Menningar- og ferðamálaráð
Ár 2010, mánudaginn 22. nóvember, var haldinn 135. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1 og hófst hann kl. 13.10. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson, Harpa Elísa Þórsdóttir, Eva Baldursdóttir, Stefán Benediktsson, Davíð Stefánsson, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Áslaug Friðriksdóttir. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Hildur Sif Arnardóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Skipun í innkaupanefnd Listasafns Reykjavíkur frá 1. janúar 2011. Samþykkt að skipa Brynhildi Þorgeirsdóttur sem tilnefnd er af SÍM og Margréti Elísabetu Ólafsdóttur sem tilnefnd er af safnstjóra Listasafns Reykjavíkur Hafþórs Yngvasyni sem jafnframt situr í nefndinni.
2. Lagt fram að nýju minnisblað mannréttindaskrifstofu dags. 8.þ.m. um þátttöku Reykjavíkurborgar í ICORN, samtökum skjólborga fyrir rithöfunda frá 133. fundi 8. þ.m. Óskað er eftir að mannréttindaskrifstofa upplýsi Menningar- og ferðamálasvið um framvindu málsins. (RMF10090006).
3. Lögð fram ósk SÍM dags. 29.09.2010 um áframhaldandi 3ja ára samstarfssamning við Reykjavíkurborg um Mugg – tengslasjóð fyrir myndlistarmenn kr. 1.800.000 á ári. Frestað á 133. fundi 8. nóvember. Samþykkt með fyrirvara um samþykkta fjárhagsáætlun að veita styrk kr. 1.200.000 árið 2011, en ekki langtímasamning að sinni. (RFM05090006)
4. Lögð fram styrkumsókn Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík dags. 4.11.2010 til að halda opnunarhátíð í höggmyndagarði að Nýlendugötu. Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 50.000. (RMF090120005)
5. Lögð fram styrkumsókn Kammerkórs Suðurlands dags. 4.11.2010 vegna útgáfutónleika í Kristskirkju, Landakoti með kór einsöngvurum og hljómsveit, þar sem fluttur verður Heilagur draumur/ Iepo Oneipo ofl. eftir Sir John Tavener. Ráðið telur sér ekki fært að verða við styrkbeiðninni. (RMF090120005)
6. Lögð fram styrkumsókn Heimis Arnar Hólmarssonar ódags. vegna gerð kvikmyndar sem útskriftarverkefni úr Kvikmyndaskóla Íslands. Stefnt er að fá myndina sýnda á RIFF 2011. Ráðið telur sér ekki fært að verða við styrkbeiðninni. (RMF090120005)
7. Lögð fram styrkumsókn Mozarthópsins dags. 23.09.2010 vegna tónleika á fæðingardegi tónskáldsins. Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 350.000. (RMF09120005)
8. Lögð fram styrkumsókn Fókus, Félagi áhugaljósmyndara dags. 11.11.2010. til að fjármagna verkefni sem falla undir starfsemi félagsins og að bæta aðstöðu þess og myndasýninga. Ráðið telur sér ekki fært að verða við styrkbeiðninni.
9. Fulltrúar í Sjálfstæðisflokki lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í menningar- og ferðamálaráði leggja til að hafin verði vinna við að kortleggja þær breytingar sem framundan eru vegna aukningar á sölu kvikbóka, tónhlaða og rafbóka (m.a. Kindle, iPod og iPad) í heiminum. Þessar breytingar fela í sér allt öðru vísi nálgun Borgarbókasafns til lestrarhesta auk þess sem mikilvægt er að leigja og kynna ný tæki fyrir gestum með það að markmiði að draga úr aðstöðumun. Sama má segja um Höfuðborgarstofu sem kynna þarf Reykjavík fyrir ferðamönnum á öflugan hátt í gefnum forrit og ferðabækur. Að sama skapi geta tónhlöður og önnur tæki leitt gesti listasafna í gegnum sýningar, jafnvel í öðru landi. Í kortlagningunni er mikilvægt að meta þau fjölmörgu tækifæri sem eru til staðar fyrir menningu og ferðamál í Reykjavík, hvaða fjárfestingar eru nauðsynlegar og hvernig Menningar- og ferðamálasvið getur áfram verið framúrstefnulegt og spennandi með örlítið meiri tækniþekkingu.
Afgreiðslu frestað.
- Kl. 14.15 vék Áslaug Friðriksdóttir af fundi.
10. Guðný Gerður Gunnarsdóttir borgarminjavörður kynnti safnalög og siðareglur ICOM. Lagðar fram tillögur að breytingum á samþykktum Listasafns Reykjavíkur, Minjasafns Reykjavíkur og Ljósmyndasafns Reykjavíkur í kjölfar tilmæla Safnaráðs. Frestað. (RMF06060003)
Fundi slitið kl 14.48
Einar Örn Benediktsson
Harpa Elísa Þórsdóttir Eva Baldursdóttir
Stefán Benediktsson Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
Davíð Stefánsson