Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2011, mánudaginn 28. mars, var haldinn 142. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1 og hófst hann kl. 13.10. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Hugleikur Dagsson, Eva Baldursdóttir, Stefán Benediktsson, Áslaug Friðriksdóttir og Davíð Stefánsson. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir. Áheyrnarfulltrúi SAF: Þórir Garðarsson. Af hálfu starfsmanna: Signý Pálsdóttir, Svanhildur Konráðsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram rekstraryfirlit Menningar- og ferðamálasviðs fyrir janúar 2011.

2. Forstöðumaður Höfuðborgarstofu kynnti drög að ferðamálastefnu Reykjavíkur 2011 - 2020 ásamt aðgerðaráætlun.
Samþykkt að senda drögin til umsagnaraðila.

3. Skrifstofustjóri menningarmála kynnti fyrirliggjandi drög að aðgerðaráætlun menningarstefnu Reykjavíkurborgar.
Frestað.

4. Lögð fram skilagrein forseta Bandalags íslenskra listamanna BÍL dags. 9. mars 2011 vegna ársins 2010 ásamt ályktunum framhaldsaðalfundar BÍL dags. 5. febrúar 2011. Samráðsfundur BÍL og borgarstjóra verður haldinn í Höfða þann 11. apríl 2011.

5. Lagt fram erindi borgarráðs dags. 17. mars 2011 um átaksverkefni, endurbætur og meiriháttar viðhald fasteigna borgarinnar 2011 þar sem borgarráð óskar eftir umsögn frá fagráðum.
Sviðsstjóra falið að gera umsögn í samræmi við umræður ráðsins.

6. Lagt fram erindi borgarráðs dags. 17. mars 2011 um reglur og samþykktarferli Framkvæmda- og eignasviðs vegna mannvirkjagerðar á vegum borgarinnar þar sem borgarráð óskar eftir umsögn frá fagráðum. Menningar- og ferðamálaráð fagnar nýjum reglum er skýra verkaskiptingu og bæta eftirlit auk þess að ýta undir ábyrgð, gegnsæi og kostnaðarvitund. Jafnframt minnir ráðið á þá áherslu sem menningarstefna Reykjavíkurborgar leggur á hlut listar í þróun borgarmyndarinnar er felur í sér aðkomu listamanna að mótun mannvirkja á vegum borgarinnar og í opinberu rými.

Fundi slitið kl. 15.03

Einar Örn Benediktsson
Hugleikur Dagsson Eva Baldursdóttir
Stefán Benediktsson Áslaug Friðriksdóttir
Davíð Stefánsson