Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ

Ár 2009, fimmtudaginn 27. ágúst var haldinn 104. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn á Kjarvalsstöðum og hófst kl 14.00. Viðstaddir: Áslaug Friðriksdóttir, Sif Sigfúsdóttir, Jakob Hrafnsson, Gestur Guðjónsson, Guðrún Erla Geirsdóttir, Dofri Hermannsson og Hermann Valsson. Áheyrnarfulltrúi F lista: Magnús Skúlason. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Áslaug Thorlacius. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Hildur Sif Arnardóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Umfjöllun ráðsins um ferðamál. Sif Gunnarsdóttir kynnti ástand og horfur, markaðssetningu og sóknarfæri Reykjavíkur, verkefni framundan og endurskoðun ferðamálastefnu. Svanhildur Konráðsdóttir kynnti undirbúning fyrir sérstakt markaðsátak fyrir Ísland sem áfangastað og fyrirhugaða aðkomu Höfuðborgarstofu að verkefninu. Eftirfarandi gögn voru lögð fram: Ferðamannaborgin Reykjavík - endurskoðun á ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar til 2010, Viðhorfskönnun meðal erlendra ferðamanna í Reykjavík september – desember 2008, drög að tilhögun átaks í markaðssetningu ferðaþjónustu haust 2009 frá Ferðamálastofu ásamt minnisblaði frá Svanhildi Konráðsdóttur dags. 27. ágúst 2009.
Eftirfarandi tillaga var samþykkt:
Samþykkt er að veita 5 m.kr. til samstarfsverkefnis um markaðssetningu Íslands og Reykjavíkur á erlendum mörkuðum í haust. Fjárveiting kemur úr sérverkefninu Sóknarfæri í ferðaþjónustu og af markaðsfjármunum Höfuðborgarstofu. Höfuðborgarstofu er falin umsjón með aðkomu Reykjavíkurborgar að verkefninu og skal ráðinu gerð grein fyrir framkvæmd þess og árangri eftir þegar upplýsingar um slíkt liggja fyrir.
Tillögunni fylgdi greinargerð.

2. Sif Gunnarsdóttir kynnti skýrslu Menningarnætur.

3. Guðný Gerður Gunnarsdóttir borgarminjavörður og Margrét Þormar fulltrúi á skipulagssviði kynntu tillögur að deiliskipulagi Vallarstrætis og suðurhluta Ingólfstorgs. (Ný tillaga Björns Ólafs, dags. 6. apríl 2009). Frestað.

4. Listi yfir embættisafgreiðslur borgarminjavarðar lagðar fram. Frestað.

5. Lagt fram bréf borgarstjórnar dags. 16. júní sl. um skipun fulltrúa frá menningar- og ferðamálaráði í starfshóp sem sér um framkvæmd og undirbúning listsköpunarverðlauna barna og ungmenna. (RMF09060004). Samþykkt að skipa Bryndísi Pétursdóttur hagfræðing fulltrúa ráðsins í starfshópinn.

6. Lögð fram tillaga fulltrúa Samfylkingar um hönnunarverðlaun Reykjavíkur. Frestað á fundi 25.6.09. (RMF09080008). Frestað.

Fundi slitið 17.15

Áslaug Friðriksdóttir
Sif Sigfúsdóttir Jakob Hrafnsson
Gestur Guðjónsson Guðrún Erla Geirsdóttir
Hermann Valsson Dofri Hermannsson