Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ

Ár 2010, mánudaginn 26. apríl, var haldinn 122. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherbergi ráðsins í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1, 2. hæð og hófst hann kl. 14.20. Viðstaddir: Áslaug Friðriksdóttir formaður, Sif Sigfúsdóttir, Brynjar Fransson, Kolfinna Jóhannesdóttir, Guðrún Erla Geirsdóttir og Hermann Valsson. Áheyrnarfulltrúi F-lista: Magnús Skúlason. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Fyrirhugaðar breytingar á rekstri Seljasafns - frá 121. fundi 12.4.2010. Lögð fram umsögn borgarbókavarðar dags. 19. apríl 2010. (RMF10040009)
- Kl. 14.22 kom Dofri Hermannsson á fundinn.
Frestað og vísað til umsagnar hverfisráðs Breiðholts.
Fulltrúar Samfylkingar og VG óskuðu bókað:
Fulltrúar Samfylkingar og VG í menningar- og ferðamálaráði fagna því að meirihlutinn vilji endurskoða ákvörðun sína um að loka útibúi Borgarbókasafns í Seljahverfi í Breiðholti. Seljahverfi er 5.000 manna hverfi og sú staðreynd að 400 íbúar í hverfinu mótmæltu þessari fyrirhuguðu lokun skriflega sýnir hve mikla þýðingu Seljasafn hefur fyrir íbúa Seljahverfis. Þá skýtur skökku við að borg sem sækist eftir útnefningu UNESCO sem bókmenntaborg standi á sama tíma fyrir lokun bókasafns í heilu hverfi. Fulltrúar Samfylkingar og VG vona að niðurstaðan verði sú að hætt verði við lokun Seljasafns en þó þannig að fyrirhugaður sparnaður verði ekki látinn bitna á annarri starfsemi Borgarbókasafnsins eða Menningar- og ferðamálasviðs heldur verði þessari upphæð sérstaklega bætt við fjárhagsáætlun sviðsins.
2. Lagt fram þakkarbréf frá Hönnunarmiðstöð Íslands dags. 17. apríl 2010 vegna HönnunarMars 2010. (RMF09080010)
3. Sif Gunnarsdóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu gerði grein fyrir framkvæmd Barnamenningarhátíðar sem fram fór 19. – 25. apríl 2010. (RMF10040013)
Menningar- og ferðamálaráð óskaði bókað:
Barnamenningarhátíð sem haldin var í fyrsta sinn dagana 19. – 25. apríl heppnaðist afar vel. Ljóst er að hátíðin er komin til að vera og þátttaka góð. Þeim fjölmörgu aðilum sem lögðu hátíðinni lið eru færðar bestu þakkir fyrir framlag sitt.
4. Ferðamál - áhrif eldgossins, staðan á endurskoðun ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar. Erna Hauksdóttir framkvæmdastjóri SAF og Sif Gunnarsdóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu komu á fundinn.
5. Borgarlistamaður 2010. Samþykkt að óska eftir hugmyndum að frá almenningi að borgarlistamanni 2010. Hægt verður að senda inn ábendingar í gegnum vef Reykjavíkurborgar. Ábendingarnar verða hafðar til hliðsjónar við val ráðsins en verða ekki gerðar opinberar.
Jafnframt var lögð fram svohljóðandi tillaga:
Menningar- og ferðamálaráð leggur til við borgarráð að gildandi reglur um borgarlistamann frá 2003 breytist þannig að í 1. grein komi ,,menningar- og ferðamálaráð#GL í stað orðsins ,,menningarmálanefnd#GL og að í þriðju grein komi ,,samkvæmt fjárhagsáætlun hverju sinni#GL í stað ,,og nemur viðurkenningin kr. 1.000.000,- #GL
Tillögunni fylgdi greinargerð.
Samþykkt.
Fundi slitið kl. 16.00
Áslaug Friðriksdóttir
Sif Sigfúsdóttir Kolfinna Jóhannesdóttir
Brynjar Fransson Dofri Hermannsson
Hermann Valsson Guðrún Erla Geirsdóttir