Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ

Ár 2008, fimmtudaginn 11. desember, var haldinn 87. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn að Kjarvalsstöðum og hófst hann kl. 14.20 Viðstaddir: Áslaug Friðriksdóttir formaður, Gestur Guðjónsson, Brynjar Fransson, Marta Guðjónsdóttir, Dofri Hermannsson, Guðrún Erla Geirsdóttir og Guðrún Ásmundsdóttir. Áheyrnarfulltrúi F-lista: Ólafur F. Magnússon. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Ágúst Guðmundsson og Áslaug Thorlacius. Af hálfu starfsmanna: Signý Pálsdóttir og Anna Gréta Möller sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Skipun dómnefndar í bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2009. Til afgreiðslu. F.h. menningar- og ferðamálaráðs: Kolbrún Bergþórsdóttir, Jón Óttar Ragnarsson. Samþykkt. Frá RSÍ: Ingibjörg Haraldsdóttir. Jafnframt var samþykkt að í framtíðinni verði tilnefningar ráðsins í dómnefnd unnar í fullu samráði þess alls.

2. Lögð fyrir umsókn stjórnar Íslandsdeildar ICOM – International Council of Museums um að halda alþjóðlega ráðstefnu ICOM- CECA Í Reykjavík 5. - 8.10.2009 um safnfræðslu og miðlun á söfnum. Erindi stjórnar til menningar- og ferðamálaráðs dags. 17.12.2007 lagt fram á fundi ráðsins 9.1.2008 frestað og erindi stjórnar til borgarráðs dags. 22.4.2008 vísað frá skrifstofu borgarstjóra 5.5.2008 til meðferðar sviðsstjóra.
Samþykkt að veita kr. 2.000.000 af liðnum sérverkefni menningar- og ferðamálasviðs. (RMF08010003)

3. Lögð fyrir styrkumsókn Margrétar Vilhjálmsdóttur og Hrundar Gunnsteinsdóttur dags. 14.10.2008 vegna leikverksins Ályktun 1325 – Frestað frá 84. fundi.
Samþykkt styrkja verkefnið um 400.000 þúsund. (RMF08100013).

4. Lögð fyrir styrkumsókn Evu Rún Þorgeirsdóttur til borgarráðs dags. 7. ágúst sl. vegna heimildarmyndar um Ragnar Bjarnason framsent frá borgarráði til meðferðar Mofr 30.12.2008.
Frestað. (RMF08110001).

5. Lögð fyrir styrkumsókn Hrafnkels T. Stefánssonar dags. 18. október sl. vegna Hinsegin bíódaga í Reykjavík 2009.
Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 400.000. (RMF08100010).

6. Lögð fyrir styrkumsókn Bókaútgáfunnar Hólar um útgáfu bókarinnar ,,Regnboginn á óteljandi liti#GL.
Samþykkt að styrkja verkefnið um 200.000 kr. (RMF08060005).

7. Lögð fyrir styrkumsókn Kvikmyndafélags Íslands um Stuttmyndadaga í Reykjavík 2009. Til afgreiðslu.
Samþykkt að styrkja verkefnið um 600.000 kr. (RMF08120002)

8. Lögð fyrir styrkumsókn Jónasar Knútssonar v. útgáfu ritsins ,,Miskunnsemi andskotans – kvikmyndasaga Bandaríkjanna”.
Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 250.000. (RMF08090013).

9. Torg við Ziemsen húsið. Listamennirnir Finnbogi Pétursson og Ragna Róbertsdóttir kynntu tillögur sínar. Á fundinn mættu einnig Hjörleifur Stefánsson, arkitekt, Þorsteinn Bergsson Minjavernd og Hafþór Yngvason.

10. Lagt fyrir minnisblað Hafþórs Yngvasonar, safnstjóra Listasafns Reykjavíkur vegna tillögu um að efnt verði til samkeppni með forvali án nafnleyndar í samvinnu við SÍM um gerð styttu af Tómasi Guðmundssyni. Safnstjóri Listasafns Reykjavíkur kynnti tillögur um aðferð við val listamanna.
Samþykkt að vísa til borgarráðs. Vakin er athygli á að þessu verki þurfi að fylgja framlag frá borgarráði. (RMF05090030).

11. Lögð fyrir tillaga að verkefnisstjórn Vetrarhátíðar 2009: Sif Gunnarsdóttir Höfuðborgarstofu formaður, Markús Guðmundsson Hinu Húsinu, Guðbrandur Benediktsson Árbæjarsafni, Fríða Bjarney Jónsdóttir leikskólaskrifstofu, Guðjón Magnússon OR, Felix Bergsson leikari. Samþykkt.

12. Aukafundur menningar- og ferðamálaráðs verður haldinn þriðjudaginn 16. desember kl. 16.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur – Tjarnarbúð.

13. Áslaug Thorlacius minnti á erindi Rekstrarfélags Sjónlistamiðstöðvar á Korpúlfsstöðum frá 8.maí maí 2008 þar sem óskað var eftir niðurfellingu húsaleigu á Korpúlfsstöðum. Erindið var lagt fyrir menningar- og ferðamálaráð 13.5. 2008 og vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2009. Félagið telur sig ekki hafa bolmagn til að setja upp verkstæði á Korpúlfsstöðum eins og greint var frá í stofnsamningi ef niðurfelling þessa hluta leigunnar er nemur rúmum 6 m.kr. og fellur á rekstrarfélagið fæst ekki. (RMF05100003)

Fundi slitið kl. 16.30
Áslaug Friðriksdóttir
Marta Guðjónsdóttir Dofri Hermannsson
Brynjar Fransson Guðrún Ásmundsdóttir
Gestur Guðjónsson Guðrún Erla Geirsdóttir