Menningar- og ferðamálaráð
Ár 2014, mánudaginn 28. apríl var haldinn 212. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13:36. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Margrét Kristín Blöndal, Ósk Vilhjálmsdóttir, Eva Baldursdóttir, Davíð Stefánsson, Áslaug Friðriksdóttir og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Erla Þórarinsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Signý Pálsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Drög að Menningarstefnu Reykjavíkurborgar 2014-2020 og aðgerðaráætlun rædd. Sólrún Sumarliðadóttir ráðgjafi við endurskoðun menningarstefnu tekur sæti undir þessum lið. (RMF13050006) Samþykkt að vísa drögum að Menningarstefnu Reykjavíkurborgar 2014-2020 ásamt aðgerðaráætlun til borgarráðs.
Menningar- og ferðamálaráð þakkar starfshópnum sem stóð að endurskoðun menningarstefnunnar fyrir vel unnin störf, sem og hinum faglega ráðgjafa Sólrúnu Sumarliðadóttur fyrir hennar framlag.
2. Staðan á sameiningarvinnu vegna nýs safns og samþykkt fyrir safnið ræddar. (RMF13120009)
3. Lagt fram bréf borgarráðs dags. 6. febrúar 2014 um að stofnuð verði fjölskyldumiðstöð við Gerðuberg, Miðjan 111. (RMF14040004)
4. Lagður fram undirritaður samstarfssamningur Menningar- og ferðamálasviðs við Reykjavík Midsummer Music til staðfestingar. (RMF14010001)
Samþykkt og vísað til borgarráðs til staðfestingar.
5. Kynnt að samráðsfundur Bandalags íslenskra listamanna og borgarstjóra verður í Höfða 12. maí 2014. (RMF14030005)
6. Pálína Magnúsdóttir borgarbókavörður, Hólmfríður Ólöf Ólafsdóttir verkefnastjóri í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi og Bjarni Snæbjörn Jónsson ráðgjafi kynna drög að stefnu, framtíðarsýn og sameiningu starfstöðvar Borgarbókasafns í Gerðubergi og Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs sem fyrsta skref í menningarhlutverki bókasafnsins. (RMF14040006)
Samþykkt breytt tillaga dags. 28. apríl 2014 um breytingar á starfsemi Borgarbókasafns og Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs og henni vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingarinnar og Besta flokksins í menningar- og ferðamálaráði óska bókað:
Fulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingarinnar og Besta flokksins í menningar- og ferðamálaráði lýsa yfir mikilli ánægju með nýjar hugmyndir um sameiningu Gerðubergs og Borgarbókasafns og telja þær vera jákvætt fyrsta skref í því að bókasöfn styrkist enn frekar sem menningarmiðstöðvar. Starfsemi bókasafna er mikilvæg grunnstoð fyrir samfélagið, upplýsingu og lýðræði og því brýnt að gæta að framtíðarhlutverki þeirra af hálfu opinberra aðila.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska bókað:
Sjálfstæðismenn styðja að halda áfram að skoða samruna Borgarbókasafns Reykjavíkur og Gerðubergs. Hluti verkefnisins er að breyta hefðbundnu bókasafni í menningarmiðstöð og halda áfram að útvíkka þannig starfsemi bókasafns frá því sem skylt er samkvæmt lögum. Um leið nálgast starfsemi slíkra menningarstöðva starfsemi annarrar menningarstarfsemi sem nauðsynlegt er að þá að endurskoða. Þá verða markmið slíkra verkefna að vera mjög skýr og ljóst hvernig á að mæla árangur þeirra.
7. Lögð fram tillaga dags. 21. apríl 2014 um uppsetningu tveggja höggmynda eftir Ásmund Sveinsson í Seljahverfi. Hafþór Yngvason safnstjóri Listasafns kynnir. Samþykkt og vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs.
- Kl. 15:20 víkur Eva Baldursdóttir af fundi.
Fundi slitið kl. 15:28
Einar Örn Benediktsson m.e.h
Áslaug Friðriksdóttir m.e.h Davíð Stefánsson m.e.h
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir m.e.h Ósk Vilhjálmsdóttir m.e.h
Margrét Kristín Blöndal m.e.h