Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ
Ár 2009, fimmtudaginn 8. janúar, var haldinn 89. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn á Kjarvalsstöðum og hófst hann kl. 14:25. Viðstaddir: Áslaug Friðriksdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Jakob Hrafnsson, Brynjar Fransson, Guðrún Erla Geirsdóttir, Dofri Hermannsson og Guðrún Ásmundsdóttir. Áheyrnarfulltrúi Frjálslynda flokksins: Magnús Skúlason. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Ágúst Guðmundsson og Áslaug Thorlacius. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Anna Gréta Möller sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:

1. Styrkir menningar- og ferðamálaráðs 2009. Afgreiðslu frestað.

Marta Guðjónsdóttir mætti á fundinn kl. 14:40

2. Staða framkvæmda og fyrirætlanir vegna Lækjargötu 2/Austurstræti 22. Kristín Einarsdóttir, aðstoðarsviðsstjóri Framkvæmda- og eignasviðs, Hjörleifur Stefánsson, Stefán Örn Stefánsson og Margrét Harðardóttir arkitektar og hönnuðir deiliskipulags kynntu. Guðný Gerður Gunnarsdóttir, borgarminjavörður og Þorsteinn Bergsson, Minjavernd mættu einnig á fundinn. Kristín Einarsdóttir lagði fram minnisblað um sögu undirbúnings framkvæmda vegna Lækjargötu 2/Austurstræti.

Kl. 15:30 vék Brynjar Fransson af fundi.

Menningar- og ferðamálaráð lagði fram svohljóðandi bókun:
Menningar og ferðamálaráð fagnar því að undirbúningur að uppbyggingu á reitnum á horni Lækjargötu og Austurstrætis er kominn vel af stað. Mjög mikilvægt er að byggja reitinn sem um ræðir með hliðsjón af tveimur sjónarmiðum. Það fyrra er að mikilvægt er að uppbygging á reitnum verði til þess fallin að þjóna fjölbreyttu og iðandi mannlífi miðborgar. Mikilvægt er að þar geti rekstur verslana, þjónustu eða annarrar starfsemi í þágu Reykvíkinga hentað mismunandi þörfum þar sem ekki er útséð hvaða starfsemi verður í húsunum í framtíðinni. Ekki er gert ráð fyrir að í húsunum verði safn eða sýningarhús í umsjá Reykjavíkurborgar.
Seinna sjónarmiðið er að svæðið býr yfir menningarverðmætum sem vert er að hlúa að. Því er mikilvægt að leitast verði við að viðhalda þeim anda sem einkenndi upprunalegt útlit húsanna sem á reitnum verða byggð. Austurstræti 22 er eitt elsta hús borgarinnar og á sér mikla og merkilega sögu sem sérstaklega þarf að hafa að leiðarljósi og draga fram eins og kostur er.

3. Lagðar fram breytingar á samþykkt Listasafns Reykjavíkur. Frestað.

4. Lögð fram uppfærð samþykkt fyrir menningar- og ferðamálaráð samþykkt í borgarstjórn 16 desember 2008. Sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs og falið að vinna að tillögum að verklagsreglum til samræmis við breytingar á 3. grein í samvinnu við borgarminjavörð og skipulagsstjóra. Vakin er athygli á að uppfæra þarf einnig samþykktina hvað varðar Borgarskjalasafn Reykjavíkur sem fór úr umsjón ráðsins 1. janúar 2006. (RMF06060008).

5. Lagðar fram reglur um niðurfellingu fasteignaskatta af friðuðum íbúðarhúsum. (RMF07030005)

6. Lögð fyrir svör við fyrirspurn fulltrúa S-lista sem lögð var fram á fundi menningar- og ferðamálaráðs þann 16. desember 2008. Frestað.

Fundi slitið kl. 16:45
Áslaug Friðriksdóttir
Marta Guðjónsdóttir Guðrún Erla Geirsdóttir
Jakob Hrafnsson Dofri Hermannsson
Guðrún Ásmundsdóttir