Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ
Ár 2009, fimmtudaginn 12. mars, var haldinn 93. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, borgarráðsherbergi og hófst hann kl. 14.25 Viðstaddir: Áslaug Friðriksdóttir, Sif Sigfúsdóttir, Jakob Hrafnsson, Brynjar Fransson, Guðrún Erla Geirsdóttir, Dofri Hermannsson og Hermann Valsson. Áheyrnarfulltrúi F lista: Ólafur F. Magnússon. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Ágúst Guðmundsson og Áslaug Thorlacius. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind Ólafsdóttir, Signý Pálsdóttir og Anna Gréta Möller sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:


1. Lagt fram ársuppgjör 2008 ásamt greinargerð.
Ráðið lagði fram eftirfarandi bókun:
Menningar- og ferðamálaráð þakkar starfsfólki sviðsins fyrir góða rekstrarniðurstöðu ársins 2008, en sá árangur náðist að hún er 97#PR af endurskoðaðri áætlun.

Kl. 14.35 mætti Dofri Hermannsson á fundinn.

2. Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2009. Trúnaðargögn frá Fjármálaskrifstofu Reykjavíkur og greinargerð Menningar- og ferðamálasviðs um endurskoðun fjárhagsáætlunar lögð fram til kynningar. Jafnframt var lagt fram minnisblað Capacent um umbótarverkefni á Menningar- og ferðamálasviði eftir vinnustofu sviðsins þ. 19.2. um leiðir til sparnaðar í rekstri á árinu 2009.

Kl. 15.15 vék Jakob Hrafnsson af fundi.

3. Alþingisreitur. Fornleifarannsóknir og endurbygging húsa við Kirkjustræti. Guðný Gerður Gunnarsdóttir borgarminjavörður mætti á fundinn ásamt Völu Garðarsdóttur fornleifafræðingi, Sigurði Einarssyni arkitekt, Karli Kristjánssyni aðstoðarskrifstofustjóra skrifstofu alþingis og Kristni Magnússyni, fulltrúa frá Fornleifanefnd.

Kl. 16.15 vék Dofri Hermannsson af fundi.

4. Guðný Gerður Gunnarsdóttir borgarminjavörður lagði fram minnisblað um húsvernd og verklagsreglur og kynnti tillögur að verklagsreglum vegna umsagna um deiliskipulagstillögur til samræmis við breytingar á 3. grein samþykktar fyrir menningar- og ferðamálaráð. Samþykkt.

5. Lagt fram minnisblað um ferð fulltrúa ráðsins á ráðstefnu menningarmálanefnda höfuðborga Norðurlanda í Helsinki. Frestað.

Frá og með næsta fundi verða fundargögn eingöngu send út rafrænt.


Fundi slitið kl. 16.40

Áslaug Friðriksdóttir
Brynjar Fransson Guðrún Erla Geirsdóttir
Sif Sigfúsdóttir Hermann Valsson