Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2013, mánudaginn 11. mars var haldinn 185. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.36. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Margrét Kristín Blöndal, Diljá Ámundadóttir, Hjálmar Sveinsson, Marta Guðjónsdóttir, Áslaug Friðriksdóttir og Davíð Stefánsson. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir, Ásmundur Ásmundsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:

1. Lagt fram ársuppgjör Menningar- og ferðamálasviðs 2012 ásamt greinargerð, skorkorti, yfirliti yfir almenn innkaup frá október til desember á Menningar- og ferðamálasviði yfir 1.000.000. Trúnaðarmál.

2. Lögð fram skýrsla um framkvæmd Vetrarhátíðar 2013. Karen María Jónsdóttir og Guðmundur Birgir Halldórsson verkefnastjórar viðburða kynntu.

Menningar- og ferðamálaráð óskaði bókað:

Menningar- og ferðamálaráð lýsir yfir ánægju með framkvæmd Vetrarhátíðar og þakkar öllum þeim sem komu að framkvæmd og skipulagningu hennar sem og öllum þeim sem sóttu hana heim.

- Kl. 14:14 kom Eva Baldursdóttir á fund.
- Kl. 14:14 vék Diljá Ámundadóttir af fundi.

3. Guðni Tómasson ráðgjafi mennta- og menningarmálaráðherra í menningarmálum kom á fundinn og kynnti þingsályktun um menningarstefnu er samþykkt var af alþingi dags. 7. mars 2013.

Menningar- og ferðamálaráð óskaði bókað:

Menningar- og ferðamálaráð lýsir yfir ánægju sinni með þingsályktun um menningarstefnu sem samþykkt var á alþingi 7. mars. Einstaklega ánægjulegt er að nýsamþykkt menningarstefna leggi áherslu á aukið samstarf við Reykjarvíkurborg sem höfuðborgar landsins.

4. Lagðar fram óskir um breytingar á styrktum verkefnum.
Reykjavík Music Mess. Lagt fram á 184. fundi. Frestað.
Málefni lúðrasveita. Lagt fram á 182. fundi Frestað.
Breyting á verkefninu Under barnehagen. Lagt fram á 184. fundi. Samþykkt.

- Kl. 15:35 vék Einar Örn Benediktsson af fundi

Erindi Kárahnjúka ehf. vegna tónlistarhátíðarinnar Sónar. Lagt fram á 182. fundi . Samþykkt að veita viðbótarstyrk að upphæð 500.000.

- Kl. 15:37 vék Hjálmar Sveinsson af fundi
- Kl. 15:43 kom Einar Örn Benediktsson aftur á fund.

5. Skyndistyrkir sem bárust fyrir 1. febrúar s.l. – til afgreiðslu. Lagt fram á 184. fundi. Samþykkt að styrkja eftirfarandi verkefni samtals að upphæð kr. 1.400.000:

Óp-hópurinn v. óperunnar Soeur Angelica kr. 300.000
Midnight Sun Guitar festival kr. 300.000
Reykjavík Shorts & Docs v. sýninga á heimildamyndum, stuttmyndum og tónlistarmyndböndum leikstýrðum af konum kr. 250.000
Tónlistarhátíð unga fólksins kr. 300.000
Oddný Sen v. Töfralampans kr. 250.000
(RMF13010035)

6. Lagt fram erindi Guðmundar Magnússonar sagnfræðings til borgarstjóra og borgarráðs dags. 16. október 2012 ásamt fylgiskjölum er vísað var til Menningar- og ferðamálasviðs 24. október 2012 til meðferðar. Ekki er unnt að verða við erindinu. (RMF12100004)

Fundi slitið kl. 15.49
Einar Örn Benediktsson
Eva Baldursdóttir Margrét Kristín Blöndal
Marta Guðjónsdóttir Áslaug Friðriksdóttir
Davíð Stefánsson