No translated content text
Menningar- og ferðamálaráð
MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ
Ár 2010, mánudaginn 13. september, var haldinn 128. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn á Árbæjarsafni, Lækjargötu 4 og hófst hann kl. 13.14. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Harpa Þórsdóttir, Eva Baldursdóttir, Stefán Benediktsson, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Áslaug Friðriksdóttir og Davíð Stefánsson. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Hildur Sif Arnardóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Hrólfur Jónsson sviðsstjóri Framkvæmda- og eignasviðs, Þorkell Jónsson deildarstjóri og Anna Torfadóttir borgarbókavörður komu á fundinn og kynntu fyrirhugaða byggingu menningarmiðstöðvar í Spöng.
Frestað.
2. Guðný Gerður Gunnarsdóttir borgarminjavörður kom á fundinn og kynnti starfsemi Árbæjarsafns.
- Kl 15.10 viku Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Harpa Þórsdóttir af fundi.
3. Guðný Gerður Gunnarsdóttir kynnti embættisafgreiðslur borgarminjavarðar fyrstu 6 mánuði ársins.
4. Lagt fram erindi frá skipulags og byggingasviði dags. 26.8. s.l. þar sem málefnum Skáldastígs í Grjótaþorpi er vísað til umsagnar hjá menningar- og ferðamálaráði með gögnum frá fundi ráðsins þ.e. bréfi Kristins Hrafnssonar frá 8.10.2009, orðsendingu borgarstjóra, umsögn framkvæmda- og eignasviðs dags. 17.8.2010 og tölvupósti borgarminjavarðar dags. 24.8.2010. Einnig lögð fram skýrsla skrifstofustjóra menningarmála frá nóvember 2007.
Frestað.
5. Berglind Ólafsdóttir skrifstofustjóri fjármála- og rekstrar kynnti 6 mánaða uppgjör Menningar- og ferðamálasviðs ásamt samhæfðu árangursmati sviðsins.
6. Lagður fram listi yfir listaverkakaup Listasafns Reykjavíkur fyrstu 6 mánuði ársins.
7. Lögð fram styrkumsókn Gallery Crymo vegna þátttöku Gallery Crymo á alþjóðlegu listahátíðinni Copenhagen´s alternative Art Fair 2010.
Frestað.
8. Lögð fram styrkumsókn Rakelar MCMahon vegna þáttöku listahóps á listahátíðinni Cultural appearances of Iceland sem haldin verður í Varsjá í lok nóvember 2010.
Frestað.
9. Lögð fram styrkumsókn Oddnýjar Sen vegna pallborðs í tilefni af kvikmyndatónleikum í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands 11. og 13. nóvember n.k.
Frestað.
10. Svanhildur Konráðsdóttir sviðsstjóri kynnti fyrirhugaða viðburði 9. október í tengslum við Friðarsúlu Yoko Ono.
Fundi slitið kl 15.44
Eina Örn Benediktsson
Eva Baldursdóttir Stefán Benediktsson,
Áslaug Friðriksdóttir Davíð Stefánsson