Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ

Ár 2009, mánudaginn 8. desember, var haldinn 113. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherbergi ráðsins í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1, 2. hæð og hófst hann kl 10.00. Viðstaddir: Áslaug Friðriksdóttir formaður, Ragnhildur Jónasdóttir, Brynjar Fransson, Dofri Hermannsson og Guðrún Erla Geirsdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Ágúst Guðmundsson og Þuríður Sigurðardóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Hildur Sif Arnardóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Muggur dvalarsjóður fyrir myndlistarmenn - SÍM sækir um endurnýjun á stofnskrá frá 2004 og 2007. Samþykkt fyrir árið 2010 samkvæmt fjárhagsáætlun. Sviðinu er jafnframt falið að ræða við stjórn SÍM um mögulega breytingu á sjóðnum. (RMF05090006)
- Kl. 10.15 kom Hermann Valsson á fundinn.
2. Lögð fram ósk Víkurinnar Sjóminjasafnsins í Reykjavík dags. 21. október 2009 um endurnýjun styrktarsamnings fyrir árið 2010 ásamt fylgigögnum. Samþykkt að endurnýja samninginn samkvæmt fjárhagsáætlun. (RMF09020005)
3. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra menningarmála dags. 30. nóvember 2009 ásamt umsóknum Tónskáldafélags Íslands vegna Myrkra músíkdaga og Mozarthópsins vegna tónleikahalds. Samþykkt að veita Tónskáldafélagi Íslands kr. 1.200.000.- og Mozartshópnum kr. 400.000.- (RMF09030006)
4. Lögð fram styrkumsókn Textílverkstæðisins Korpu til tækja- og áhaldakaupa fyrir verkefni textílverkstæðisins Korpu að Korpúlfsstöðum. Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 500.000.- (RMF09030006)
5. Lögð fram styrkumsókn Gallerí Crymo á Artfair Supermarket í Stokkhólmi og Galleri 69 í Osló. Ráðið telur sér ekki unnt að verða við erindinu. (RMF09030006)
6. Lögð fram styrkumsókn stjórnar Minningarsjóðs Magnúsar Ólafssonar - Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Samþykkt að veita kr. 500.000.- framlag vegna fyrstu úthlutunar úr sjóðnum. (RMF09030006)
7. Fornleifar á Alþingisreit – Guðný Gerður Gunnarsdóttir borgarminjavörður kom á fundinn og kynnti tillögu vinnuhóps mennta- og menningarmálaráðherra að stefnu um framhald rannsókna, varðveislu og sýningu á fornleifum á Alþingisreit og nágrenni. Jafnframt lagt fram minnisblað borgarminjavarðar dags. 25. nóvember 2009.
Menningar- og ferðamálaráð lagði fram eftirfarandi bókun:
Fornminjar á lóð Alþingis eru einstakar fyrir sögu þjóðarinnar. Menningar- og ferðamálaráð telur því mikilvægt að gert verði átak í kynningu og miðlun þeirra rannsókna og fornminja sem þegar hafa fundist. Mikilvægt er að halda upplýsingum um verkefnið til haga til dæmis á vef en jafnframt að á svæðinu sem er í hjarta borgarinnar geti gestir og íbúar haft aðgang að helstu upplýsingum um verkefnið.
(RMF09120001)
8. Lagt fram minnisblað borgarminjavarðar dags. 7. desember 2009 um tillögu Húsafriðunarnefndar að friðun gæsluskýlis á leikvellinum við Hringbraut. Menningar- og ferðamálaráð tekur undir umsögn borgarminjavarðar. (RMF09120001)
9. Laugarnes - menningarminjar. Borgarminjavörður kynnti deiliskipulag, fornleifar og landslag á Laugarnesi ásamt minnisblaði frá fundi í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar þann 15. júní 2009 um jarðrask og landsspjöll í Laugarnesi, ályktun Fornleifaverndar ríkisins dags. 13. júní 2009 og safnaráðs dags. 18. júní og 4. desember 2009 um málið.
Fulltrúar Samfylkingar lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Fulltrúar Samfylkingarinnar í menningar- og ferðamálaráði leggja til að náin samvinna Menningar- og ferðamálasviðs, Skipulagssviðs, Framkvæmdasviðs og Umhverfis- og samgöngusviðs verði hafin við að bæta umbúnað og aðstöðu til útivistar, sögu og menningarupplifunar í Laugarnesi.
Samhliða hefjist vinna að verndaráætlun fyrir Laugarnes þar sem samhengis náttúru- og fornminja, sem og listræns gildis svæðisins verður virt og verndun mörkuð til framtíðar.

Sviðin sameinist um að taka frá fjármagn til þessa starfs á árinu 2010.
Tillögunni fylgdi greinargerð. Tillögunni var frestað. (RMF09110002)
10. Lögð fram að nýju tillaga Samfylkingar og Vinstri grænna frá 109. fundi ráðsins dags. 26. október 2009 um að beina til borgarráðs frestun á frekari vinnu við gerð styttu af Tómasi Guðmundssyni þar til betur árar í fjárhag borgarinnar. (RMF05090030)

Fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks óskuðu bókað:
Gert hefur verið ráð fyrir verkefninu í drögum að fjárhagsáætlun og starfsáætlun Listasafns Reykjavíkur, þrátt fyrir niðurskurð. Meirihlutinn tekur ekki undir það að verkefnið sé óvirðing við listalíf borgarinnar, síður en svo. Eitt af verkefnum borgarinnar er að gera menningararfi okkar skil og ekki til sérstök forgangsröðun á því hvers konar verkefni eru þess verðug. Borgarstjórn samþykkti á sínum tíma að láta gera minnisvarða af Tómasi og þess vegna er verkið í ákveðnum farvegi. Þá er jákvætt að þarna fær listamaður tækifæri til að vinna að verkinu á næsta ári.
Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óskuðu bókað:
Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna ítreka fyrri bókanir um styttu af Tómasi Guðmundssyni. Furðu vekur að á sama tíma og farið er í sársaukafullan niðurskurð til að ná fram örfáum milljónum í sparnað skuli þessu pólitíska dekurverkefni ekki frestað þar til betur árar.
11. Menningar- og ferðamálaráð samþykkti að leggja til við borgarráð að Guðrún Erla Geirsdóttir og Stefán Máni Sigþórsson verði skipuð í stjórn Kjarvalsstofu í París til næstu þriggja ára. (RMF09100007)

Fundi slitið kl 12.20

Áslaug Friðriksdóttir
Ragnhildur Jónasdóttir Dofri Hermannsson
Brynjar Fransson Guðrún Erla Geirsdóttir
Hermann Valsson