Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2011, mánudaginn 14. mars, var haldinn 141. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1 og hófst hann kl. 13.10. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Eva Baldursdóttir, Hugleikur Dagsson, Hildur Hjörvar, Jón Karl Ólafsson og Davíð Stefánsson. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir. Áheyrnarfulltrúi SAF: Þórir Garðarsson. Af hálfu starfsmanna: Signý Pálsdóttir, Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram ársuppgjör Menningar- og ferðamálasviðs 2010 ásamt greinargerð skrifstofustjóra fjármála og rekstrar dags. 10. mars 2011. Auk þess lagt fram skorkort Menningar- og ferðamálasviðs 2010 og yfirlit yfir innkaup sviðsins 2010. Berglind Ólafsdóttir skrifstofustjóri fjármála og rekstrar kynnti.

- Kl. 13.14 kom Áslaug Friðriksdóttir á fundinn.

2. Gröndalshús – staðsetning og möguleg nýting. Ámundi Brynjólfsson Framkvæmda- og eignasviði, Guðný Gerður Gunnarsdóttir borgarminjavörður og Anna Torfadóttir borgarbókavörður komu á fundinn. Lagðar fram teikningar af Gröndalshúsi, bréf skipulagsstjóra dags. 18. febrúar 2011 um breytingu á deiliskipulagi Grjótaþorps og tillaga menningar- og ferðamálaráðs dags. 19. ágúst 2009 að breyttu eignarhaldi á Gröndalshúsi, frá Menningar- og ferðamálasviði til Framkvæmdasviðs. (RMF07030012)

3. Varðveislumat á Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8. Borgarminjaverði falið að vinna varðveislumat fyrir Gunnarshús. (RMF11030006)

4. Menningarnótt 2011. Sif Gunnarsdóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu kom á fundinn. Lagt fram minnisblað forstöðumanns Höfuðborgarstofu dags. 9. mars 2011 með tillögu að breyttu fyrirkomulagi á stjórn Menningarnætur. Lögð fram tillaga um að eftirfarandi skipi stjórn Menningarnætur 2011: Frá meirihluta menningar- og ferðamálaráðs Einar Örn Benediktsson formaður, frá minnihluta menningar- og ferðamálaráðs Áslaug Friðriksdóttir eða Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, frá hverfisráði miðborgar Óttarr Ólafur Proppé, frá Miðborginni okkar Jakob Frímann Magnússon og frá Menningar- og ferðamálasviði Sif Gunnarsdóttir.
Samþykkt. (RMF11010022)

5. Anna Kristinsdóttir mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar kynnti niðurstöður fjölmenningarþings Reykjavíkurborgar sem fram fór í nóvember 2010. Lögð fram niðurstöðuskýrsla þingsins.

6. Lögð fram bókun hverfisráðs Breiðholts dags. 28. febrúar 2011 um Bergin í Breiðholti.
(RMF10090009)

7. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur dags. 9. febrúar 2011 varðandi málefni Minjasafns Orkuveitunnar, Rafheima og gestamóttöku í Hellisheiðavirkjun. (RMF11010027)

Fundi slitið kl. 15.09

Einar Örn Benediktsson
Hugleikur Dagsson Eva Baldursdóttir
Hildur Hjörvar Áslaug Friðriksdóttir
Jón Karl Helgason Davíð Stefánsson