Menningar- og ferðamálaráð
MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ
Ár 2010, mánudaginn 25. janúar, var haldinn 116. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherbergi ráðsins í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1, 2. hæð og hófst hann kl. 14.15. Viðstaddir: Áslaug Friðriksdóttir, formaður, Sif Sigfúsdóttir, Brynjar Fransson, Dofri Hermannsson og Guðrún Erla Geirsdóttir. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir. Áheyrnarfulltrúi F-lista: Gunnar Hjálmarsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Kolbrún Halldórsdóttir forseti Bandalags íslenskra listamanna boðin velkomin sem áheyrnarfulltrúi BÍL í menningar- og ferðamálaráði.
2. Afgreiðsla styrkja menningar- og ferðamálaráðs 2010.
Lagt til að styrkja 91 umsækjanda um samtals 62 m.kr.
Tónlistarhópurinn Stórsveit Reykjavíkur verði útnefndur Tónlistarhópur Reykjavíkur 2010 og hljóti 2. m.kr. styrk.
Aðrir styrkir:
4.5 m. kr. Nýlistasafnið.
2.3 m. kr. Möguleikhúsið.
2.m. kr. Íslenski dansflokkurinn vegna menningarviðburðarins Keðja Reykjavík, Leikhópurinn Vesturport, Caput- hópurinn, Kammersveit Reykjavíkur, Nýsköpunarsjóður tónlistar –- Musica Nova og Listasafn Sigurjóns Ólafssonar.
Jazzhátíð í Reykjavík 1.9 m. kr., Hönnunarmiðstöð Íslands 1.6. m. kr., Lókal leiklistarhátíð 1.5. m. kr., Reykjavík Dance Festival 1.3 m. kr. og Kling og Bang gallerí 1.2 m. kr.
1 m.kr. : Íslensk tónverkamiðstöð og Kirkjulistahátíð
900 þús. kr.: Áhugaleikhús atvinnumanna, Ísafold kammersveit, Lab Loki, Food&Fun, Sequences myndlistarhátíð.
800 þús. kr.: Gallerí Ágúst, Schola Cantorum , Stoppleikhópurinn.
750 þús. kr.: Landsamband blandaðra kóra. 600 þús. kr.: Blúshátíð í Reykjavík .
500 þús. kr.: Draumasmiðjan Döff leikhús, Félag kvikmyndagerðarmanna: Heimilda- og stuttmyndahátíðin Shorts&Docs, Hið íslenska bókmenntafélag, i8 Gallerí, Íslensk grafík, Kammerkórinn Carmina, Kvikmyndafélag Íslands, Linda Björk Árnadóttir, List án landamæra, Margrét Sara Guðjónsdóttir, Samband ungra sviðslistamanna: ArtFart, Sigríður Sigurjónsdóttir, Tangófélagið, Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar.
450 þús. kr.: Lúðrasveit Reykjavíkur, Lúðrasveit verkalýðsins, Lúðrasveitin Svanur.
400 þús. kr. : Camerarctica, Elektra Ensamble, Fimbulvetur, Hugleikur, IBBY á Íslandi, Íslenska hreyfiþróunarsamsteypan, Kammermúsikklúburinn, Kviss búmm bang, Leikminjasafn Íslands, Listasafn ASÍ, Listvinafélag Hallgrímskirkju, Markús Þór Andrésson, Mýrin - félag um barnabókmenntahátíð, Norræna húsið, Nýhil, Salka Guðmundsdóttir – Soðið svið, Samtónn - Íslensku tónlistarverðlaunin, SJS music eða Stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar, Steinunn Ketilsdóttir og Brian Gerke, Tríó Reykjavíkur, Voces Thules.
350 þús. kr.: Múlinn Jazzklúbbur.
300 þús. kr.: Anna S. Þorvaldsdóttir, Eva Rún Snorradóttir, FPG ehf., Halaleikhópurinn, Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar, Listafélag Langholtskirkju, Pars Pro Toto, Stuttmyndahátíðin Ljósvakaljóð, Sögusvuntan, 15:15 tónleikasyrpan í Norræna húsinu.
250 þús. kr.: Eyrað - Jón Ólafsson, Óperarctic félagið, RB ehf, SLÁTUR Tónlistarhátíð, Sinfóníuhljómsveit unga fólksins.
200 þús. kr.: Alexander Zaklynsky - Lost horse studio, Auður Hafsteinsdóttir, Blásaraoktettinn Hnúkaþeyr, Félag íslenskra tónlistarmanna, Foreldrafélag Drengjakórs Reykjavíkur, Hallfríður Ólafsdóttir, Kammerhópurinn Adapter, Katrín Elvarsdóttir, Kynningarmiðstöð ísl. myndlistar, SLÁTUR Nýjárstónleikar.
100 þús. kr.: Leikfélagið Snúður og Snælda (RMF09080010)
Samþykkt samhljóða.
3. Lögð fram tillaga um verklag á afgreiðslu innsendra styrkbeiðna utan hefðbundins styrkjaferils 2010.
Samþykkt samhljóða. (RMF06060009)
- Kl. 14.23 kom Jakob Hrafnsson á fundinn.
4. Húsnæðisstyrkir MOF. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjórnar MOF dags. 15. janúar 2010, yfirlit um þátttöku notenda húsnæðis í leigukostnaði og erindi RSÍ dags. 11. janúar 2010.
Menningar- og ferðamálasviði heimilað að ljúka samningum á grundvelli þeirra tillagna sem fram koma í minnisblaði framkvæmdastjórnar. (RMF09060006)
5. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands dags. 17. desember 2009 þar sem óskað er eftir tilnefningu fulltrúa Reykjavíkurborgar í stjórn Áslaugarsjóðs – Styrktarstofnunar Sinfóníuhljómsveitar Íslands - Frestað frá 115. fundi 11. janúar 2010.
Samþykkt að tilnefna Sigríði Hallgrímsdóttur. (RMF09110004)
6. Skipun stýrihóps um stefnumótun í ferðamálum. Samþykkt að skipa Brynjar Fransson, Áslaugu Friðriksdóttur og Dofra Hermannsson sem fulltrúa menningar- og ferðamálaráðs auk Sifjar Gunnarsdóttur forstöðumanns Höfuðborgarstofu og Svanhildar Konráðsdóttur sviðsstjóra. (RMF10010006)
7. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra dags. 24. janúar 2010 um undirbúning fyrir umsókn Bókmenntaborg UNESCO. Lagt til að skipa sjö manna stýrihóp sem taki til starfa í byrjun febrúar og fylgi umsóknarferlinu til enda. Óskað verði tilnefningum frá Bókmenntasjóði, Félagi íslenskra bókaútgefanda, Háskóla Íslands – Hugvísindasviði, Menntasviði Reykjavíkurborgar og Rithöfundasambandi Íslands. Auk þess skipi sviðsstjóri og skrifstofustjóri menningarmála hópinn. Samþykkt. (RMF09040012)
8. Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjóra dags. 17. desember 2009 sem sent var til umsagnar Menningar- og ferðamálasviðs þar sem óskað er eftir leyfi fyrir staðsetningu af styttu af Jóni Páli Sigmarssyni í Laugardalnum. Jafnframt lögð fram umsögn safnstjóra Listasafns Reykjavíkur dags. 21. janúar 2010. Frestað. (RMF09120009)
- Kl. 15.20 vék Gunnar Hjálmarsson af fundi.
Fundi slitið kl. 15.26
Áslaug Friðriksdóttir
Sif Sigfúsdóttir Jakob Hrafnsson
Brynjar Fransson Dofri Hermannsson
Guðrún Erla Geirsdóttir