No translated content text
Menningar- og ferðamálaráð
MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ
Ár 2010, mánudaginn 22. mars, var haldinn 120. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherbergi ráðsins í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1, 2. hæð og hófst hann kl. 14:21. Viðstaddir: Áslaug Friðriksdóttir, formaður, Sif Sigfúsdóttir, Ásgeir Ásgeirsson, Jakob Hrafnsson, Dofri Hermannsson, Guðrún Erla Geirsdóttir og Hermann Valsson. Áheyrnarfulltrúi F-lista: Gunnar Hjálmarsson. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Þuríður Sigurðardóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Kristín Viðarsdóttir og Auður Rán Þorgeirsdóttir verkefnastjórar kynntu stöðu verkefnisins Bókmenntaborgin Reykjavík. Anna Torfadóttir borgarbókavörður kom einnig á fundinn. Lögð fram samantekt verkefnastjóra verkefnisins og verkáætlun. Samþykkt. Tillaga þess efnis að gert verði átak í bókmenntamerkingum í borginni árið 2011 samþykkt. (RMF09040012)
2. Þorkell Jónsson formaður byggingarnefndar Þjónustu- og menningarmiðstöðvar í Spöng og Anna Torfadóttir borgarbókavörður kynntu teikningar og stöðu verkefnis um byggingu Þjónustu- og menningarmiðstöðvar í Spöng í Grafarvogi. Frestað. (RMF07020011)
- Kl. 15:19 vék Dofri Hermannsson af fundi.
3. Lagt fram yfirlit um atvinnuátaksverkefni 2009 og 2010 hjá Menningar- og ferðamálasviði. Frestað frá 119. fundi 8. mars 2010.
4. Fyrirspurn VG og Samfylkingar um Tjarnarbíó sem lögð var fram á 119. fundi 8. mars 2010. Frestað.
5. Lagt fram yfirlit yfir listaverkakaup Listasafns Reykjavíkur 2009 sundurliðað eftir kynjum. Einnig samskonar yfirlit frá 2007 og 2008 áður lögð fram á 82. fundi 25. september 2008. (RMF06080013)
6. Lögð fram umsókn forsvarsmanna Víkingahátíðar Reykjavík ódags. um leyfi til að halda Víkingahátíð á Miklatúni sumarið 2011. Umsóknin var framsend frá borgarráði dags. 7. janúar 2010 til menningar- og ferðamálaráðs og umhverfis- og samgönguráðs. Jafnframt lögð fram ný umsögn forstöðumanns Höfuðborgarstofu dags. 19. mars 2010. Umsögn forstöðumanns Höfuðborgarstofu samþykkt. Óskað er eftir að menningar- og ferðamálaráði verði haldið upplýstu um framgang verkefnisins. (RMF10010003)
7. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga Ólafs F. Magnússonar sem lögð var fram á 119. fundi 8. mars 2010:
Menningar- og ferðamálaráð lýsir stuðningi við tillögu Ólafs F. Magnússonar frá árinu 2009 um að Fríkirkjuvegi 11 verði skilað aftur til borgarbúa án endurgjalds, með það að markmiði að húsið verði gert að barnamenningarhúsi.
Fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks lögðu fram svohljóðandi frávísunartillögu:
Í ljósi þess að borgarstjórn hefur þegar vísað frá tillögu Ólafs F. Magnússonar um að eigendur Fríkirkjuvegar 11 skili aftur til borgarinnar húseigninni og lóðarréttindum án endurgjalds sbr. 4. lið fundargerðar borgarstjórnar 19. maí 2009 er fyrirliggjandi tillögu Ólafs F. Magnússonar vísað frá.
Samþykkt með 5 atkvæðum, fulltrúi VG sat hjá.
8. Fulltrúi VG lagði fram svohljóðandi tillögu:
Vinstri græn leggja til að atvinnulausir og þeir sem njóta fjárhagsaðstoðar í Reykjavík fái bókasafnsskírteini sér að kostnaðarlausu. Lagt er til að skírteinin gildi í 6 mánuði í senn. Lagt er til að það fé sem þarf til að mæta þessari auknu þjónustu komi úr sameiginlegum sjóð borgarinnar, liðnum ófyrirséð o9205.
Tillögunni fylgdi greinargerð. Frestað.
9. Þuríði Sigurðardóttur áheyrnarfulltrúa BÍL þakkað samstarfið í menningar- og ferðamálaráði en hún gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn SÍM á síðasta aðalfundi félagsins.
Fundi slitið kl. 16:00
Áslaug Friðriksdóttir
Sif Sigfúsdóttir Jakob Hrafnsson
Hermann Valsson Guðrún Erla Geirsdóttir
Ásgeir Ásgeirsson