Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ

Ár 2009, mánudaginn 12. október, var haldinn 108. fundur menningar- og ferðamálaráðs, á Kjarvalsstöðum og hófst hann kl 14.15. Viðstaddir: Áslaug Friðriksdóttir, Sif Sigfúsdóttir, Jakob Hrafnsson, Brynjar Fransson, Hermann Valsson, Dofri Hermannsson og Guðrún Erla Geirsdóttir. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Ágúst Guðmundsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Hildur Sif Arnardóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Svanhildur Konráðsdóttir kynnti drög að starfs- og fjárhagsáætlun Menningar- og ferðamálasviðs 2010.

2. Erla Kristín Jónasdóttir staðgengill borgarbókavarðar kynnti drög að starfsáætlun Borgarbókasafns Reykjavíkur 2010.

3. Sif Gunnarsdóttir forstöðumaður kynnti drög að starfsáætlun Höfuðborgarstofu 2010.

4. Hafþór Yngvason safnstjóri kynnti drög að starfsáætlun Listasafns Reykjavíkur 2010.

Kl 16:00 vék Brynjar Fransson af fundi.

5. Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir verkefnastjóri kynnti drög að starfsáætlun Viðeyjar 2010.

6. María Karen Sigurðardóttir safnstjóri kynnti drög að starfsáætlun Ljósmyndasafns Reykjavíkur 2010.

7. Guðný Gerður Gunnarsdóttir borgarminjavörður kynnti drög að starfsáætlun Minjasafns Reykjavíkur 2010.

8. Elísabet B Þórisdóttir framkvæmdastjóri kynnti drög að starfsáætlun Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs 2010.

9. Lagt var fram minnisblað borgarbókavarðar vegna gamla bókabílsins Höfðingja dags. 30.0.09 til kynningar.

10. Niðurstöður úr vinnu starfshóps um endurskoðun á húsnæðisstyrkjum menningar- og ferðamálaráðs.
Frestað.

11. Lagðar voru fram tillögur og niðurstöður starfshóps um endurskoðun á verklagsreglum um úthlutun styrkja og samstarfssamninga menningar- og ferðamálaráðs.
Samþykkt.

12. Fulltrúar Samfylkingar í menningar- og ferðamálaráði leggja til að kannaðir verði möguleikar á að Reykjavík hýsi alþjóðlega tónleika til heiðurs því að 70 ár eru liðin frá fæðingu John Lennon í október á næsta ári.
Frestað.

Fundi slitið kl 17:25

Áslaug Friðriksdóttir
Sif Sigfúsdóttir Jakob Hrafnsson
Hermann Valsson Guðrún Erla Geirsdóttir
Dofri Hermannsson