Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ

Ár 2010, mánudaginn 11. október, var haldinn 130. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1 og hófst hann kl. 13.00. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Eva Baldursdóttir, Stefán Benediktsson, Jón Karl Ólafsson, Áslaug Friðriksdóttir og Davíð Stefánsson. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttirog Signý Pálsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Kynning Skúla Gautasonar verkefnastjóra Höfuðborgarstofu á greinargerð um Menningarnótt 2010. Frestað á fundi 27. september sl.
Menningar- og ferðamálaráð óskaði bókað:
MOF þakkar verkefnastjórn Menningarnætur og starfsfólki Höfuðborgarstofu fyrir afar vel unnin störf og fagnar sérstaklega því framtaki að takmarka bílaumferð um miðbæinn, enda kom vilji borgarbúa vel í ljós með mikilli notkun þeirra á ókeypis strætisvagnaferðum. Það er mat MOF að með þessu hafi verið stigið heillavænlegt skref til að gera Menningarnótt enn skemmtilegri, umhverfisvænni og fjölskylduvænni.

2. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 7. okt. s.l. með samþykkt og bókun borgarráðs varðandi stofnun menningarsjóðsins Imagine Peace Reykjavík ses. Sviðsstjóri kynnti skipulagsskrá sjóðsins.

3. Skipun dómnefndar fyrir Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2011.
Frestað.

4. Lögð fram ályktun Viðeyingafélagsins dags. 29.08.2010 (RMF08090007).
Frestað.

5. Lögð fram ósk Samtaka ferðaþjónustunnar – SAF um áheyrnarfulltrúa á fundum menningar- og ferðamálaráðs dags. 17.10.2010. (RMF10030009).
Lögð fram svohljóðandi tillaga:
Skv. 5. grein samþykkta um menningar- og ferðamálaráð skulu fulltrúar Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) boðaðir á fundi ráðsins ef mikilvæg atriði varðandi ferðamál eru á dagskrá. Lagt er til að því til viðbótar verði fundadagskrá menningar- og ferðamálaráðs send til SAF fyrir hvern fund svo SAF geti metið hvort þau óska eftir setu fulltrúa á viðkomandi fund.
Samþykkt.

6. Lagt fram erindi Örlygs Hálfdánarsonar um örnefni í borgarlandinu dags. 22.8.2010. (RMF10080013). Vísað til borgarminjavarðar til umsagnar.

7. Lögð fram styrkumsókn Oddnýjar Sen vegna pallborðs í tilefni af kvikmyndatónleikum í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands 11. og 13. nóvember n.k.
Frestað á 129. fundi 27.september sl. (RMF09120005). Ráðið telur sér ekki fært að verða við erindinu.

8. Lögð fram styrkumsókn Tónlistarskólans í Reykjavík vegna tónleikaraðar. Frestað á 129. fundi 27.september sl. (RMF09120005).
Ráðið telur sér ekki fært að verða við erindinu.

9. Lögð fram styrkumsókn Önnu Jónsdóttur sópran og Sophie Schonans hörpuleikara til að flytja lifandi tónlist í aðdraganda jólanna á ýmsum heimilum, s.s. elliheimilum og sambýlum. (RMF09120005). Ráðið telur sér ekki fært að verða við erindinu.
10. Kolbrún Halldórsdóttir lagði fram 15 tilnefningar BÍL í faghóp um styrki menningar- og ferðamálaráðs árið 2011, en skv. verklagsreglum ráðsins um styrkveitingar mun það velja 5 þeirra í faghópinn.
Frestað.

11. Menningar- og ferðamálaráð lýsir ánægju sinni með það óeigingjarna starf sem unnið hefur verið af sviðsstjóra og starfsfólki sviðsins í tengslum við tendrun friðarsúlu Yoko Ono, en þeim atburði fylgdi fjöldi annarra viðburða sem voru hver öðrum glæsilegri.

Fundi slitið kl. 14.55

Einar Örn Benediktsson

Jón Karl Ólafsson Eva Baldursdóttir
Stefán Benediktsson Áslaug Friðriksdóttir
Davíð Stefánsson