No translated content text
Menningar- og ferðamálaráð
MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ
Ár 2008, fimmtudaginn 11. september, var haldinn 81. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Minjasafni Reykjavíkur, Kornhúsi og hófst hann kl. 14:30. Viðstaddir: Jakob Hrafnsson, varaformaður, Marta Guðjónsdóttir, Brynjar Fransson, Dofri Hermannsson, Guðrún Erla Geirsdóttir og Guðrún Ásmundsdóttir. Áheyrnarfulltrúi F-lista: Ólafur F. Magnússon. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Ágúst Guðmundsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Styrkbeiðni vegna sögusýningar Hlemmur – Lækjartorg. Lögð fram styrkbeiðni Hilmu Gunnarsdóttur og Sigríðar Bachmann vegna sögusýningar Hlemmur - Lækjartorg ódags. Samþykkt að beina umsókn í styrkjaferli Reykjavíkurborgar 2009. (RMF08080001)
2. Styrkbeiðni Kammersveitarinnar Ísafoldar. Lögð fram styrkbeiðni Kammersveitar Ísafoldar dags. 2. september 2008 þar sem óskað er eftir viðbótarframlagi vegna tónleikahalds á árinu en sveitin er Tónlistarhópur Reykjavíkur 2008. Samþykkt að veita Kammersveitinni kr. 500.000.- styrk. (RMF08090001)
3. Ályktun Viðeyingafélagsins um gestafjölda og samgöngur í Viðey. Lagt fram bréf Viðeyingafélagsins frá aðalfundi félagsins dags. 7. september þar sem lögð er áhersla á að fjármagni verði veitt til að bæta samgöngur í Viðey í ljósi stóraukinnar aðsóknar í sumar. Samþykkt að vísa til umsagnar Umhverfis- og samgöngusviðs og Framkvæmdasviðs. (RMF08090007)
4. Skipan í stjórn Iceland Naturally. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra dags. 4. mars 2008 um kynningarverkefnið Iceland Naturally á Bandaríkjamarkaði. Samþykkt að Svanhildur Konráðsdóttir verði fulltrúi Reykjavíkurborgar í stjórn Iceland Naturally. (RMF04090098)
5. Skipan í stjórn Reykjavík Loftbrúar. Lögð fram stofnsamþykkt Reykjavíkur Loftbrúar dags. 25. janúar 2006. Samþykkt að Jakob Hrafnsson taki sæti í stjórn Reykjavíkur Loftbrúar í stað Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur.
6. Skipan í stjórn Ásmundarsafns. Lögð fram gildandi samþykkt um Listasafn Reykjavíkur dags. 7. júlí 2005. Samþykkt að Áslaug Friðriksdóttir, Áslaug Brynjólfsdóttir og Guðrún Ásmundsdóttir skipi stjórn Ásmundarsafns. (RMF06120004)
7. Skipan í stýrihóp um endurskoðun menningarstefnu. Lagt fram gildandi erindisbréf starfshópsins samþykkt á fundi menningar- og ferðamálaráðs 13. desember 2007. Samþykkt að Áslaug Friðriksdóttir taki sæti formanns stýrihópsins í stað Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur. (RMF07060007)
8. Skipan í starfshóp um fjölmenningardag 2009. Lagt fram erindisbréf starfshópsins dags. 9. september 2008. Samþykkt að fulltrúar menningar- og ferðamálaráðs verði Svava Halldóra Friðriksdóttir frá meirihluta, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttur frá Samfylkingu og Svetlana Kabalina áheyrnarfulltrúi frá F-lista.
9. Lagt fram þakkarbréf Listar án landamæra vegna styrkveitingar ráðsins 2008. (RMF07030015)
- Kl. 15:23 vék Brynjar Fransson af fundi.
10. Minjasafn Reykjavíkur - kynning á starfsemi og framtíðarsýn. Guðný Gerður Gunnarsdóttir, borgarminjavörður og Guðbrandur Benediktsson, deildarstjóri miðlunardeildar kynntu starfsemi Minjasafnsins.
11. Fulltrúar Samfylkingar lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fulltrúar Samfylkingar í menningar- og ferðamálaráði óska eftir upplýsingum um stöðuna á flutningi Gröndalshúss. Skriflegt svar óskast.
12. Fulltrúar Samfylkingar ítreka fyrirspurn frá 80. fundi um stefnu núverandi meirihluta i menningar- og ferðamálum.
Fundi slitið kl. 16:00
Jakob Hrafnsson
Marta Guðjónsdóttir Dofri Hermannsson
Guðrún Erla Geirsdóttir Guðrún Ásmundsdóttir