Menningar- og ferðamálaráð
MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ
Ár 2009, fimmtudaginn 12. febrúar, var haldinn 91. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1 og hófst hann kl. 14.20. Viðstaddir: Áslaug Friðriksdóttir, Sif Sigfúsdóttir, Jakob Hrafnsson, Brynjar Fransson, Guðrún Erla Geirsdóttir, Dofri Hermannsson og Guðrún Ásmundsdóttir. Áheyrnarfulltrúi Frjálslynda flokksins: Gunnar Hjálmarsson. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Ágúst Guðmundsson. Af hálfu starfsmanna: Signý Pálsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Anna Gréta Möller sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Kynning á stefnumótun og aðgerðaráætlun í innflytjendamálum. Anna Kristinsdóttir mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar og Íris Björg Kristjánsdóttir, verkefnastjóri mættu á fundinn og kynntu.
- Kl. 14.35 mætti Jakob Hrafnsson á fundinn.
2. Lögð fram drög að endurnýjun á samningi um Reykjavík Loftbrú og breytingar á skilyrðum um styrkveitingar Reykjavíkur Loftbrú.
Samþykkt. (RMF0901005)
Ráðið lagði fram eftirfarandi bókun:
Menningar- og ferðamálaráð fagnar því að náðst hefur samkomulag til að styrkja tónlistarfólk í gegnum samstarfið Reykjavík Loftbrú.
3. Lögð fram breyting á skipan eins fulltrúa menningar- og ferðamálaráðs í stýrihóp um menningarstefnu ásamt endurnýjuðu erindisbréfi. Sif Sigfúsdóttir kemur í stað Mörtu Guðjónsdóttur.
Samþykkt. (RMF07060007)
4. Hagræðing á Menningar- og ferðamálasviði 2009. Berglind Ólafsdóttir skrifstofustjóri rekstrar og fjármála kynnti stöðu mála.
5. Kynning á málefnum Borgarbókasafns. Anna Torfadóttir borgarbókavörður kynnti.
6. Lagt fram erindi slökkviliðsstjóra frá 19. þ.m. til borgarráðs varðandi hugmyndir um minjasafn í gömlu slökkvistöðinni við Tjarnargötu. Vísað frá borgarráði 29.1.09 til umsagnar menningar- og ferðamálaráðs.
Skrifstofu menningar- og ferðamála falið að rita umsögn til borgarráðs á grundvelli umræðna. (RMF09020001)
- Kl 16.00 vék Dofri Hermannsson af fundi.
7. Signý Pálsdóttir, formaður hússtjórnar Korpúlfsstaða, kynnti starfs- og fjárhagsáætlanir rekstrarfélags Sjónlistarmiðstöðvar á Korpúlfsstöðum 2009. Tekin var fyrir beiðni rekstrarfélagsins, um niðurfellingu á húsaleigu dags. 8. maí 2008.
Frestað. (RMF05100003).
8. Lagður fram til kynningar nýr þríhliða samningur um Listahátíð í Reykjavík. (RMF08120009)
9. Lagðar fram til kynningar ályktanir aðalfundar Bandalag íslenskra listamanna. (RMF07030014)
Fundi slitið kl. 16.40
Áslaug Friðriksdóttir
Jakob Hrafnsson Guðrún Erla Geirsdóttir
Sif Sigfúsdóttir Guðrún Ásmundsdóttir
Brynjar Fransson