í þeim.
Tillagan var samþykkt.
12. Kolbrún Halldórsdóttir forseti Bandalags íslenskra listamanna (BÍL) lagði fram til kynningar minnisblað um endurnýjun samstarfssamnings milli Reykjavíkurborgar og Bandalags íslenskra listamanna er lagt var fram á samráðsfundi BÍL og borgarstjóra þann 12. maí s.l. er Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, og Kolbrún Halldórsdóttir undirrituðu samstarfssamning til þriggja ára.
Fundi slitið kl. 16.25
Einar Örn Benediktsson
Harpa Elísa Þórsdóttir Eva Baldursdóttir
Stefán Benediktsson Jón Karl Ólafsson
Áslaug María Friðriksdóttir Davíð Stefánsson