Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2010, mánudaginn 8. nóvember, var haldinn 133. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi og hófst hann kl. 13.15. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson, Harpa Elísa Þórsdóttir, Eva Baldursdóttir, Stefán Benediktsson, Davíð Stefánsson. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Hrafnhildur Sigurðardóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind Ólafsdóttir, Signý Pálsdóttir og Hildur Sif Arnardóttir ritaði fundargerðina.

Þetta gerðist:

1. Skipun þriggja fulltrúa í stjórn Ásmundarsafns. (RMF06120004)
Samþykkt var að skipa: Einar Örn Benediktsson, Harald Jónsson og Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur. Fjórða stjórnarmanninn tilnefna afkomendur Ásmundar Sveinssonar.

- Kl 13:30 mættu Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Áslaug Friðriksdóttir á fundinn.

2. Berglind Ólafsdóttir kynnti þjónustukaup tengd Viðey – fyrirkomulag 2011-2012.
Frestað.

3. Lagður fram listi yfir styrkumsóknir fyrir árið 2011. Alls bárust 215 umsóknir, umbeðin upphæð nam samtals tæpum 347 m.kr. (RMF10090014).

4. Breytingar á skipun tveggja fulltrúa í faghóp um styrki. Eftirtaldir verða í faghópnum: Lárus Ýmir Óskarsson kvikmyndaleikstjóri, Þóra Þórisdóttir myndlistarmaður, Hrafnhildur Hagalín leikskáld, Sólrún Sumarliðadóttir menningarfræðingur og tónlistarmaður og Gunnar Hrafnsson tónlistarmaður.
Samþykkt (RMF10090014).

5. Lagt fram erindi og greinargerð Björns Erlingssonar dags 22.10.2010 safnaðarfulltrúa og fulltrúa Grafarvogssóknar í byggingarnefnd menningar- og þjónustumiðstöðvar í Spöng til borgarráðs, velferðarráðs og menningar- og ferðamálaráðs.
Menningar- og ferðamálaráð lagði fram eftirfarandi bókun:
Menningar- og ferðamálaráð stendur við umsögn sína frá fundi 27.09.2010 vegna fyrirhugaðrar byggingar menningar- og þjónustumiðstöðvar í Spönginni. Ráðið lýsir jafnframt yfir fullum stuðningi við embættisfærslur sviðsins. (RMF07020011).

6. Guðrún Dís Jónatansdóttir framkvæmdastjóri Gerðubergs kynnti niðurstöður vinnuhóps um Bergin í Breiðholti. (RMF10090009).

7. Skipun í innkaupanefnd Listasafns Reykjavíkur frá 1. janúar 2011.
Frestað.

8. Lagt fram til kynningar minnisblað mannréttindaskrifstofu dags. 8.þ.m. um þátttöku Reykjavíkurborgar að ICORN, samtökum skjólborga fyrir rithöfunda. (RMF10090006).

9. Skipun fulltrúa Reykjavíkurborgar í menningarsjóðinn IMAGINE PEACE - REYKJAVÍK FUND.
Samþykkt var að skipa: Andra Snæ Magnason og Svanhildi Konráðsdóttur og. Yoko Ono skipar þriðja fulltrúann. (RMF10090010)

10. Lögð fram styrkumsókn Laufeyjar Sigurðardóttur fyrir Mozart-hópinn vegna tónleika á fæðingardegi tónskáldsins, kr. 500.000,-
Frestað.

Fundi slitið kl 15.00

Einar Örn Benediktsson
Harpa Elísa Þórsdóttir Eva Baldursdótti
Stefán Benediktsson Davíð Stefánsson
Áslaug Friðriksdóttir