Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ

Ár 2008, miðvikudaginn 18. júní, var haldinn 78. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Rafveitustjórabústaðnum í Elliðaárdal og hófst hann kl. 13:10. Viðstaddir: Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Kristín Þorleifsdóttir, Dofri Hermannsson og Guðrún Ásmundsdóttir. Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna: Hermann Valsson. Áheyrnarfulltrúi Framsóknarflokks: Gestur Guðjónsson. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Áslaug Thorlacius og Ágúst Guðmundsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Signý Pálsdóttir skrifstofustjóri menningarmála sagði frá vinnu við endurskoðun menningarstefnu á árinu 2008.

2. Erla Kristín Jónasdóttir staðgengill borgarbókavarðar kynnti áherslur í starfsemi Borgarbókasafns Reykjavíkur á árinu 2009.

3. Hafþór Yngvason safnstjóri kynnti áherslur í starfsemi Listasafns Reykjavíkur á árinu 2009.

4. María Karen Sigurðardóttir safnstjóri kynnti áherslur í starfsemi Ljósmyndasafns Reykjavíkur á árinu 2009.

5. Guðrún Dís Jónatansdóttir staðgengill framkvæmdastjóri kynnti áherslur í starfsemi Gerðubergs á árinu 2009.

6. Guðný Gerður Gunnarsdóttir borgarminjavörður kynnti áherslur í starfsemi Minjasafns Reykjavíkur á árinu 2009.

7. Sif Gunnarsdóttir forstöðumaður kynnti áherslur í starfsemi Höfuðborgarstofu á árinu 2009.

8. Berglind Ólafsdóttir skrifstofustjóri fjármála og rekstrar kynnti áherslur í starfsemi Viðeyjar á árinu 2009.

9. Svanhildur Konráðsdóttir sviðsstjóri fór yfir önnur verkefni á árinu 2009.

Fundi slitið kl. 16:30

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir

Kristín Þorleifsdóttir Guðrún Erla Geirsdóttir
Marta Guðjónsdóttir Guðrún Ásmundsdóttir
Dofri Hermannsson