No translated content text
Menningar- og ferðamálaráð
MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ
Ár 2008, fimmtudaginn 13. nóvember, var haldinn 85. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn að Kjarvalsstöðum og hófst hann kl. 14:20. Viðstaddir: Áslaug Friðriksdóttir formaður, Jakob Hrafnsson, Brynjar Fransson, Helga Kristín Auðunsdóttir, Dofri Hermannsson, Guðrún Erla Geirsdóttir og Guðrún Ásmundsdóttir. Áheyrnarfulltrúi F-lista: Ásta Þorleifsdóttir. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Ágúst Guðmundsson og Áslaug Thorlacius. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir, Kristjana Nanna Jónsdóttir og Anna Gréta Möller sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Svanhildur Konráðsdóttir fór yfir drög að starfsáætlun Menningar- og ferðamálasviðs 2009. (RMF08040017)
2. Anna Torfadóttir borgarbókavörður fór yfir drög að starfsáætlun Borgarbókasafns Reykjavíkur 2009.
(RMF08040017)
3. Hafþór Yngvason safnstjóri fór yfir drög að starfsáætlun Listasafns Reykjavíkur 2009.
(RMF08040017)
4. Guðný Gerður Gunnarsdóttir borgarminjavörður fór yfir drög að starfsáætlun Minjasafns Reykjavíkur 2009. (RMF08040017)
5. Elísabet B Þórisdóttir framkvæmdastjóri fór yfir drög að starfsáætlun Gerðubergs 2009.
6. Kristín Hauksdóttir staðgengill safnstjóra fór yfir drög að starfsáætlun Ljósmyndasafns Reykjavíkur 2009. (RMF08040017)
7. Sif Gunnarsdóttir forstöðumaður fór yfir drög að starfsáætlun Höfuðborgarstofu 2009. (RMF08040017)
8. Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir verkefnastjóri fór yfir drög að starfsáætlun Viðeyjar 2009. (RMF08040017)
9. Lagt fram yfirlit yfir umsóknir um styrki og samstarfssamninga 2009. Lagðar fram gildandi verklagsreglur um styrki og samstarfssamninga. Lögð fram tillaga að sérstökum áherslum menningar- og ferðamálaráðs vegna styrkveitinga 2009.
Samþykkt. (RMF08080009).
10. Skipun dómnefndar vegna Bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar 2009.
Frestað.
11. 200 ára afmælishátíð Jóns Sigurðssonar. Lagt fram erindi nefndar til undirbúnings 200 ára afmælis Jóns Sigurðssonar til borgarráðs dags 1. júlí 2008 og minnisblað borgarminjavarðar dags. 12.11.2008. (RMF08110004). Minjasafn Reykjavíkur er reiðubúið til að taka að sér gerð og uppsetningu fyrirhugaðrar sýningar í Fógetastofu Aðalstræti 10 árið 2011, að því gefnu að gert verði ráð fyrir kostnaði við verkefnið í starfs- og fjárhagsáætlun fyrir árin 2010 og 2011. Samþykkt. Sviðsstjóra falið að ræða hugmyndir varðandi 17. júní 2011 við sviðsstjóra Íþrótta- og tómstundasviðs.
Fundi slitið kl. 16:45
Áslaug Friðriksdóttir
Helga Kristín Auðunsdóttir Dofri Hermannsson
Brynjar Fransson Guðrún Ásmundsdóttir
Jakob Hrafnsson Guðrún Erla Geirsdóttir